Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 22
Þ eir sem ætla alveg örugglega að belgja sig út af góðum mat um jólin þurfa ekki að örvænta því fjölmargir veitinga- staðir bjóða upp á sérstaka jólamat- seðla og jólahlaðborð í desember. Úrvalið af jólaveislum á veitinga- stöðum landsins er ansi gott líkt og fram kemur á vefnum veitingastað- ir.is en á slóðinni veitingastadir.is/ jolahladbord/ má finna lista yfir þá veitingastaði, ýmist í Reykjavík og úti á landi, sem verða með girnilega jólamatseðla í kringum hátíðarnar. Þar má einnig nálgast upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði um jóladagskrána á hverjum og einum stað. Jólamaturinn Getty images Það verður nóg um að vera á veitinga- stöðum landsins í desember. Hlaðborð og jólamatseðlar aukast. „Úrvalið hefur farið batnandi með hverjum mán- uði síðastliðin ár og má búast við heilum hellingi af af jólatengdum vörum í helstu matvöruverslanir landsins þetta árið. Í dag get ég farið út í búð og keypt sem dæmi „vegan“-ost, jógúrt, ís, majónes, frosna pitsu, bollur, nagga og allskonar góðgæti sem ekki var hægt áður fyrr. Fyrir áratug pöntuðum við okkur „vegan“-vörur í gegn- um vefinn en í dag fæst meirihluti þessara vara hér á landi,“ segir Sigvaldi sem sjálfur hefur unnið að því að bæta aðgengi fólks á Íslandi að „vegan“-vörum, bæði í starfi sínu sem formaður Samtaka grænmetisæta á Ís- landi og sem venjulegur virkur neytandi. Morgunblaðið/Kristinn S íðastliðin 15 ár höfum við hjónin borðað sveppahnetusteik á aðfangadagskvöld og ég forvinn hana alltaf á Þorláksmessu. Þetta er okkar eigin uppskrift sem við höf- um þróað í gegnum tíðina og þykir afar vin- sæl alls staðar þar sem hún er smökkuð. Eftir að við eignuðumst börn höfum við einnig bætt við Tofurkey á matseðilinn á aðfangadag, það er í afar miklu uppáhaldi hjá krökkunum. Meðlætið er breytilegt, þó í grunninn sé það hnetusósan hennar Sollu, ferskt og lit- ríkt salat, ofnbakaðar sætar kartöflur með gulrótum og venjulegum kartöflum í bland. Það er aldrei að vita nema að við gerum einhverjar viðbótar tilraunir með forrétt eða eftirrétt þetta árið, en það kemur í ljós,“ útskýrir Sig- valdi spurður út í matinn sem verður á boðstólum á heim- ili hans á aðfangadag. Sigvaldi hefur gert tilraunir með hnetusteikina í gegnum árin og alltaf hefur maturinn heppnast vel að hans sögn. „Já, við höfum verið afar heppin með aðalréttinn á aðfangadagskvöldi og gert til- raunir með aðra rétti sem einnig hafa farið furðuvel í okkur. Með réttum kryddblöndum og góðu hráefni sem maður þekkir vel er mjög auðvelt að fá þetta til að heppn- ast.“ Eins og áður sagði sér Sigvaldi um að græja hnetu- steikina á Þorláksmessu. „Já, það er hluti af hefð jólanna. Die Hard í sjónvarpinu og ég inni í eldhúsi að setja saman máltíðina. Maturinn er því tilbúinn til þess að setja í ofn rétt fyrir aðfangadagsmáltíðina og því fyrirhöfnin á að- fangadag lítil. Við höfum oftast borðað hjá öðrum í fjöl- skyldunni en komum þá með allan okkar mat með okkur. Núna í ár borðum við heima hjá okkur og fjölskyldan er velkomin en það verður eingöngu vegan-matur í boði hjá okkur,“ segir Sigvaldi sem er ekki alveg viss hvað verður í eftirrétt þetta árið. „Við höfum oft verið með góðan veg- an-ís, lúxus súkkulaði, köku eða eitthvert annað góðgæti sem ábót eftir matinn en við verðum oft að bíða með eft- irréttinn sökum þess hve södd við erum eftir aðalmáltíð- ina.“ „Ostakallinn“ vinur hans gat þetta Áður en Sigvaldi gerðist „vegan“ var hann grænmet- isæta. Hann kveðst hafa í upphafi séð fyrir sér að „veg- anismi“ yrði honum erfiður en í ljós kom að þetta var auð- veldara hann hann hafði talið. „Ég hélt að það yrði erfitt að breyta til en svo var ekki. Félagi minn, sem eins og ég hafði verið grænmetisæta í langan tíma, ákvað að gerast „vegan“ einn daginn og þá áttaði ég mig á því hversu auð- velt þetta getur orðið. Hann, sem var mikill ostakall, gat þetta og þá var ég alveg viss um að ég gæti þetta líka.“ Í dag er auðvelt að vera „vegan“ að sögn Sigvalda enda er framboðið af „vegan“-vottuðum matvörum alltaf að Jólakræsingar Sigvaldi Ástríðarson, sem hefur verið „vegan“ í rúm tíu ár, mun hafa hnetu- steik á aðfangadag í matinn líkt og árin áður. Um sérstaka uppskrift er að ræða sem hann og eiginkona hans hafa þróað á síðastlinum 15 árum. Sigvaldi segir steikina vekja lukku hjá öllum þeim sem smakka hana. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Eingöngu „vegan“- matur á boðstólum í ár Hnetusteik er tilvalinn hátíðarmatur. „Með réttum kryddblöndum og góðu hráefni sem maður þekkir vel er mjög auðvelt að fá þetta til að heppnast.“ ❄ Sigvaldi Ástríðarson mun borða hnetusteik á aðfangadag. 22 Jólablað Morgunblaðsins Gómgleðjandi Gjafaöskjur - sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins Grandagarður 35 · 101 Rvk · 551 8400 · www.burid.is Gefðu upplifun.Gjafabréf í ostaskóla Búrsins er tilvalinn í skóin. Ostajól Hillur svigna undan gómgleðjandi ostum og girnilegum kræsingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.