Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 92
D av í ð A . S t e fá n s s o n
92 TMM 2008 · 4
ákveðið að safna saman á einn stað. Þetta er einfaldlega sannfærandi
bók, kröftug og fyndin og ber vott um mikið innsæi í mannlegt eðli.
Höfundur hefur frábært vald á tungumálinu og nær að beita miklum og
undirliggjandi húmor í texta sem stekkur beint upp úr þjóðsögum og
ævintýrum.
Sama, gamla, og jú – góða
„Einar Kárason er frábær sagnamaður með næmt auga fyrir sérkennum
fólks og samskiptum“ – þetta er af baksíðu smásagnasafnsins End-
urfundir, og alls engin ástæða til að rengja slíkar fullyrðingar, allra síst
þegar rýnir hefur alist upp við lestur á Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyj-
unni og Fyrirheitna landinu, þeim frábæra sagnabálki. Að Einar Kára-
son sé mikill sagnamaður er staðreynd sem aldrei verður frá honum
tekin.
Hinsvegar er hann svo mikill sagnamaður að hann gerist ansi mis-
tækur. Hann á sér semsagt eina og afgerandi sterka rödd og frásagn-
artækni sem hefur hljómað í gegnum flest það sem ég hef eftir hann
lesið.
Endurfundir heggur í sama knérunn. Bókin inniheldur sextán
skemmtilegar sögur af ýmsum kynlegum kvistum. Flestar eru sagðar í
þeim kærulausa og afslappaða tóni sem Einari er tamur, en nokkrar
bregða út af vananum og koma á óvart fyrir einfaldleika sinn og innsæi,
eru fremur athuganir en smásögur, og meira á persónulegu nótunum:
Samfylgd
Í fyrstu geislum morgunsólar sat ég í gömlum leigubíl og ók spenntur og djúpt
hugsi inn í stórborg eftir næturlangt flug. Á umferðarljósum biðum við á rauðu
og er ég leit til hliðar sá ég þrjá stálpaða kálfa standa tjóðraða á palli gamals
vörubíls á næstu akrein. Þeir voru með þennan rólynda heimspekisvip sem naut-
gripum er tamur en virtust þó líka spenntir eins og ég yfir að vera á leið inn í
heimsborgina utan af sléttunum á þessum fagra morgni; borgina með mannhaf-
inu og mörkuðunum, steikarilmi og löngum hnífum. (7)
„Samfylgd“ er fyrsta sagan í bókinni og virkar eins og ljóðrænn prósi
fremur en eiginleg smásaga, gæti hæglega sómt sér í hvaða ljóðabók sem
er. Kosturinn við þessa tegund frásagnar er að hún skilur eftir handa
manni, lokar ekki öllum dyrum og hnýtir ekki endana almennilega. Það
er pláss fyrir vissan lestur umfram orðin, en í mörgum öðrum prósum
Einars í þessari bók tæmist frásögnin við fyrsta lestur og þeir leita ekki