Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 4
H vítu handrenndu jólatrén frá Postulínu prýða heimili margra fagurkera, en þau voru fyrst framleidd árið 2012. Í ár eru trén fyrst fáanleg í svörtu, en um sérverkefni fyrir NORR11 er að ræða. Svörtu trén koma í nokkrum stærðum og eru ýmist með mattri áferð eða háglans. Hvert og eitt jólatré er einstakt að sögn Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs. „Það eru engin tvö tré eins enda er þetta allt handrennt.“ Þess má geta að svörtu trén verða eingöngu fáanleg í NORR11 á Hverfisgötu. Í tilefni svörtu línunnar verður fögnuður í versluninni í dag, 1. desember. Nýtt Hvítu klassísku trén verða áfram fáanleg á vinnustofu Postulínu í Mávahlíð 16. Útkoma sam- starfs NORR11 og Postulínu er þessi svörtu tré. Guðbjörg Káradóttir Postulína og NORR11 í eina sæng Uppáhaldsjólalag? „Ég er algjört klisju „eighties“-barn og elska „Last Christmas“ með Wham!“ Hvað gerir þú til að ná slökun í kringum jólin? „Ég reyni að ýta allri vinnu frá og að hitta sem mest af fjölskyldu og vinum og bara njóta þess að vera með þeim og skemmta okkur saman.“ Ertu búin að finna jóladressið? „Nei, ég er nú yfirleitt ekkert mikið að stressa mig á því að kaupa eitthvað nýtt, ég á alveg margt fallegt nú þegar til að vera í og finn yfirleitt bara ein- hverja góða samsetningu svona korter í jól. En aldrei að vita nema ég finni eitthvað nýtt fyrir þessi jól. Mig langar mjög mikið núna í eina silkiskyrtu frá Milla Snorrason.“ Fallegasta jólaskraut sem þú átt: „Ég var reyndar að fá mjög fallegan jólakertastjaka frá systur minni hannaðan af Finnsdóttur. Hann er ekki kominn í notkun ennþá, en ég hlakka til að stilla honum upp þegar mér finnst vera orð- ið nógu jólalegt. Annars skreyti ég venjulega ekki mikið, en ég er mikið fyrir kósí stemningu, seríur, kertaljós og svo finnst mér líka að verði að vera eitt alvörujólatré. Eða a.m.k. greni- greinar, til þess að fá lyktina.“ Hvenær og hvar kaupir þú jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu? „Ég byrja mjög oft með ein- hverjar háleitar hugmyndir um að búa bara til allar jólagjafirnar, hafa þær persónulegar, skemmtilegar og hagstæðar. En sannleikurinn er sá að ég lendi oftast í því að vinna mikið al- veg fram að jólum og hef því engan tíma í svona auka dútl og enda með að kaupa gjaf- irnar allar á Þorláksmessu. En í fyrra var það bara PyroPet-hreindýrið á línuna. Einfalt og allir voða sáttir!“ Besti hátíðarmatur sem þú færð: „Ég er venjulega ekki mikil kjötæta, en síðustu jól hef ég fengið dýrindis hreindýralund hjá mömmu og pabba á jólunum, með rauðvínslagaðri sósu, brúnuðum kartöflum, waldorf-salati og rauð- káli. Mig dreymir um það stundum, það er svo gott! Svo býr kærastinn minn líka til æðislega gott „mushroom wellington“.“ Uppáhaldsjólamynd: „A Charlie Brown Christmas – ég átti þessa mynd á spólu þegar ég var lítil. Hún vekur alltaf upp mikla jóla- nostalgíu. Og svo er tónlistin í henni líka frá- bær, djasstónlist samin af Vince Guaraldi. Allir krakkarnir í bænum eru að setja upp jólaleikrit og allir í mega jólafíling, nema Charlie Brown. Hann er hrikalega þunglynd- ur því hann skilur ekki tilganginn með þessu öllu saman og finnst jólin bara ein allsherjar inn- antóm markaðs- setning.“ Er eitthvað ákveðið á jólagjafalistanum? „Ég veit aldrei í hvað mig langar í jólagjöf. Mér finnst þetta fal- legur siður að velja gjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um og finnst því skemmtileg- ast að láta koma mér á óvart. Falleg hönn- un gleður mig alltaf mjög mikið, hvort sem það er fatn- aður, skart eða eitt- hvað fyrir heim- ilið.“ Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég og kærastinn gáfum hvort öðru ferð til Ástralíu í fyrra til að geta varið jólunum með litlu systur minni sem bjó þar með manninum sínum. Það var alveg ógleymanleg ferð og mjög skemmtilegt að upplifa jól um há- sumar í 40 stiga hita!“ Jólasmákaka eða konfekt; hvað er í eftirlæti? „Uppáhaldssmákakan mín er sú sem er nýbökuð, volg úr ofninum. Hvaða tegund sem er.“ Jólafagurkerinn „Uppáhaldssmá- kakan mín er sú sem er nýbökuð“ Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er jólabarn og hlakkar til að njóta hátíðarinnar með vinum og fjölskyldu. Hún var spurð spjörunum úr um jólahefðir og annað sem tengist jólunum og í ljós kom að grenigreinar og volgar smákökur eru henni ómissandi um jólin. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Morgunblaðið/Golli Þórunni langar í silkiskyrtu frá Milla Snorrason. „Svo finnst mér líka að verði að vera eitt alvörujólatré.“ Öll 80s-börn ættu að kannast við hljómsveit- ina Wham! Þórunn Árna- dóttir vöru- hönnuður. A Charlie Brown Christmas er í sérstöku uppáhaldi hjá Þórunni. Hönnun Þórunnar. ❄ Þessi kertastjaki prýðir heimili Þórunnar. 4 Jólablað Morgunblaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.