Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 113
TMM 2008 · 4 113
B ó k m e n n t i r
una sem ekki er minnst á fyrr en á síðustu síðu bókarinnar – móður barnanna
sem sögumaður hefur misst sambandið við – við vitum það ekki: sagan er
stödd annars staðar.
Hér segir frá manni sem tekið hefur sér stöðu á jaðrinum. Og ekki nóg með
það: hann er á jaðri jaðarsins. Hann er í hjólhýsaþorpi í Þjórsárdalnum, býr þar
í tveimur gömlum húsvögnum í námunda við fólk sem notar vagna sína til
sumardvalar, og eins og við sjáum á textanum sem vitnað var til finnur þessi
maður að hann tilheyrir ekki þessu fólki – hann dæmir ekki aðra og öfundar
þá ekki heldur, „fjarlægðin er staðreynd“. Aftur á móti málar hann tré. Hann
leitar að samfélagi við náttúruna, stað sínum í lífsheildinni, því að þegar hér er
komið sögu hefur hann yfirgefið þetta tilverustig. Um þessa leit listamannsins
að stað sínum í sköpunarverkinu er Sandárbókin. Á einum stað í sögunni erum
við stödd hjá leiði manns eins og stundum áður í sagnaheimi Gyrðis, við erum
ekki bara á mörkum lífs og dauða – heldur kannski öllu heldur stödd þar sem
maðurinn er orðinn aftur að landinu, kominn á sinn stað í lífsheildinni.
Hikandi tek ég að draga upp á blaðið með blýanti útlínur trjánna í kring, áður en ég
dýfi penslinum í vatnið og síðan í litina. Enn er döggfall á grasinu í skugga trjánna,
og maríustakkurinn sem vex hjá leiði mannsins geymir í blöðum sínum uppsafnaða
dropa sem ég hefði þessvegna getað notað í myndina.
Líklega er ég með frumstæðum og eflaust barnalegum hætti að fremja einskonar
náttúrugaldur, eða réttara sagt draga til mín af vaxtarmegni landsins í eigin þágu. Allur
kraftur sem kann að verða í myndinni kemur í raun frá landinu sjálfu. Samt sem áður;
náttúran gerir ekki myndir. Er svona myndlist þá bara eftirlíking, eða getur hún talist
endursköpun, þegar best lætur eitthvað sem mætti kalla eimun á sál náttúrunnar?
(Sandárbókin, bls 46-47)
Þetta er iðja listamannsins í samfélaginu, að finna manninum stað í sköp-
unarverkinu svo að hann hætti að eyða jörðinni; virkja til þess afl náttúrunnar,
„vaxtarmegnið“ sem er orð frá Jónasi Hallgrímssyni: Þetta er hlutskipti lista-
mannsins í tilverunni; þetta er hans tilverustig – að greiða manninum á ný leið
til fundar við sjálfan sig.
Verðið sem listamaðurinn greiðir er þetta:
Frá því ég fluttist hingað hafa engir komið til mín, enda þekki ég næstum enga leng-
ur. Það er með mig einsog flesta sem helga sig því sem kallað er list, þeir týna vinum
sínum einhversstaðar á leiðinni, týnast í sjálfum sér og halda statt og stöðugt að list-
in dugi til að bæta upp skort á mannlegum samskiptum. Sköpun hvers listaverks er
greidd dýru verði, í þeim gjaldmiðli sem er verðmætastur allra, mannlegri nálægð.
(Sandárbókin, bls. 20)
Þessi klausa vitnar um annars konar andóf Gyrðis: það er ekki nóg með að
hann hafni útbreiddum kröfum um uppbyggingu sögunnar heldur neitar hann
líka bókmenntaskýrendunum um að útleggja söguna. Hér kemur hann beint