Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 114
114 TMM 2008 · 4
B ó k m e n n t i r
framan að lesanda og hugleiðir efni bókar sinnar af heilindum og án undan-
bragða. Og annars staðar í bókinni bendir hann lesendum meira að segja á
tvíræðni titilsins: Sandár-bókin/Sand-árbókin, og segist vera að hugleiða það
hvernig undanfarin ár í lífi sínu hafi verið nokkurs konar sandár.
Þótt Gyrðir fjalli ef til vill ekki um daginn og veginn, þjóðfélagshræringar
stundarinnar, í þröngum skilningi – þá er þetta bók um manninn og nátt-
úruna, manninn í náttúrunni, manninn gegn náttúrunni. Og pólitísk í þeim
skilningi. Valkostirnir í því að nýta sér vaxtarmegn náttúrunnar eru að
minnsta kosti skýrir:
Innan skamms er ég kominn fram á brún gilsins, þar sem áin streymir lygn fram.
Gilið er ekki djúpt, en það er víða fallega gróið birkikjarri, og burnirótin gægist
fram á lágum klettaveggjum. Ég horfi andartak niður í strauminn. Hann er lítið
eitt gulleitur tilsýndar vegna árbotnsins og vatnið berst hægt fram, líkt og hellt sé
varlega úr geysistórri ámu af eplavíni. Þessi á er gæfusöm, því hún er svo vatnslítil
að engum dettur í hug að virkja hana. Hins vegar hefur jökulfljótið austan við hana
þegar verið múlbundið. (Sandárbókin bls. 24)
Þessi bók er um listmálara sem yfirgefur líf sitt í borginni til að setjast að úti í
skógi þar sem hann ætlar að gera lokatilraun til að lifa því lífi sem honum
finnst ef til vill að sér hafi verið ætlað að lifa, samanber einkunnarorð Thoreau
sem vísað er til við upphaf Haustkaflans í bókinni, en öll kallast sagan á við
bókina Walden eftir Thoreau um gildi einverunnar í skóginum fyrir lista-
manninn. Listmálarinn býr við fábrotinn kost, lepur bjór, eldar sjaldan, tekur
þeim illa sem heimsækja hann úr fyrri tilveru og hrekur þá hálfpartinn á brott.
Á vegi hans verður nokkrum sinnum kona í rauðri kápu eins og áminning um
ástríðuna sem mannlegt samneyti getur þrátt fyrir allt fært okkur, en hún
hverfur og þar með rauði liturinn líka. Smám saman verður hvíti liturinn
einráður. Alla bókina er hann að mála mynd af Sandánni, sem að lokum tekst
– og mistekst:
Þetta er einskonar loftmynd, þar sem hún bugðast með skóginn á aðra hlið og
brunasanda hinumegin – skilur að ólíkar veraldir. Skógurinn vill teygja sig yfir á
sandinn, en sandurinn vill eyða skóginum. Það er þessi endalausa togstreita í allri
tilverunni. (Sandárbókin bls. 113)
Um leið og honum tekst að endurskapa í málverki sínu eitthvert brot af sann-
leika um Sandána, skóginn, sandana, líf sitt – manninn og hlutskipti hans í
tilverunni – „gerist eitthvað“ í honum – honum finnst myndin misheppnuð –
og sker hana burt. Situr svo og starir inn í steinolíuofninn. Næstu nótt snjóar.
Og næsta dag lokar hann síðustu glufunni út í heiminn en lætur steinolíuna
brenna, situr og hugsar um myndirnar sem hann komst aldrei til að mála en
„dofnuðu út í óminnisrökkrið, þangað sem öll óunnin listaverk hverfa og bíða
þess að einhver fæðist sem geti dregið þau fram úr sortanum – það er þetta