Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 74
74 TMM 2008 · 4
Þröstur Haraldsson
Dómkórinn, Marteinn
og sameining Evrópu
„Sumir tónlistarmenn af erlendu bergi brotnir eru orðnir svo samsam-
aðir íslenskum veruleika að uppruninn vill næstum gleymast. Einn
slíkur maður er Marteinn H. Friðriksson, organisti í Dómkirkjunni
með meiru,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir í grein um áhrif erlendra tón-
listarmanna á íslenskt tónlistarlíf í Lesbók Morgunblaðsins vorið 2007.
Sá sem um er rætt hét upphaflega Martin Hunger og sleit barnsskónum
í postulínsbænum Meissen á bökkum Saxelfar í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Tæplega sex ára gamall horfði hann á nágrannabæinn Dresden
hverfa í logana í loftárásum bandamanna. Í vor stóð hann við altari end-
urreistrar Frúarkirkju og stjórnaði Dómkórnum sem söng verk eftir
Þóru dóttur hans. Það vantaði ekki mikið upp á að hann gæti tekið
undir með frelsaranum: Það er fullkomnað.
Fyrir okkur sem lutum stjórn dómorganistans var þetta ekki minni
atburður. Það var öllu rýmra um okkur en í tröppunum fyrir framan
altarið í Dómkirkjunni heima, hljómurinn miklu meiri og gaman að
syngja fyrir yfir eitt þúsund tilheyrendur. Samt var kirkjan ekki full,
hún rúmar hátt í 2.000 manns í sæti í salnum og á svölum upp eftir öllu.
Yfir okkur, langt fyrir ofan, hvelfingin fagurmáluð 27 metrar í þvermál.
Allt svo nýtt og fallegt en samt gamalt. Þriggja alda saga andar út úr
veggjum þessa volduga húss.
Eftir tónleikana barst leikurinn út á torgið þar sem við sungum
drjúga stund og gátum virt fyrir okkur kirkjuna sem gnæfir yfir torgið
Neumarkt. Gullkrossinn endar í 91 metra hæð fyrir ofan torgið, rúm-
lega 15 metrum fjær jörðu en ljóskrossinn á Hallgrímskirkju. Sand-
steinninn í kirkjuveggjunum er ennþá gulur en innan um eru eldri
steinar, svartir. Þeir eru úr haugnum sem kirkjan breyttist í 15. febrúar
1945. Aftan við kirkjuna er stór steinhlunkur á torginu og við hann tafla
þar sem hægt er að lesa frásögn sjónarvotts af falli kirkjunnar. Svo
merkilegt sem það er þá slapp kirkjan við sprengjuregnið ógurlega og