Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 2

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 2
2 Jólablað Morgunblaðsins Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Guðný Hrönn gudny- hronn@mbl.is Kolbrún Pálín Helgadóttir kolbrun@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg V R hitti naglann á höfuðið fyrir nokkrum árum í auglýsingum sínum um hvíldartíma starfsfólks í desmber. Fólkið í auglýsingunum sofnaði ofan í súpuna á aðfangadag og var andlega fjarverandi í vinnunni eins og gerist þegar fólk ofkeyrir sig. Allt var þetta sett upp á kómískan hátt eins og þetta væri gamanmál – sem það var og er ekki. Stundum þarf þó að nota húmorinn til að ná í gegn því húmor er eitt beittasta vopnið. Fyrrnefndar auglýsingar hittu mig í hjartastað því þær voru eins og skyggnilýsing á mínu „fyrra“ lífi. Ég man nefnilega varla eftir mér öðruvísi en vinnandi frá mér allt vit í desember. Peninga- græðgin stýrði þessu náttúrlega á yngri árum þegar beðið var í of- væni eftir að klára jólaprófin til þess að komast í að afgreiða fólk sem var að jólastressa yfir sig. Seinna vann ég í tískuvöruverslun og náði stuð ársins þar hámarki í desember – sérstaklega á Þorláks- messu. Það var alger veisla að bjarga jólum villuráfandi eiginmanna sem vissu ekki hvort þeir voru að koma eða fara. Þegar ég í sakleysi mínu spurði mennina hvernig konan í lífi þeirra liti út og hvaða smekk hún hefði fékk ég undantekningalaust þau svör að konan væri svipuð mér – nema svo bættu þeir við að konan væri með stærri eða minni brjóst. Í tæplega tvo áratugi hef ég unnið í fjöl- miðlum og það slokknar náttúrlega ekkert á þeim þótt það komi jól. Sem gerði það að verkum að ég var yfirleitt meðvitundarlaus á sjálf- um jólunum og algerlega eins og goslaust appelsín. Eftir að móðurhlutverkið bættist við önnur störf breyttist margt. Þá blossaði upp sú þrá að „allt“ væri fullkomið. Flottustu börn í heimi máttu náttúrlega ekki líða neinn skort og það sem ég áttaði mig ekki á þarna (á sokkabandsárum móðurhlutverksins) var að þessi fullkomnunarárátta er lífshættuleg og tilgangslaus ef út í það er farið. Streita er samspil ýmissa þátta eins og taugakerfis, heila og hormónakerfis líkamans. Streita hefur því áhrif á viðbrögð, lífefna- legt jafnvægi og mannleg samskipti. Streita getur líka valdið sjúk- dómum eins og þunglyndi og verið vond fyrir kransæðakerfið. Það að keyra sig út til þess að hlutirnir líti út á ákveðinn hátt er galið og það kemur alls ekkert gott út úr því. Það má líka velta fyrir sér hvaða maður vill eiga úttaugaða og hundleiðinlega konu sem er buguð af jólastressi og fullkomnunaráráttu. Körlum er nefnilega yfirleitt slétt sama um jólaskreytingar og almennt jólastuð. Sem betur fer horfir allt til betri vegar. Aldurinn er að færast yfir og þessi móðir veit, því hún er alveg að verða 40 ára, að sumt er bara ekki hægt að mastera meðfram fullri vinnu. Þess vegna hefur skylduverkefnum fækkað, sem hefur aukið lífshamingjuna um alla- vega nokkur prósent. Eitt dæmi. Ég var ein af þeim sem sendu alltaf jólakort. Þetta byrjaði sem krúttlegur jólasiður en eftir að tengslanetið varð eins og seðlaveski Donalds Trump varð þetta eins og snjóbolti sem byrj- ar að rúlla. Eins og með flest í lífinu voru jólakortin masteruð og ekki var boðið upp á lágkúruleg kort með stöðluðum texta heldur fékk hver og einn handskrifaða snilld frá þessari fullkomnu (og bug- uðu) húsmóður. Eins skemmtilegt og það er að fá sniðug jólakort var þessi jólakortasiður minn mun meira streituvaldandi en hitt. Eins þrjósk og ég er var þessum sið ekkert hætt fyrr en þetta var orðið svo dýrt að heimilisbókhaldið leyfði það ekki lengur. Af fjár- hagslegum ástæðum kvaddi ég jólakortin – alls ekki vegna streitu eða bugunar. Og það kom verulega á óvart hvað þessi siður hafði tekið mikinn tíma og mikinn toll. Skyndilega hafði ég miklu meiri tíma í desember og gat því gert eitthvað upp- byggilegt með mínum uppáhalds. Það eru samt ákveðin vonbrigði að ég skyldi ekki fá símtöl frá grátandi vinum sem voru miður sín yfir jólakorta- leysinu. Ef við gefum okkur það að við fáum góð 70 ár á lífi, ef við erum heppin, er al- veg glórulaust að lifa einn mánuð á ári með hjartað í buxunum af stressi og vanlíðan yfir því að vera ekki að gera hlutina rétt. Fólk með fulla greind getur ekki boðið sjálfu sér upp á það. Marta María Jónasdóttir ❄ Stór- hættuleg hátíðahöld 6 Sigríður Hagalín Björns- dóttir segist vera jólafasisti. 14 Þórkatla Aðalsteins- dóttir sálfræðingur segir að fólk eigi ekki að láta meðvirkni stýra jólahaldi. 40 Smákökubakstur er full- komin leið til að búa til notalega stemmningu með börnunum. 60 Sara Lind Þórðardóttir veit hversu sársaukafullt er að missa maka sinn og hvaða áhrif missirinn hefur á jólahald. 76 Gleðilegan jólaglamúr! 104 Þórdís Harpa Lárusdóttir sparar ekki jólaskrautið. 106 Þórunn Högnadóttir er ókrýnd heimilisdrottning. Hún er alltaf með nýtt þema á hverju ári. 26 Bjór er ekki bara til að hella í sig. Úr honum má líka mat- reiða girnilega jólarétti. 94 Sara Sjöfn Grettisdóttir býr til nýjar jólahefðir með fjölskyldunni. 116 Edda Jónsdóttir fer yfir sam- band okkar við peninga. 126 Ekki einangrast félagslega í desember! 108 Allt sem þú þarft að vita um heitustu jólagjafirnar. 80 Karitas Sveinsdóttir er mínimalískt jólabarn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.