Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Qupperneq 76
Þ r ö s t u r H a r a l d s s o n
76 TMM 2008 · 4
– Þarna vann Pútín!
Í raun má segja að Frúarkirkjan hafi orðið tákn, ekki bara fyrir samein-
ingu þýsku ríkjanna heldur allrar Evrópu. Framlög til endurreisnarinn-
ar streymdu til Dresden úr krókum og kimum álfunnar og víðar að,
ekki síst frá sakbitnum Bretum og Bandaríkjamönnum. Filippus drottn-
ingarmaður kom færandi hendi með krossinn, tæplega átta metra háa
listasmíð, að stórum hluta úr skíragulli. Hann var gerður af silfursmið-
um í Lundúnum undir handleiðslu manns sem er sonur flugmanns sem
tók þátt í loftárásunum.
Frúarkirkjan sem nú gnæfir yfir Neumarkt er nákvæm eftirmynd
þeirrar sem hrundi í febrúar 1945, að öllu leyti öðru en því að ekki var
talið mögulegt að endurgera orgelið. Það var upprunalega frá 1736 en
hafði verið stækkað og endurbætt margsinnis síðan, auk þess sem teikn-
ingar af frumgerð Silbermanns eru löngu týndar. Þetta var hins vegar
ekki óumdeilt því einhverjir drógu styrki sína til baka þegar fréttist af
ákvörðun byggingarnefndarinnar að kaupa nýtt orgel.
Hitinn í orgeldeilunni sýnir hversu alvarlega menn taka þá bylgju sem
nú gengur yfir Þýskaland og raunar alla Evrópu og snýst um að end-
urreisa miðaldirnar í miðborgum álfunnar. Margar fornfrægar borgir
hafa orðið fyrir áföllum og misst öll sín fornu svipbrigði, fyrst í storm-
viðrum síðari heimsstyrjaldarinnar og svo aftur og ekki síður í eyði-
leggingaræðinu sem einkenndi fyrstu áratugi eftirstríðsáranna, gullöld
steinkumbaldanna.
Þrátt fyrir klofning Evrópu um hálfrar aldar skeið ríkti sú gullöld
beggja vegna járntjaldsins. Einn þessara kumbalda má sjá við hinn end-
ann á Neumarkt, nokkurn spöl frá Frúarkirkjunni. Kulturpalast heitir
húsið og hýsir ýmsa menningarstarfsemi, þar á meðal tónleikasal sem
Marteinn segir að sé bara nokkuð góður. Húsið sjálft er hins vegar lág-
reist og kassalaga, forljótt innan um allar fallegu barokkhallirnar. Ég tók
alltaf á mig sveig framhjá því.
Á þessum slóðum minnir fortíðin stöðugt á sig. Í Meissen gekk ég að
útsýnisstað rétt við kirkjuna en þar sá yfir Elbu og yfir í annan bæj-
arhluta sem var hreint augnayndi, öll hús máluð í fallegum pastellitum
og þökin skærlituð, þau rauðu í meirihluta. Þarna stóðu Maríur tvær,
systir og dóttir Marteins, og nutu útsýnisins. Sú eldri spurði mig hvort
ég gæti ímyndað mér að öll húsin væru ómáluð og þökin litlaus og grá.
Þannig voru þau lengst af valdatíma Sósíalíska einingarflokksins, það
voru aldrei til peningar fyrir málningu meðan hann var og hét. Ekki
einu sinni á höfuðstöðvar leynilögreglunnar Stasi sem voru beint á móti