Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 121
TMM 2008 · 4 121
B ó k m e n n t i r
Afstaða Kristins í stjórnmálum var ótvíræð og hann var ekki beinlínis í liði
með Davíð. Friðrik víkur að því (s. 210) að Davíð hafi ekki orðið sósíalisti og
að sósíalistar hafi ekki fengið stuðning hans í pólitískum áróðri eins og þeir
hafi vonast til. Hins vegar stofnsettu sósíalistar Félag byltingarsinnaðra höf-
unda og þóttust, að sögn Friðriks, vera fyrirliðar alþýðunnar á Íslandi. Þeir
ýttu Davíð út í kuldann og reyndu að gera lítið úr verkum hans. Aftur er hér
minnst á harkalegan ritdóm Kristins en hann er efnislega ekki ræddur. Þó er
nefnt annað tilvik þar sem reynt var að snúa út úr kvæðinu um Dísu og dala-
kofann. Seinna segir Friðrik að Kristinn hafi viðurkennt að Davíð væri alþýðu-
sinni þó að hann ánetjaðist ekki kommúnismanum. Ætli hann hafi þá séð
hversu rangt það var að ýta Davíð út í kuldann?
Loks er svo vikið að áðurnefndri grein Kristins E Andréssonar um leikrit
Davíðs, Vopn guðanna (1944), sem Friðrik segir að sé svo „… heiftúðug og
ósanngjörn að hverju mannsbarni má vera ljóst að höfundurinn lætur ann-
arlegar skoðanir stýra pennanum í hvívetna“ (s. 303). Dómur Kristins er
vissulega harður en hvers vegna ætti hann ekki að vera það? Vopn guðanna er
verulega illa heppnað leikverk sem var sýnd mikil virðing til þess að púkka
undir þjóðskáldið. Að sögn Friðriks Olgeirssonar var þetta fjölmennasta og
íburðarmesta sýning sem Leikfélagið hafði sett á fjalirnar. Sýningin var mis-
heppnuð og mér er ekki kunnugt um að verkið hafi verið sýnt aftur, enda er
það „…furðulega ódramatískt“ að sögn Árna Ibsen.5 Þorsteinn M. Jónsson,
útgefandi Davíðs, gaf verkið út á bók og það var eina bók Davíðs sem hann
tapaði á. Ef til vill mætti spyrja: Hvaða annarlegar skoðanir réðu því að Vopn
guðanna varð jólaverkefni Leikfélags Reykjavíkur og íburðarmesta sýning
félagsins fram að þeim tíma? Þannig spyr Friðrik þó að sjálfsögðu ekki. Í hans
orðræðu er það bara eðlilegt en öll andstaða óeðlileg og líklega tengd annarleg-
um og persónulegum hvötum.
Merkilegust í þessu er ef til vill staðhæfingin um að Davíð hafi verið ýtt út í
kuldann. Hann var dáð þjóðskáld, ríkisstjórn og þing vildu allt fyrir hann gera,
allar menningarstofnanir í landinu hringsnerust um hann eins og hjól í spuna-
rokk svo vísað sé í kvæði hans sjálfs.6 Á hverjum fjölmiðli í landinu voru lof-
gerðarmenn tilbúnir með blekið til þess að skrifa um hvert orð sem hann lét frá
sér fara. Af einhverjum ástæðum kýs Friðrik samt að segja sögu Davíðs þann-
ig að hann hafi verið hvort tveggja í senn: lofað og dáð þjóðskáld og höfundur
sem átti afar bágt af því að honum var ýtt út í kuldann.
Umfjöllun Friðriks um Kristin E. Andrésson er alls ekki fyrirferðarmikil í
bókinni en hún er gerð að umtalsefni hér af því að hún er nokkuð skýrt dæmi
um sýn bókarinnar á bókmenntaumhverfi þessara ára. Þar hefur loku kalda
stríðsins ekki verið þokað frá.
Annað dæmi um það hvernig Friðrik ræðir andstöðu við Davíð er frásögn
hans af ritdómi Arnórs Sigurjónssonar um skáldsöguna Sólon Islandus sem
kom út sama ár og Halldór Laxness gaf út skáldsöguna Fegurð himinsins.
Arnór var sá eini, skrifar Friðrik, „… sem þóttist finna meinbugi …“ á sögu
Davíðs. Síðan hefur hann eftir Arnóri að sögu Davíðs verði: „… fagnað og