Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 136
136 TMM 2008 · 4
L e i k l i s t
ur í hlutverki lafði Macbeth og Pattra Sriyanonge sem lafði Duncan. Mér varð
enn hugsað aftur í tímann, nú til sýningar Stevens Berkoffs á Salome eftir
Oscar Wilde sem ég sá í Dublin fyrir um tuttugu árum. Sú var svört og hvít og
öll uppsetningin skírskotaði beint til myndasagna.
Þessari sýningu var bölvanlega tekið af leikhúsgagnrýnendum en betur af
markhópnum sem var ungt fólk. Mér fannst sýningin hafa margt við sig og tek
ekki undir stærstu orðin gegn henni, en held að aðalskyssan hafi verið að
aðstandendur skyldu bæði stjórna og leika. Það lukkast ekki alltaf.
Ólafur Haukur Símonarson átti líka tvær …
sýningar á fjölunum í haust, eins og Þórdís Elva: Janis 27 í Íslensku óperunni
og Fólkið í blokkinni. Því miður sá ég ekki Ilmi Kristjánsdóttur og Bryndísi
Ásmundsdóttur túlka Janis Joplin, en Fólkið sá ég, leikrit með söngvum í
Borgarleikhúsinu undir stjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. Umsjón með tón-
listinni var í höndum Jóns Ólafssonar.
Unnur Ösp fékk þá hugmynd, væntanlega til að lyfta fremur fyrirsjáanlegu
verki, að koma áhorfendapöllum fyrir á sjálfu hringsviðinu og láta leika í
kringum það. Sviðinu var sem sagt ekki snúið í hringi til að sýna okkur hinar
ýmsu vistarverur persónanna heldur var okkur áhorfendum snúið eftir því
hvar verið var að leika. Þetta kom vel út. Og margt í viðamikilli sviðsmynd
Vytautas Narbutas var skemmtilegt, íbúð fjölskyldunnar með baði og öllu til-
heyrandi, kompan í kjallaranum sem verður griðastaður útigangskonunnar
(Margrét Helga Jóhannsdóttir), hjólageymslan og leikvöllurinn með rólunum.
„Ég trúi á fólk sem finnur til,“ syngur Ólafur Haukur á plötu sinni Kvöld-
fréttum sem að öðru leyti er sungin af Olgu Guðrúnu Árnadóttur. (Þess má
geta innan sviga að sú dýrlega hljómplata hefur verið gefin út á geisladiski og
er alveg eins fersk og heillandi og fyrir þrjátíu árum.) Þessar línur sem höfund-
urinn syngur komu í hugann undir sýningunni á Fólkinu í blokkinni; það fólk
er ekki beint gæfulegt en höfundinum þykir fjarskalega vænt um það samt.
Fólkið í blokkinni ætlar að setja upp söngleik um sig sjálft undir stjórn
Tryggva (Jóhann Sigurðsson) sem einu sinni var í vinsælli hljómsveit. Nú selur
hann líftryggingar og huggar sig einum of oft við flöskuna. Hann er vel kvænt-
ur spákonunni Sollu (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) og á með henni unglingana
Söru (Sara Marti Guðmundsdóttir) og Óla (Hallgrímur Ólafsson) sem er ekki
alveg eins og fólk flest. Hallgrímur er býsna minnisstæður sem holgóma skrif-
stofumaðurinn í Fló á skinni fyrir norðan í fyrravetur og hann fer vel með Óla,
þótt persónan sjálf sé kunnugleg. Sara á kærastann Hannes (Guðjón Davíð
Karlsson) og er brösótt samband þeirra einn af meginþráðum. Fátt kemur á
óvart þar. Aukapersónur lífga mikið upp á sýninguna; Halldóra Geirharðs-
dóttir er dásamleg í hlutverki pólsku nuddkonunnar Valerí og Jóhannes Hauk-
ur Jóhannesson verulega fínn í hlutverki fúla dyravarðarins.
Það kemur á óvart að Ólafur Haukur skuli ekki nota fleiri lög af vinsælli
hljómplötu með þessu sama nafni sem eflaust hefur laðað marga að sýning-