Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 138
138 TMM 2008 · 4
L e i k l i s t
rátt gerir maður kröfu til raunsæis í umgjörðinni. En sýningunni hefur verið
vel tekið eins og verk Jökuls á skilið.
Höfundar efnis
Ágúst Borgþór Sverrisson, f. 1962. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Hliðarspor
(2007).
Ármann Jakobsson, f. 1970. Lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ.
Ása Helga Hjörleifsdóttir, f. 1984. Bókmenntafræðingur við framhaldsnám í kvik-
myndagerð í New York.
Ásgeir H. Ingólfsson, f. 1976. Bókmenntafræðingur, blaðamaður og bóksali.
Bjarni Bjarnason, f. 1965. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Bernharður Núll (2007).
Björn Þór Vilhjálmsson, f. 1973. Bókmenntafræðingur og kennari í ísl. bókmenntum
við University College í London.
Böðvar Guðmundsson. f. 1939. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Sögur úr Síðunni
(2007).
Einar Már Jónsson, f. 1942. Sagnfræðingur. Nýjasta bók hans er Maí 68: frásögn
(2008).
Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Prófessor við HÍ.
Davíð A. Stefánsson, f. 1973. Bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Tvískinna er nýjasta
bók hans, en þar fjallar hann um ljóð, auglýsingar og neyslumenningu á nýstár-
legan hátt.
Guðmundur Andri Thorsson, f. 1957. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Segðu
mömmu að mér líði vel (2008).
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, f. 1968. Lektor í bókmenntafræði við HÍ.
Hrafn Andrés Harðarson, f. 1948. Bæjarbókavörður í Kópavogi og skáld. Nýjasta bók
hans er Vermsl (2008).
Kolbeinn Soffíuson, f. 1985. Sagnfræðinemi í Berlín
Kristín Stella L’orange, f. 1976. Bókmenntafræðingur.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Dósent í íslensku við KHÍ.
Lena Ríkharðsdóttir Bergmann, f. 1935 í Rússlandi. Hún lauk námi í rússneskum
fræðum frá Moskvuháskóla árið 1958. Flutti til Íslands árið 1963, lauk námi í líf-
eindafræði við Tækniskólann árið 1970. Samdi ásamt manni sínum Árna Berg-
mann bókina Blátt og rautt og þýddi Hávamál á rússnesku.
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, f. 1975. Bókmenntafræðingur.
Ólafur Stephensen, f. 1936. Markaðsráðgjafi og músíkant.
Sigurlín Bjarney Gísladóttir, f. 1975. Skáld. Nýjasta bók hennar er Fjallvegir í Reykja-
vík (2007).
Snærós Sindradóttir, f. 1991. Skáld og menntskælingur við Hamrahlíð.
Sverrir Norland, f. 1986. Ljóða-, tóna-, sagna-, og laganemi.
Valgarður Egilsson, f. 1940. Læknir og skáld. Nýjasta bók hans er Á mörkum (2007).
Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 1930. Skáld.
Þorleifur Hauksson, f. 1941. Fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna og handhafi
viðurkenningar Hagþenkis fyrir úrgáfu sína á Sverris sögu (2007).
Þröstur Haraldsson, f. 1950. Ritstýrir Bændablaðinu og syngur 2. bassa í Dómkórn-
um.