Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 123
TMM 2008 · 4 123
B ó k m e n n t i r
Ármann Jakobsson
Flókin saga norrænnar heiðni
Ingunn Ásdísardóttir: Frigg og Freyja: Kvenleg goðmögn í heiðnum sið. Íslensk menn-
ing, Ritröð ReykjavíkurAkademíunnar og Hins íslenska bókmenntafélags 4. Reykjavík
2007.
Oft er vanþakklátt starf að kenna menntaskólanemum íslenskar bókmenntir
fyrri alda en alls ekki þegar umfjöllunarefnið er Snorra-Edda og hin norrænu
goð. Það er varla nokkur maður sem engan áhuga fær á þessu efni og kenn-
arinn þarf lítið að leggja á sig til þess. Þess vegna sætir nokkurri furðu hversu
fáir íslenskir vísindamenn eru við störf á þessu sviði og hversu lítið er ritað um
norræna goðafræði af Íslendingum og á íslensku. Er stórátak á þessu sviði ekki
tímabært núna?
Af þeirri sök einni er mikill fengur að bók Ingunnar Ásdísardóttur um Frigg
og Freyju sem kom út í hinni fallega bláu ritröð ReykjavíkurAkademíunnar og
Hins íslenska bókmenntafélags, Íslenskri menningu, á seinasta ári. Hún bætir
úr brýnni þörf fyrir vönduð íslensk rit um norrænu goðin. Ég man ekki eftir
jafn ítarlegri úttekt á sögu tveggja goða á íslensku.
Ingunn glímir í riti sínu við sígilda spurningu sem eflaust hefur kviknað hjá
mörgum lesanda Snorra-Eddu en það er hvort Frigg og Freyja séu upphaflega
ein og sama gyðjan. Ekki veldur þar minnstu um að þær eiga eiginmenn sem
eru nánast samnefndir, Óðin og Óð. Freyja er þar að auki í allmiklu samstarfi
við Óðin um valkyrjur og vígaferli. Enn fremur er þeim báðum eignaður
fuglshamur og vel má ímynda sér orðsifjaleg tengsl milli nafnanna, í ljósi þess
að norrænt gg getur verið ættað úr germönsku jj. Hér eru ágæt rök komin fyrir
þá sem vilja sameina þessar ágætu gyðjur, svona rétt áður en sameiningarfar-
aldurinn í íslensku samfélagi er á enda runninn.
Ingunn bendir hins vegar á ýmis veigamikil mótrök gegn hugmyndinni í
bók sinni: aðskilnað gyðjanna í fjölmörgum heimildum, ólík hlutverk þeirra
og umtalsverðan mun á lýsingu þeirra. Skýrt kemur fram í umfjöllun hennar
hversu miklu rýmra hlutverk Freyju er og staða hennar í senn margbrotnari og
flóknari en Friggjar — og vitaskuld áhugaverðari núna á svokallaðri jafn-
réttisöld. Frigg er dæmigerð eiginkona og móðir, Freyja er á hinn bóginn all-
sjálfstæð ástargyðja og gegnir þó ýmsum fleiri hlutverkum. Átrúnaður á hana
virðist ekki fylgja öðrum karlkyns goðverum sérstaklega og henni tengjast
bæði lifandi og dauðir gripir.
Niðurstaða Ingunnar verður því sú að ekki séu nægar forsendur til að gera
ráð fyrir einni gyðju sem hafi síðan klofnað í Frigg og Freyju. Engar beinar
heimildir eru til fyrir slíkri goðveru og rökin fyrir slíkri gyðju verða flest síður
álitleg við nánari skoðun.
Þó að ritið væri ekki annað en umfjöllun um gyðjurnar tvær væri það