Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 132
132 TMM 2008 · 4
B ó k m e n n t i r
Elín er hálfgerð mannleysa: hvorki gengur né rekur með námið, henni helst
afar illa á peningum. Hún er komin í hálfgert öngstræti með líf sitt sem ein-
kennist af rótleysi. Hún sér fyrir sér að þetta allt geti breyst ef henni tekst að
veiða Árna í net sín. Í kjölfarið myndu þau búa í timburhúsi í Þingholtsstræti
þar sem hann skrifar og hún færir honum kaffi og hann henni morgunmat
(116). Það er hennar draumsýn. En það reynist ekki auðvelt að landa Árna.
Hvað alla þessa karaktera varðar eru orðin grár hvunndagur lykilorð þar
sem allt er bundið í viðjur vanans og efnisins. Að vísu er Árni af aðeins öðru
sauðahúsi. Það er frekar að honum sé kippt niður úr fílabeinsturni sínum í
gegnum rýrnandi efnislega afkomu. Hans vandamál er því hið skyndilega
raunveruleikasjokk. Þótt hann skrifi raunsæislegar skáldsögur lætur honum
betur að skrifa þær en lifa sjálfur í raunveruleikanum. Elín og vændiskonan
gegna því nokkurs konar uppbrotshlutverki bæði fyrir Árna og Daníel. Það er
að segja hlutverki fantasíu. Og eins og raunin er með fantasíu þá virka þær
betur er raunveruleikanum sleppir. Árna lætur til dæmis betur að vera með
Elínu í huganum, skoðandi tölvubréf hennar og myndir af henni; honum lætur
betur að vera með henni í anda, enda rithöfundur. Og Daníel er næstum búinn
að missa hann „niður“ hjá vændiskonunni þegar hann tekur upp á því að skoða
innbú hennar; það er of raunverulegt.
Draumsýn Elínar stangast auðvitað einnig á við veruleikann; Árni hefur
ekki í hyggju að yfirgefa fjölskyldu sína, þótt hann sé vissulega hrifinn af Elínu.
Hún er þó, ólíkt þeim báðum, tilbúin til að stökkva út í óvissuna, enda eru lífs-
blöð hennar ekki eins útfyllt. Hún hefur engu að tapa. Áróra er undir svipaða
sök seld og Elín; hún er tilbúin að breyta gangi lífs síns, sem hún og gerir, til að
sjá eftir einhverju sem hún hefur gert í stað þess sem hún hefur látið vera að
gera. Hún gengur meira að segja gegn almenningsálitinu sem skilur ekki ást
hennar og unga elskhugans af því hún er öðruvísi en gengur og gerist. Ást-
arsamband þeirra er þó ekki gert til að endast og smátt og smátt byrja að renna
á hana tvær grímur. „En nú rann víma ástarinnar af henni hægt og miskunn-
arlaust og með henni upphafning alls sem hún hafði rúmað.“(82) Áróru er
kippt til jarðarinnar af áfengissýki elskhugans sem virðist meta hinn görótta
mjöð meir en ást þeirra.
Samantekið höfum við tvo karlmenn þar sem lífið hefur ekki staðið undir
væntingum. Því leitar annar þeirra sér líkamlegrar fullnægju eða fantasíu (því
vændiskaup eru auðvitað nokkurs konar fantasía) og hinn andlegrar. Svo
höfum við tvær konur sem eru ekki sáttar við það mót sem líf þeirra er í og vilja
sprengja það af sér og skapa sér nýja framtíð. Karlarnir virðast aftur á móti
ekki vera á þeim buxunum að bæta nokkrum dramatískum köflum við ævi-
söguna, þótt þeir nái ekki að lifa sína draumsýn. Brostnir draumar eru því
undirrótin hjá þeim en óuppfylltir hjá konunum.
Umhverfi sagnanna er Reykjavík nútímans en mikið er um afturlit og vísað
til þess tíma sem var og breytinga sem borgin hefur gengið í gegnum. Það er
reyndar ekki laust við að nostalgía ráði tón sagnanna, enda kallast fortíðarlitin