Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 108
108 TMM 2008 · 4
B ó k m e n n t i r
Móðirin kemur heim alkomin og þau mæðginin eyða sumrinu sem skálaverð-
ir á Hveravöllum. Þar eru björgunarsveitarflokkar að leita tveggja skoskra
bræðra sem hafa horfið á Kili og með hjálp Eyvindar finnast þeir í bókarlok.
Eyvindur sættist við móður sína og býr sig undir nýtt líf með henni, ömmunni
og köttunum sínum tveimur á nýjum stað um haustið.
Þroskasaga
Trúarbragðafræðingurinn Mircea Eliade hefur sagt að allar manndómsvígslur
feli í sér þrefalda vígslu sem felst í opinberun „hins heilaga“, dauðans og kyn-
verundarinnar eða með öðrum orðum afmörkun okkar og takmörkunum í
tíma, líkama og sál.
Allt þetta gerist í lífi Eyvindar á bókartíma. Hann á einn góðan vin, Peder
Jens, sem er hálfdanskur og gerir þá skyssu að kynna sig fyrir bekknum með
dönskum framburði og er því aldrei kallaður annað en Peðið Jens. Þeir tveir
eru bestu vinir þó þeir séu í raun mjög ólíkir. Í upphafi bókar þolir Eyvindur
ekki Vilhelmínu, skólasystur sína, sem líka býr við vatnið, eins og þeir Jens.
Eftir að hann hefur kynnst henni betur um sumarið mýkist hann og geðjast æ
betur að henni. Lesandi fær rökstuddan grun um að unglingaástir séu í nánd.
En reynslan af dauðanum og „hinu heilaga“ eru veigamestu áfangarnir á
þroskaferli Eyvindar í bókinni. Afi hans hefur verið dáinn í um það bil þrjátíu
ár en amman heldur minningu hans lifandi með því að segja bæði dóttur sinni,
Þóru, og dóttursyni óteljandi sögur af honum. Nærvera hans er líka nánast
áþreifanleg í kofanum við vatnið; gluggar opnast, bollar brotna, ruggustólar
rugga. Stundum sjáum við viðbrögð afa við því sem sagt er eða gert vegna þess
að amma túlkar þau fyrir okkur. Þegar bolli brotnar er umræðuefni tekið út af
dagskrá „að ósk afa“. Síðast en ekki síst vitjar hann Eyvindar í draumum.
Dauði afans er þannig að vissu leyti yfirstiginn eða upphafinn í textanum og
afinn verður þriðja eða fjórða persónan á heimilinu. Það eru hins vegar örlög
skosku bræðranna tveggja sem marka endi bernskuára Eyvindar og upphaf
fullorðinsáranna.
McReynolds bræður
Tilkynnt er um hvarf bræðranna í útvarpsfréttum í upphafi Draugaslóðar.
Þetta eru tveir synir skosks herramanns sem stundar hestaviðskipti á Íslandi.
Faðirinn er ríkur og ráðríkur maður, strangur faðir, sem er ósáttur við letilíf
og ábyrgðarleysi eldri sonarins. Hann felur honum að skipuleggja hrossaflutn-
inga yfir Kjöl og heimtar að yngri sonurinn, 11 ára, fari með í leiðangurinn til
að herða í honum. Leiðangursmenn fara óvarlega, hunsa veðurspár og lenda í
blindbyl. Drengirnir verða viðskila við félaga sína og þeirra er leitað allt sum-
arið á öræfum.
Inn í Draugaslóð er skotið stuttum brotum úr sögu bræðranna, aðdraganda
ferðarinnar og leiðangrinum, í nokkrum milliköflum. Sá síðasti af þessum