Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 131
TMM 2008 · 4 131
B ó k m e n n t i r
hún sver sig í ætt við fyrri verk höfundar og er þar af leiðandi mörkuð smá-
sagnaforminu, sem Ágúst Borgþór hefur einkum fengist við til þessa. Í fyrri
verkum hefur hann leitast við að bregða upp myndum af einföldum hvunndeg-
inum, en þegar litið er undir yfirborðið kemur „homminn úr skápnum“.
Tímavillt er öðruvísi í formi og stíl. Hún skiptist í fimm kafla: Búðin, Bóka-
safnið, Ástin, Fallið og Vegurinn og rekur nokkurn veginn sögu Áróru frá
gleðisnauðri æsku, gleðisnauðu fullorðins lífi með uppbroti í formi ástaræv-
intýrsins og til loka þess og úrvinnslu þess alls. Bókin telur 108 síður og er ekki
leitast við að stútfylla hverja einustu þeirra af texta. Textinn er ljóðrænn og
minnir um margt á prósaljóð og sver sig þannig í ætt við fyrri skáldsögu
Berglindar, Flugfisk (1992).
Aðalumfjöllunarefni Hliðarspors er, líkt og titillinn ýjar að, framhjáhald, lík-
amlegt og andlegt. En þar sem afleiðingu er að finna er einnig orsök. Og án
þess að borið sé í bætifláka fyrir hliðarspor karlmanna í sögunni þá lenda þeir
báðir í þeim aðstæðum að uppgötva að dagar lífs þeirra hafa lit sínum glatað.
Afleiðingin er grái fiðringurinn. Á upptökum fiðrings þeirra tveggja er þó
stigsmunur.
Daníel dreymdi um afrek á andlega sviðinu. Hann umgengst áþekkt þenkj-
andi fólk, þar á meðal rithöfundarefnið Árna, og kona hans var kandídat í
næstu Auði Laxness. Draumar þessir rættust ekki og nú lifir hann í heimi
sólpalla, matarboða og glæpasagna. Hann lifir á yfirborðinu, í efninu, að
honum finnst. Engu að síður er hann kynferðislega vanræktur af konu sinni,
Valgerði, sem hefur tögl og hagldir í þeirra sambandi. Afleiðing: hann leitar
þeirrar fullnægju hjá vændiskonu.
Árna dreymdi um afrek á andlega sviðinu; hann vildi verða rithöfundur og
tókst það. Hann komst til metorða og gat lifað sómasamlegu lífi á ritstörfum
sínum, laus undan hefðbundnu brauðstriti. Nú má hann muna sinn fífil fegri í
efnislegum skilningi og þjáist að auki af ritstíflu. Kona hans, Tinna, lætur
hann vita af því að efnisleg afkoma þeirra sé ekki til fyrirmyndar. Honum
finnst hart að fá ekki stuðning hennar. Afleiðing: hann leitar þess andlega
stuðnings og aðdáunar (fullnægju) hjá Elínu.
Annar heldur framhjá líkamlega, hinn andlega, þótt ýmsir vildu meina að
hliðarspor Árna sé ekki framhjáhald vegna skorts á vessaskiptum. Má segja að
bókin spyrji þeirrar spurningar (ásamt fleiri spurninga) hvað framhjáhald feli
í sér; verður líkamlegt samneyti að hafa átt sér stað, er hægt að halda framhjá
í huganum, o.s.frv.?
Hvað Áróru varðar er kannski ekki hægt að tala um að dagar lífs hennar hafi
lit sínum glatað þar sem líf hennar hefur alla tíð verið litlaust og vanafast. Samt
er hún uppfull af eftirsjá. Sú eftirsjá markast þó einkum af því „sem hún hefur
látið vera að lifa“ (32) og kallast þannig á við Daníel. Og þar sem hvunndag-
urinn er tíðindalítill og grár flýr hún á vit bóka, aðallega bóka sem innihalda
„sterkar tilfinningar“ (33) og meiri dramatík en líf hennar hefur upp á að
bjóða. „Líf hennar fullnægir henni ekki lengur.“ (33)