Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 119
TMM 2008 · 4 119
B ó k m e n n t i r
Kristján Jóhann Jónsson
Heilagra manna sögur
Friðrik G. Olgeirsson: Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
JPV 2007.
Davíð Stefánsson (1895-1964) varð einna vinsælastur íslenskra skálda á fyrri
helmingi tuttugustu aldar. Hann gaf út margar ljóðabækur og leikrit og eina
stóra skáldsögu sem heitir Sólon Islandus (1940). Hann sló í gegn með fyrstu
ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum sem út kom 1919. Tungutakið á ljóðunum var
einfalt, þýtt og alþýðlegt og það var ort um rétt tilfinninganna. Vinsælasta
leikrit Davíðs varð án efa Gullna hliðið (1941) sem margsinnis hefur verið sett
á svið, bæði heima og erlendis og reyndar kvikmyndað líka.
Bygging og heimildir
Skipulag Friðriks G. Olgeirssonar á nýrri ævisögu Davíðs, Snert hörpu mína,
er slétt og fellt. Sagan er sögð í réttri tímaröð og rekur þroskaár, frægðarár og
hnignun. Það hefur nokkur áhrif í kaflaskiptingu við hvað Davíð er að fást, til
dæmis heitir fimmti hluti „Tími skáldsagna og leikritagerðar“ og sjötti hluti
„Ljóðið í öndvegi á ný“. Þegar litið er á þessar fyrirsagnir vaknar ef til vill von
um að í bókinni séu áhugaverð tök á bókmenntasköpun Davíðs en svo er ekki.
Það er til dæmis ekki vitnað í Sigríði Albertsdóttur sem gerði nýlega athygl-
isverða tilraun til þess að endurmeta ljóðagerð hans.1 Ekki er heldur vitnað í
nýja Íslenska bókmenntasögu Máls og menningar sem kom út ári á undan ævi-
sögunni.2 Hins vegar vitnar Friðrik í löngu máli í nærri hálfrar aldar gamla
doktorsritgerð Ivars Orgland3 því til sönnunar að Davíð hafi verið nýróm-
antískt skáld. Klisjur Orglands um það mál teljast varla fréttnæmar. Ivar hinn
norski verður einnig helsta heimild Friðriks um það hvað nýrómantík hafi
verið.
Það hefur verið skrifað jafnt og þétt um Davíð og öll æviskeið hans svo að
heimildirnar hleypa ekki vexti í neitt sérstakt æviskeið. Það er þó algengt í
ævisögum, ekki síst ef fjallað er um skáld og stjórnmálamenn. Ef aðalpersónan
hefur verið í málfundafélagi á stúdentsárunum, eins og Hannes Hafstein svo
dæmi sé nefnt, þá detta allt í einu inn hundrað blaðsíður eða svo um spjall
ungu mannanna í fundafélaginu. Það er þá ekki beinlínis vegna þess að fund-
irnir séu áhugaverðir heldur vegna þess að efnið er við höndina. Í ævisögu
Davíðs er nokkuð jöfn dreifing milli aldursskeiða og afreka. Það er fjallað um
fyrstu aldursár, fyrstu spor á vegum skáldskaparins, forystu á skáldskap-
artímabili nýrómantíkur, þjóðskáldið Davíð, átök við ýmsar bókmenntagrein-
ar, ljóð, skáldsögur og leikrit, og loks um elli og dauða. Inn í þetta fléttast í
nokkuð jöfnum takti persónulegar upplýsingar um ástamál og önnur per-