Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 10

Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 10
10 Jólablað Morgunblaðsins Hvað kemur þér í jólaskap? „Myrkrið kemur mér í jólaskap. Æ styttri dagur er áminning um að jólin nálgast og þegar ég fer að sjá ljós í trjám borgarinnar birtir til í sálinni. Mér finnst líka jólalögin meiriháttar,“ segir hún. Þegar Inga Lind er spurð út í jólahefðir sínar segir hún að þær séu svip- aðar ár eftir. „Við bökum alltaf súkkulaðibitakökur og piparkökur og þá helst í félags- skap góðra vina. Árni sker út nýjan spörfugl á hverju ári og við setjum neg- ul í klementínur. Hrafnhildur gerir aðventukrans og Matthildur prjónar mikið í desember, í ár verða það hreindýrapeysur á hundana. Haukur skreytir alltaf jólatréð og Jóhanna fer snemma að sofa af því að jólasvein- arnir koma enn heim til okkar. Arnhildur býr til piparkökuhús sem er ótrú- lega flott eftirlíking af húsinu okkar. Svo fáum við möndlugraut hjá tengda- mömmu,“ segir hún. Jólaundirbúningur á heimili Ingu Lindar og Árna Haukssonar, eigin- manns hennar, byrjar þegar börnin eru klár með jólagjafalistana sína. „Þá veit ég að ég þarf að fara að spýta í lófana.“ Jólamaturinn er stór hluti af jólunum. Inga Lind segist alveg hætt að prófa eitthvað nýtt. „Ég ætla aldrei aftur að prófa eitthvað nýtt. Einu sinni eldaði ég akur- hænur á aðfangadag og það er enn verið að kvarta. Og gera grín að mér. Þetta var fyrir tólf eða fimmtán árum. Við borðum bóg af svíni sem var einu sinni hamingjusamt, heimagert rauðkál og brúnaðar kartöflur. Byrjum oft- ast á humarsúpu og endum á einhverju sem við erum í stuði fyrir. Þessu skolum við niður með malti og appelsíni. Á jóladag er ég svo með hægeldað, tvíreykt hangilæri úr Reykhólasveit.“ Þegar Inga Lind er spurð að því hvað henni finnist best við jólin segir hún að það sé borða mikið, sofa mikið, lesa mikið og vera mikið með fólkinu sínu. Nú ertu með fullt hús af börnum – hvað gerir þú til þess að börnin njóti sín sem best á aðventunni? „Við gerum allt saman. Kveikjum á niðurtalningarkerti, höfum aðventu- krans og skreytum smávegis, bökum saman, kaupum jólagjafir, förum á jólatónleika og á skíði og njótum lífsins með vinum og vandamönnum.“ Hvað er ómissandi um jólin? „Lyktin af heimagerðu rauðkáli og hangikjöti, ný náttföt, jólatré, gömul jólalög, samvera og knús. Og kvikmyndin Love Actually.“ Áttu einhverja jólaminningu sem þú vilt deila með lesendum? „Ég er lítil og sit alveg kyrr á stól, en dingla samt fótunum ofurlítið, á meðan ég horfi á sérvaldar teiknimyndir sem eru í sjónvarpinu um miðjan aðfangadag og mamma greiðir hárið á mér á meðan. Dásamleg sælu- og til- hlökkunarminning sem gleymist sennilega aldrei.“ „Ég ætla aldrei aftur að prófa eitthvað nýtt“ Inga Lind Karlsdóttir, fjárfestir og eigandi fram- leiðslufyrirtækisins Skot, kemst í jólaskap um leið og börnin eru búin að setja saman jólagjafaóskalista. Marta María | martamaria@mbl.is Skammdegið kemur Ingu Lind í jólaskap. Morgunblaðið/Golli ❄ Í dag, 1. desember, verður blásið til heljarinnar veislu í Hönnunarmiðstöð Íslands og fyrsti glugginn í stórglæsilegu tveggja metra háu jóladagatali opnaður. Á hverjum degi fram að jólum verður svo nýr gluggi í dagatalinu opnaður en hver gluggi inni- heldur brakandi ferska vöru frá íslensk- um hönnuði. 23 hönnuðir taka þátt í verkefninu. Varan sem er í glugganum hverju sinni verður á tilboði þann dag í búð sem sett verður upp tímabundið í samstarfi við PopUpVerzlun í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar. Sú verslun verður einskonar forsmekkur af því sem koma skal í nýju húsnæði Hönnunarmiðstöðvar við Aðalstræti 2 því á nýju ári mun verða opnuð verslun með íslenskri hönn- un á neðri hæð hússins. Þetta er sannkölluð hönnunarveisla sem enginn fagurkeri má láta fram hjá sér fara. Jólagleðin í dag er frá 17.00 til 20.00. gudnyhronn@mbl.is Viðburður Getty images Íslenska hönnun í jólapakkann, já takk! Það verður mikið um að vera í Hönnunar- miðstöð Íslands í desember. Líklega stærsta jóladagatal Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.