Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 61

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 61
Morgunblaðið/Eggert „Við fléttuðum saman hefðir okkar og það var yndislegt. Hann var mikið jólabarn og smitaði mig. Hann smitaði mig líka af nægjusemi, þolinmæði og þakklæti. Hann var til dæmis svo þakklátur fyrir allt sem ég gerði fyrir hann, til dæmis fyrir jólin þegar ég bakaði fyrir hann og krakkana þá lét hann mér líða eins og ég væri heimsins besti bakari, þakklæti var svo mikið. Alltaf er hann var spurður hvað hann vildi í jólagjöf var svarið alltaf það sama – ást og umhyggju. Og það meinti hann frá sínum dýpstu hjartarótum. Hann vildi skreyta mikið og kom með mun meira af jólaskrauti í búið en ég. Hann myndi pottþétt mótmæla þessum ummælum um jólaskrautið,“ segir hún og hlær. Regin var mikill veiðimaður og skaut alltaf rjúpur í jóla- matinn. Þessum sið var Sara Lind ekki vön en var fljót að læra að meta rjúpurnar. „Ég náði að plata hann í jólakortagerð, honum fannst það kannski ekkert spes en hann tók þátt þessi elska. Hann fór og keypti jólatré með krökkunum og við áttum yndislegar stundir,“ segir hún. Þegar ég spyr hana hvernig jólin hafi breyst eftir fráfall Regins játar hún að allt sé breytt. „Þetta hafa verið frekar verið erfiðir tímar en á sama tíma líka gleðilegir. Ég reyni samt að setja ekki mikla pressu á okk- ur. Við gerum bara það sem okkur langar. Það má borða allar jólasmákökurnar löngu fyrir jól. Það má skreyta mikið og það má lika sleppa því að skeyta. Það má bara hafa þetta allt eins og það hentar okkur. Við höfum ekki keypt jólatré síðan Regin dó. Ég vil það ekki. Við höfum í staðinn safnað fallegum jóla- kúlum úr jólahúsinu á Hrafnagili og búum til okkar eigið jólatré,“ segir Sara Lind. Síðustu jólin 2012 Regin greindist í janúar 2013. Þegar ég spyr Söru Lind hvort hún hefði haldið öðruvísi jól 2012 ef hún hefði vitað að þau yrðu þeirra síðustu saman segir hún erfitt að svara þeirri spurningu. „Ég hefði aldrei viljað vita að þetta yrðu síðustu jólin okkar. „Mér finnst rosalega mikilvægt að fólk fái svigrúm til að syrgja á sinn hátt og að fólk sé meðvitað um að þetta tekur tíma. Mér persónulega finnst rangt að tala um að vera fastur í sorginni, þú ert með þessa sorg í hjartanu. En þú verður að halda áfram. Bara eitt skref í einu. Það er enginn leiðarvísir sem fylgir um hvernig þetta ferli á að vera. Þetta er bara ógeðslega erfitt.“ ❄ ❄ SJÁ SÍÐU 62 Jólablað Morgunblaðsins 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.