Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 97
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 4 97
Þar var ráðstefnan haldin í
Samkomuhúsi staðarins,
myndarlegu gömlu félags-
heimili og leikhúsi við ána
sem rennur gegnum bæinn.
Bærinn er sláandi þegar
siglt er inn í höfnina,
byggður á granítklettastöll-
um og alskreyttur tröppum
frá götunum upp að húsum.
Úr fjarlægð minntu þær á
músastiga. Húsin eru litrík
og byggðin til að sjá eins og
fallegur dúkkubær með
sínum bláu, beiku, gulu og
rauðu timburhúsum.
Og bærinn reyndist ekki
bara fallegur til að sjá.
Hann var ævintýri að
skoða, bæði vegna lands-
lagsins og húsanna (sem
enginn gróður skyggði á,
þarna eru engin tré og fáir
bílar því engir vegir liggja
frá bænum og meiri ástæða
til að eiga bát en bíl), en einkum þó vegna listaverkanna sem prýða hann. Fyrir
fimmtán árum ákvað bæjarstjórnin að koma í verk hugmynd grænlensku
listakonunnar Aka Høegh og bjóða norrænum listamönnum að skreyta bæinn.
Verkefnið hlaut heitið „Steinn og maður“, og árið 1993 mættu ellefu mynd-
höggvarar með meitla sína og hamra til leiks. Þeir fengu fullt frelsi til að velja
sér stað og viðfangsefni, og bæjarbúar fylgdust hugfangnir með þeim umbreyta
grjóthnullungum og granítveggjum í listaverk. Árið eftir kom annar hópur og
síðan enn annar; nú eru verkin orðin 31 og verkefninu er enn ekki lokið. Gest-
ir bæjarins fá í hendur kort sem listaverkin eru merkt inn á og það er einstök
ánægja að leita þau uppi, þó best af öllu sé að finna þau óvænt. Vera á leið niður
tröppurnar í búðina og sjá allt í einu andlit meitlað í klett fyrir framan sig. Eða
hurð mótaða í bergið eins og hér sé inngangur í höll álfakóngsins og einungis
þurfi létt högg með töfrasprota til að dyrnar ljúkist upp. Þrír listamenn frá
Íslandi eiga verk í Qaqartoq, Páll Guðmundsson (þrjú), Örn Þorsteinsson (tvö)
og Guttormur Jónsson (eitt). Skemmtilegust þóttu mér verk hinna innfæddu,
einkum Aka Høegh sjálfrar, en okkar menn voru líka fínir. Ekki hefði neinn
listamaður í heimi getað átt „Álfkonuna í fellinu“ annar en Páll á Húsafelli.
Ég segi og skrifa: Það er þess virði að gera sér ferð til Qaqortoq þó ekki sé
nema til að skoða þessi einstæðu listaverk.
Ritstjóri TMM hjá granítfiskum Aka Høegh í
Qaqortoq.