Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 70
K r i s t í n S t e l l a L’o r a n g e
70 TMM 2008 · 4
Eins og áður hefur komið fram er alþýðusagan „Saga ömmunnar“
talin hluti af sagnaarfi kvenna þar sem virðing var borin fyrir konunni
og hennar hlutverkum, en útgáfur Perraults og Grimmsbræðra tilheyra
karlhefðinni/bókmenntahefðinni. Viðhorfið til kvenna virðist hafa haft
einna mest áhrif á að kvenímynd Rauðhettu breyttist en ekki hvort
kynið segir söguna. Ævintýrið endurspeglar tíðarandann hverju sinni,
eins og dæmin sýna.
Tilvísanir
1 Alan Dundes, 1991: 16–19
2 Jack Zipes, 1993: 18
3 Á miðöldum var því trúað að varúlfur gæti leynst í skóginum. Hann var álitinn
mannskæður, blóðþyrstur, lævís og yfirnáttúrulegur. Þrátt fyrir það var hann
ekki talinn æðri en maðurinn, eins og sést í ,,Sögu ömmunnar“ þegar stúlkan
leikur á varúlfinn. Það var ekki fyrr en á 17. öld sem hann var tengdur við djöf-
ulinn eða nornir. Jack Zipes, 1993: 67–68
4 Jack Zipes, 1993: 21–23
5 Sama: 91–93
6 Talið er að Grimmsbræður hafi fengið ævintýrið um Rauðhettu frá konu að nafni
Dorothea Viehmann, en hún er ein af þeim fáu heimildarmönnum sem þeir gefa
upp. Bræðurnir gefa í skyn að sögurnar séu erkiþýskar þjóðsögur sem hafi varð-
veist í munnlegri geymd. Rannsóknir hafa aftur á móti leitt í ljós að Viehmann
var komin af húgenottum og var bæði þýsku- og frönskumælandi. Hún þekkti
frönsk ævintýri eins og ævintýri Charles Perrault og áhrif frá honum sjást glögg-
lega á útgáfu Grimmsbræðra á Rauðhettu. Heinz Rölleke, 1991: 103–104
7 Jack Zipes, 1993: 135–138
8 Yvonne Verdier, 1983: 291–292
9 Sama, 1983: 304
10 Alan Dundes, 1991: 40–42
11 Jack Zipes, 1993: 26–27
12 Sama: 79–80
13 Helga Kress, 2000: 23
14 Catherine Orenstein, 2002: 121
15 Sama: 142: „These heroines haveń t yet been properly socialized into their adult
roles.“
16 Catherine Orenstein, 2002: 122
17 Jóhanna Kristjónsdóttir, 2002: 27
18 Dagný Kristjánsdóttir, 2006: 617
19 Yvonne Verdier, 1983: 305