Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 14
Flækju- burstinn örvar hár- svörðinn. F lækjuburstarnir frá Ikoo eru vandaðir og góðir fyrir mjög flókið og villt hár. Burstarnir eru handgerðir og hannaðir til að skapa vellíðan og auka blóð- flæði í höfðinu. Með því að nota burstann rétt má fá ansi gott höfuðnudd í leiðinni. Burstinn er ekki bara fyrir síðhærðar þokkadísir heldur líka fyrir herra. Jólagjöfin fyrir hárprúða Svona lítur flækjuburst- inn frá Ikoo út. 14 Jólablað Morgunblaðsins Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Sölutímabil 2. – 16. desember Casa – Kringlunni og Skeifunni Epal – Kringlunni, Skeifunni og Hörpu • Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri • Hverfisgallerí - Hverfisgötu 4 Kokka - Laugavegi • Kraum - www.kraum.is Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Litla jólabúðin - Laugavegi • Líf og list - Smáralind Módern - Faxafeni 10 • Snúran - Síðumúla • Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land • Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Blómastofan Glitbrá - Reykjanesbæ Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum • Valrós - Akureyri Netverslun – www.jolaoroi.is Pottaskefill J ólin eru í hugum okkar tími samveru, fjölskyldu- tengsla og hefða. Á þeim árstíma stöldrum við gjarnan við, tökum okkur hlé frá daglegu amstri og njótum þess að eiga fólk að, vera saman og undirstrika fyrir okkur sjálfum að við tilheyrum. Þetta hljómar vel, ekki satt? En auðvitað er lífið ekki svona einfalt, það koma tímabil þar sem áföll, átök og tog- streita lita samskiptin, á okkur leita jafnvel erfiðar minningar um önnur jól og þá er snúnara fyrir okkur að komast á þennan stað. Þó jólin séu að koma. Og kannski sérstaklega af því að jólin eru að koma. Því þá för- um við að setja kröfur, hafa vænt- ingar og erum viðkvæmari þess vegna en ella. Við jafnvel kvíðum að mæta í jólaboðin en mætum samt. Höldum í hefðirnar þó þær séu hættar að gefa okkur þann frið og öryggi sem þær kannski einhvern tíma sköpuðu í okkar huga. Stund- um lendum við í þeim pytti að búa til í huganum fallega mynd af því hvernig jólin eiga að vera þar sem allir eru góðir og glaðir, hátíðleiki og hlýja ríkir og ekkert fer úrskeiðis. Og jafnvel hömumst við að undirbúa þessa jóladaga til að sjá til þess að svo verði,“ segir Þórkatla. Hún legg- ur áherslu á að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér – ekki öðrum. „Við getum bara stýrt okkur sjálf- um og okkar eigin líðan. Höfum eng- in völd yfir öðrum og verið getur að það fólk, sem við höldum jólin með, hittum í boðunum, sé statt annars staðar í sínum huga. Svo hvað skal gera?“ Þórkatla segir að hver og einn verði að undirbúa jólin með sínar eigin þarfir í huga og sínar eigin að- stæður. „Horfum til þess að jólin eru þrír dagar og við ætlum að hafa þá ánægjulega og leyfa okkur að fara í gegnum þá þannig að við sjálf séum sátt. Það getur vel verið að það þýði að við mætum í jólaboð vegna þess að við viljum gleðja aðra. Við þurf- um ekki endilega að vera lengi ef okkur finnst það þrúgandi eða líður ekki vel í aðstæðunum. Eða við sleppum því að mæta í jólaboðið því við treystum okkur ekki og það má líka. Mestu skiptir að misbjóða ekki sjálfum sér og bera ábyrgð á sjálf- um sér þessa daga sem aðra.“ Hún segir að við eigum að búa okkur til hefðir sem næra okkur og henta okkar eigin lífi. „Og hafi fjölskyldan breyst – bú- um þá til nýjar hefðir sem henta nýju fjölskylduformi og koma til móts við okkur í breyttum að- stæðum. Búum til ánægjulegar minningar, það er besta lækningin við sárum minningum.“ Þórkatla segir það vera þekkt munstur að fólk fari að stjórnast í sínum nánustu á tímum sem þess- um. „Jólakvíðinn hefur mörg andlit. Eitt þeirra er stjórnsemi og til að slá á kvíðann förum við að segja öðr- um hvar og hvernig þeir eiga að vera, stýra ofan í smæstu atriði. Þegar við mætum stjórnseminni skulum við anda inn og anda út og standa fast í báða fætur. Það getur enginn látið mann gera eitthvað sem manni er á móti skapi en best er að forðast reiði og átök á þessum árs- tíma sem öðrum, enda erum við allt- af sáttari við okkur sjálf þegar okk- ur tekst að setja mörk af yfirvegun og ákveðni. Og munum að stundum þarf að setja aftur og aftur mörk vegna sömu atriða. Það er allt í lagi, og á endanum er tekið mark má manni!“ Hún segir að það sé líka ágætt að hafa bak við eyrað að það sé ekki til nein fullkomin útgáfa af jólunum. „Það er ekki til ein hárrétt og full- komin útgáfa af jólunum. Jólin eru mannanna verk og ófullkomin eins og öll mannanna verk. En við getum gert þau ánægjuleg, hátíðleg og nærandi. Fyrir okkur sjálf. Og þá er gott að vera með okkur á jólunum.“ Jólakvíðinn hefur mörg andlit Jólin eru ekki alltaf sykurhúðuð og dísæt. Þau geta líka verið skrýtin og full af óraunhæfum kröfum, væntingum og vonbrigðum. Þórkatla Aðalsteins- dóttir sálfræðingur segir að fólk eigi að fara sína leið og fylgja hjartanu þegar jólahald er annars vegar og að jólakvíðinn hafi mörg andlit. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fjölskylduboð geta verið al- gert leikrit. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.