Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 28

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 28
28 Jólablað Morgunblaðsins þið viljið). Þessi sósa hentar bæði með hamborgarhryggnum sem og öðru kjöti, bara breyta kjötkraft- inum eftir þörfum. Lava-rauðlauksulta með beikoni Að þessari lauksultu á Elvar bruggmeistari heiðurinn. Ölvisholts Lava Stout bregður sér hér í jóla- búninginn. Beikonið er steikt og tek- ið til hliðar, rauðlaukurinn steiktur upp úr feitinni af beikoninu og síðan er hann soðinn upp úr Lava. Sultan er góð bæði heit og köld og passar með flestu kjöti, er frábær á ham- borgara og með öllum ostum, ekki verra að hafa einn jólabjór með. Þeir sem ekki vilja kjöt geta sleppt beikoninu og steikt laukinn upp úr matarolíu. 6 sneiðar reykt beikon 6 meðalstórir rauðlaukar ½ tsk. kínversk kryddblanda (5 chinese spice, fæst í Krydd- og tehúsinu) 1,5 dl púðursykur ½ flaska ÖB Lava salt og pipar Steikið beikon á pönnu þar til það verður stökkt. Skerið laukinn á með- an í tvennt og svo í þunna hálfmána. Takið beikonið af pönnunni og skiljið fituna eftir. Steikið rauðlaukinn upp úr fitunni og bætið út í smásalti ásamt kínversku kryddblöndunni. Þegar laukurinn er orðinn nokkuð gegnsær er púðursykrinum bætt út í og látið malla í um 5 mínútur. Hellið þá Lava-bjórnum út í og sjóðið lauk- sultuna niður við vægan hita í um 30 mínútur. Skerið beikonið í bita og bætið aftur út í sultuna ásamt salti og pipar eftir smekk. Ostaídýfa Hér fær lauksultan framhaldslíf en hún er ein af uppistöðunni í þess- ari dásamlegu ostaídýfu. Ídýfan er góð með saltkringlunum og öllu brauði eða sem meðlæti með kjötinu. Hún gengur líka með alls kyns osta- kexi og jafnvel nachos-flögum og það má bera meiri lauksultu fram með henni til að bæta á. 500 g rjómaostur 6 sneiðar beikon 4 msk. majónes 1 tsk. dijon-sinnep 1 msk. Worcestershire-sósa 1 dl Lava-rauðlaukssulta (sjá upp- skrift hér að ofan) 150 g rifinn cheddar-ostur smá pipar Steikið beikonið þar til það er stökkt. Leyfið því að kólna og skerið það svo í litla bita. Blandið öllu hrá- efninu saman nema helmingnum af rifna ostinum og lúku af beikoninu. Setjið blönduna í eldfast mót og stráið restinni af ostinum og beikon- inu yfir. Hitið ídýfuna í 200 °C ofni þar til osturinn að ofan er bráðn- aður. Saltkringlur Saltkringlur (e. pretzel) eru hið fullkomna bjórfæði enda fátt sem passar eins vel með einum köldum. Hér byrjum við á að gera maltsíróp úr Tuttugasta og fjórða og bætum því svo út í deigið. Kringlurnar eru síðan soðnar upp úr Heims um bjór og kryddaðar með grófu salti og kín- versku 5-spice kryddi sem einkenn- ist af anis, kanil og negul áður en þær eru bakaðar. Þessar bráðna í munni og ná sjaldan stofuhita eftir að þær koma úr ofninum! Maltsíróp ½ bolli sykur ½ bolli ÖB Tuttugasti og fjórði Sjóðið saman sykurinn og bjórinn við vægan hita. Gætið þess að ekki sjóði upp úr. Sjóðið og hrærið í um 1-2 mínútur. Takið pottinn til hliðar og látið sírópið kólna. Saltkringlur 2 bollar volgt vatn (37°-40°C) 2 pk. þurrger 2 msk. maltsíróp 6½ bolli hveiti 2 msk. salt 75 g kalt smjör, skorið í bita 8 bollar vatn ½ bolli matarsódi ¼ bolli púðursykur ½ bolli ÖB Heims um bjór Gróft salt og kínversk krydd- blanda (5 chinese spice, fæst í Krydd- og tehúsinu) Blandið saman 2 bollum af vatni, geri og maltsírópi í skál og leggið til hliðar í um 10 mínútur. Hveiti, salt og smjör er sett í hrærivélaskál og smjörinu blandað saman við þurr- efnin í höndunum (klípið smjörið saman við þurrefnin). Hellið ger- blöndunni út í og blandið saman með sleif þar til deigið hefur tekið í sig vökvann. Setjið nú hnoðarann á hrærivélina og hnoðið deigið á meðalhraða þar til það verður mjúkt og teygjanlegt, um það bil 5-6 mín- útur. Breiðið klút yfir skálina og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í 1-1½ klst eða þar til það hefur stækkað um helming. Hitið ofninn í 230 °C. Takið deigið úr skálinni og formið n.k. hleif án þess að hnoða deigið. Skerið hleifinn í ca. 12 sneiðar. Rúll- ið hverri sneið út í 50-60 cm lengju. Til að forma kringlurnar er lengjan beygð í „U“. Endarnir á „U-inu“ eru krossaðir einu sinni, eða tvisvar og síðan festir sitt hvorum megin við botninn á „U-inu“. Hafið tvær til þrjár bökunarplötur með bökunar- pappír tilbúnar. Blandið saman í skál grófu salti og kínverskri krydd- blöndu og leggið til hliðar. Setjið 8 bolla af vatni, matarsóda, bjór og púðursykri í pott og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann örlít- ið. Sjóðið kringlurnar, eina í einu í pottinum í um það bil 30 sekúndur eða þar til þær fljóta. Gætið þess að taka þær varlega upp úr pottinum, gott er að nota til dæmis fiskispaða. Leggið kringlurnar á bökunarplötu, kryddið með saltblöndunni. Bakið kringlurnar í 5 mínútur, snúið þá bökunarplötunni í ofninum og bakið í um 8 mínútur í viðbót. Athugið að það getur verið mjög misjafnt eftir ofnum hve lengi þarf að baka kringl- urnar en þær eiga að koma nokkuð dökkar og stökkar út. Ölvisholt brugghús er með tvo jólabjóra fyrir þessi jól.❄ Stollen- jólabrauð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.