Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 32

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 32
32 Jólablað Morgunblaðsins Þ etta var reglulega notaleg stund, það er alltaf svo gaman þeg- ar fólk hefur nægan tíma og nýtur þess að vera saman og borða,“ segir Albert, en þeir Bergþór tóku á móti fimm vinkonum sínum. „Þetta eru vinkonur úr ýmsum áttum sem tengjast ekki sem hópur og þekktust ekki endilega áður. Það er alltaf gaman að leiða fólk úr ólíkum áttum saman, en þó ekki út í bláinn, því að orkan þarf að smella saman. Þær eru allar óskaplega opnar og skemmtilegar þannig að þetta var bara frjálslegt,“ segir Albert um hóp- inn sem samanstóð af þeim Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Lindu Pét- ursdóttur, Kristínu Einarsdóttur, Svanhvíti Þórarinsdóttur og Vigdísi Másdóttur. Albert segir eldamennskuna og baksturinn hafa heppnast vel, þótt hann hafi verið að prófa nýjar upp- skriftir. En maturinn var ekki bara bragðgóður, heldur gladdi hann einn- ig augað eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum. „Það skiptir líka máli að maturinn sé fallegur,“ segir Al- bert. Dýrmæta handmálaða jólasparistellið Maturinn var svo borinn fram á dýrmætu jólastelli sem Bergþór handmálaði á postulínsnámskeiði. „Okkur bauðst einu sinni að fara á postulínsnámskeið og það kom á óvart, einbeitingin gerir það að verk- um að maður fer í hálfgerða hug- leiðslu, a.m.k. svona nýbyrjaðir klauf- ar eins og við. En þetta heppnaðist vel og Bergþór tók sér það verkefni fyrir hendur að mála íslensku jóla- sveinana og Grýlu og Leppalúða. Hann studdist við jólasveina teikn- arans Halldórs Péturssonar og færði þá í búninga sem voru sigurtillaga í samkeppni um nýja jólasveinabún- inga sem Þjóðminjasafn Íslands hélt á sínum tíma. Honum er margt til lista lagt,“ segir Albert um stellið veglega sem er alltaf dregið fram að morgni jóladags. Spurður nánar út í þær kræsingar sem voru á boðstólum í jólaboðinu, segir Albert þetta hafa verið nýja rétti sem hann hafi aldrei reitt fram áður. „Það er alltaf gott að breyta til svo að maður staðni ekki alveg. Við prófuðum möndlumjöl, en ég hef ekki unnið mikið með það áður. Það kom vel út, það er auðvelt að baka úr því,“ útskýrir Albert. „Annars erum við ekkert sérstaklega fastheldnir þegar kemur að jólasiðum, eða jólaréttum. Tóku forskot á jólasæluna Jólatíminn er í miklu uppáhaldi hjá þeim Alberti Eiríkssyni og Bergþóri Pálssyni enda leggja þeir mikla áherslu á að njóta með vinum og fjölskyldu yfir hátíðarnar. Nýverið tóku þeir smáforskot á jólasæluna og héldu glæsilegt jólaboð fyrir nokkrar vinkonur. Þá var boðið m.a. upp á ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hind- berjatertu með ljúffengu vanillukremi. Hand- málað jólastell var svo dregið fram í tilefni jóla- boðsins en það stell á sér skemmtilega sögu. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Morgunblaðið/Golli Jólastemning Jólastellið er hand- málað af Bergþóri. ❄ SJÁ SÍÐU 34 Vigdís Másdóttir, Linda Pétursdóttir, Albert Eiríksson, Svanhvít Þórarinsdóttir, Bergþór Pálsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristín Einarsdóttir áttu góða stund saman. Bergþór tók að sjálfsögðu lagið og gestir þeirra tóku undir. Laugavegi 103 | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is 5.500 - 7.800 kr. Snyrtitöskur - r. Góðar jólagjafahugmyndir Dömuhanskar Herrahanskar 7.900 - 13.800 kr. Seðlaveski 7.500 kr. Helgartaska 33.500 kr. Tölvutaska ADAX cph 34.600 kr. 6.200 - 6.800 kr. Belti 6.5 10.70 0 0 0 k Dömutöskur 17.800 - 20.500 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.