Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 64
K r i s t í n S t e l l a L’o r a n g e
64 TMM 2008 · 4
fara afsíðis, andstætt vilja móðurinnar/úlfsins. Þarna er hlutverkum
skipt. Móðirin treystir ekki barni sínu og bindur um fót þess, af því að
hagsmunir þeirra fara ekki saman.10 Sagan snýst um þarfir og þrár ein-
staklingsins sem reynir að brjótast undan valdi foreldris.
Í útgáfum Charles Perrault og Grimmsbræðra verða miklar breyt-
ingar á kvenhetjunni Rauðhettu. Ævintýrið verður að dæmisögu fyrir
börn um æskilega hegðun og boðskapnum sérstaklega beint að ungum
stúlkum. Perrault leggur áherslu á skírlífi konunnar sem þarf að stjórna.
Í hans sögu gleypir úlfurinn Rauðhettu til að undirstrika trúgirni henn-
ar og skort á sjálfsaga. Kvenhetjan fær litla virðingu og er látin eiga sök
á eigin nauðgun. Perrault lætur Rauðhettu eina bera ábyrgðina þó barn-
ung sé.11
Hjá Grimmsbræðrum verður Rauðhetta enn barnalegri. Hún kemst
alls ekki af ein úti í villtri náttúrinni. Hún er látin óhlýðnast móður
sinni með því að fara út af stígnum. Móðirin bannar ekkert slíkt í eldri
gerðum. Rauðhetta er hér háð vilja hinna fullorðnu sem setja henni
reglur og verður hún að fara eftir þeim í einu og öllu.12
Sagan af Rauðhettu var upphaflega kvennasaga eins og Yvonne Ver-
dier hefur sýnt fram á. Viðhorfið til Rauðhettu virðist breytast þegar
sagan er skráð af karlmönnum, kvenhetjan breytist úr virkri hetju í
óvirka. Í bókmenntahefðinni eru nokkrar staðlaðar kvenímyndir eftir
sýn karlsins á konuna. Samkvæmt Helgu Kress eru helstu staðalmynd-
irnar gyðjan, skækjan og tíkin, og getur sama kvenpersóna jafnvel sam-
einað allar þrjár gerðirnar.13 Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfund-
urinn Catherine Orenstein kemur einnig inn á stöðluð hlutverk kvenna
í ævintýrum í bók sinni Little Red Riding Hood Uncloaked. Ævintýrin
endurspegla viðhorf samfélagsins til konunnar og ríkjandi skoðanir á
því hvaða hlutverkum hún eigi að gegna í raunverulegu lífi.14 Orenstein
tekur þó fram að Rauðhetta sé ólík öðrum kvenpersónum, til dæmis
Öskubusku, Þyrnirós eða Mjallhvíti; eina sjálfstæðið sem þær njóta felst
í að fá að gifta sig í lok ævintýrsins. Það sem einkennir kvenpersónur í
ævintýrum Grimmsbræðra er hvorki frumkvæði þeirra né afrek heldur
fórnfýsi þeirra. Of virkar kvenpersónur hljóta refsingu í lokin líkt og
Rauðhetta og Gréta í Hans og Grétu. Hvorug giftist í sögulok eða eins
og Orenstein segir: „Þessar kvenhetjur hafa ekki aðlagast kynhlutverki
sínu almennilega.“15
Hlutverk kvenhetjunnar er jafnvel gert enn meira áberandi í kvik-
myndaaðlögun Walts Disney á Mjallhvíti (1937) og Öskubusku (1950).
Öskubuska og Mjallhvít urðu fyrirmyndir ungra stúlkna og þeim
hvatning til að verða góðar eiginkonur og mæður. Telur Orenstein að