Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 95
U t a n r e g l u
TMM 2008 · 4 95
Þegar heimurinn fór aftur að rétta úr kútnum eftir Fimmtudaginn Svarta í Wall
Street 24. október 1929 setti Þorsteinn á Bakka upp refabú. (71)
Þetta stílbragð markar alla frásögnina á skemmtilegan hátt, gerir lítið úr
hinum stóra heimi og mikilvægi hans fyrir daglegt líf í Síðunni – þar
gengur allt sinn vanagang og fólk hugar að brýnustu eigin þörfum.
Návistin við Kanana er áberandi þema í bókinni og hún tekur á sig
spaugilegar og eftirminnilegar myndir, t.d. í sögunni „Gjafir himins“
þar sem einn Kananna, kallaður Móri, lokkar Finn á Svartsstöðum í
skotleik með orðunum: „Nú komum við í stríð. Nú skítum við síma-
staur.“ (40) Í sömu sögu segir af því þegar Sigurbirni á Litla-Hálsi tekst
að skjóta niður loftbelg: „Loftbelgurinn dugði í regnföt á tvær sveitir eða
meira. Það var fögur sjón að sjá marga regnklædda menn í smala-
mennsku í hlíðunum þetta haust þegar stytti upp og októbersólin skein.
Þeir glitruðu eins og álfar í silfurklæðum.“ (44)
Mikill kærleikur einkennir frásagnarmátann í Sögum úr Síðunni, á
köflum of mikill kærleikur þannig að frásögnin fær á sig vissan helgiblæ.
Sögurnar eru að sönnu misskemmtilegar, og sumar þeirra vilja lokast
lesandanum með ógnarstóru persónugalleríi sem erfitt getur verið að ná
utan um. En það kemur sjaldnast að sök, oftast er útkoman bráð-
skemmtileg, sveitó og hugguleg í þeim einfaldleika sem maður getur
ímyndað sér að hafi einkennt lífið í íslenskri sveit á miðri síðustu öld:
[…] og Jóhanna á Bóli æfði bræður sína og Magga í Skarði og Ásbjörn á Hrauni
og Fríðu á Hringsstöðum og Lóu á Felli og Rósu í Dæli að dansa þjóðdansa. Hún
hafði lært þetta á húsmæðraskólanum en enginn vissi hvaða þjóð það var sem
dansaði svona dans, það er ráðgáta enn þann dag í dag.
„Það er einn tveir og hoppa og hoppa, og einn tveir og hoppa og snúa, einn
tveir og hoppa og hoppa, og einn tveir og snúa og hoppa og hoppa og snúa og
einn, tveir,“ söng hún með skipandi rödd og þau reyndu öll að fara eftir því sem
hún söng […] (197)