Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 122
122 TMM 2008 · 4
B ó k m e n n t i r
hrósað og gleymt.“ Arnór er með öðrum orðum eini ritdómarinn sem hafði
rétt fyrir sér um Sólon Islandus, að minnsta kosti að þessu leyti, – en það kýs
Friðrik að ræða ekki. Það er að einhverju leyti vegna þess að það er ekki mark-
mið bókarinnar Snert hörpu mína að endurmeta sögu og skáldskap Davíðs
Stefánssonar. Ævisagan leitast frekar við að verja ríkjandi mat kaldastríðs-
áranna á Davíð og skáldskap hans. Davíð var framar öðrum það skáld sem
hægri vængurinn blessaði og hóf til mikillar frægðar. Hann var réttur maður
á réttum tíma, og ljóð hans tengjast að auki hræringum sem áttu sér stað á
sama tíma annars staðar á Norðurlöndum: nýrri lífsnautnastefnu og andúð á
kynferðislegum og tilfinningalegum hömlum kirkju og ríkjandi siðgæðis.
Þetta var uppreisn sem hefði getað rist djúpt en náði sjaldnast nema til yfir-
borðsins. Um leið rakst hún harkalega á hugmyndafræði þeirra, ekki síst á
vinstri vængnum, sem kröfðust aga og ábyrgðar.
Áhugaverð ævisaga hefði ef til vill leitast við að svara því hvers vegna hægri
menn gerðu Davíð að þjóðskáldi sínu og hvað það gerði honum sem skáldi.
Vissulega var tímabært að skrifa nýja ævisögu Davíðs Stefánssonar og
gaman hefði verið að hafa á henni meira nýjabrum en raun ber vitni. Margir
hafa áður skrifað um Davíð og sagt frá honum í viðtölum og greinum, ekki síst
eftir að hann hafði fengið ótvíræða stöðu þjóðskálds. Hugsanagangur úr
bókum, greinum og viðtölum frá því fyrir 1970 flæðir ótruflaður inn í þessa
ævisögu. Persónudýrkun og vænisýki kaldastríðsáranna njóta sín víða í bók-
inni en lítið sést af nútímalegum viðhorfum til bókmennta og bókmennta-
fræði.
Það er skemmst frá að segja að Hin himinborna dís virðist ekki hafa snert
hörpu Friðriks G. Olgeirssonar. Honum hefur ekki tekist að bjarga hinu
áhugaverða og snjalla skáldi, Davíð Stefánssyni, frá einfeldningslegri orðræðu
kaldastríðsáranna.
Tilvísanir
1 Sigríður Albertsdóttir 1996. „Ég verð konungur djöflanna“: ást og óhugnaður í
ljóðum Davíðs Stefánssonar. 1996. Skírnir, 170. ár, haust, bls. 303-323
2 Íslensk bókmenntasaga IV. Ritstjóri: Guðmundur Andri Thorsson. Mál og menn-
ing 2006. Sjá bls. 136-153.
3 Orgland, Ivar. Stefán frá Hvítadal I. Maðurinn og skáldið. Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs. Reykjavík 1962.
4 Skáldið frá Fagraskógi. 1965. Endurminningar samferðamanna um Davíð Stef-
ánsson. Kvöldvökuútgáfan Reykjavík.
5 Íslensk bókmenntasaga V. Ritstjóri: Guðmundur Andri Thorsson. Mál og menn-
ing 2006. Bls. 204.
6 „Sálin hans Jóns míns“, bls. 113. Í byggðum. 1933. Þorsteinn M. Jónsson. Akur-
eyri.