Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 62

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 62
62 Jólablað Morgunblaðsins En, jú jú, auðvitað er margt sem mér dettur í hug, en ég geymi þær hugleiðingar í hjartanu mínu.“ Það að missa ástina sína hefur kennt Söru Lind ótalmargt. Eins og að lífið er stutt og best sé að njóta þess vel og fallega. „Gerðu allt sem þig langar, ekki gera það sem þig langar ekki að gera. Ástin er yndisleg og ég óska öllum þess að finna ást eins og við áttum. Og ef við finnum ástina, þá rækta hana af alúð, ekki rífast yfir smámunum. Sokkarnir mega alveg liggja á gólfinu og þvottinn má brjóta illa saman. Fólk á frekar að fara í göngutúra, leiðast og kyssast og nota falleg orð. Fólk á að eiga fallegar samverustundir og búa til dásamlegar minn- ingar með þeim sem það elskar. Við eigum að vera þakklát fyr- ir að fá að vera hér. Ég er heppin að fá að sjá börnin mín stækka. Ég er þakklát fyrir heilsuna og fólkið mitt elska ég meira,“ segir Sara Lind og játar að sjálf hafi hún breyst við þessa lífsreynslu. „Þetta breytir manni. Ég missi mig ekki yfir smáhlutum og eyði ekki tíma í vitleysu. Ég nenni ekki stressi og leiðindum. Ég vil bara einbeita mér að því að vera góð manneskja, gera hlutina eins vel og ég get. Ég vil vera góð manneskja eins og Regin var. Hann er mín fyrirmynd enda var hann til fyrir- myndar sem manneskja,“ segir hún. Ekki skrýtin, bara sorgmædd Síðan Sara Lind missti Regin hefur hún verið virk í starfi Ljónshjarta sem eru Samtök fyrir ekkjur og ekkla og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Samtökin voru stofnuð í nóv- ember 2013. „Ég setti mig fljótlega í samband við formann samtakanna og byrjaði bara að taka þátt. Í dag er ég varamaður í stjórn samtakanna. Margt hefur verið í boði innan þessara samtaka, vefsíða hefur verið sett á laggirnar þar sem má finna alls konar fróðleik. Fyrirlestar ýmiskonar hafa verið í boði, jólaföndur fyrir börnin, kaffihúsahittingar og grillveisla í Viðey svo eitt- hvað sem nefnt. Ég stofnaði gönguhóp innan samtakanna og við förum í göngu einu sinni í mánuði. Nú á að fara að stofna hjólahóp, það finnst mér frábært. Síðustu ár hafa líka margir hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum fyrir sam- tökin, þar hef ég reynt að vera dugleg og er afar þakklát öllum þeim sem hafa heitið á mig og þannig hef ég getað safnað pen- ingum fyrir samtökin. Oft hefur mér liðið eins og ég sé að missa vitið, en þegar ég hitti annað Ljónshjarta, spjalla og við deilum líðan og reynslu þá fæ ég staðfestingu á því að það er ekkert að mér. Ég er bara sorgmædd og sorgin á sér margar hliðar. Ég eignaðist vinkonu á líknardeildinni í Kópavogi, þar sem mennirnir okkar lágu þar báðir með sama sjúkdóminn. Báðir létust þeir seint á árinu 2013. Böndin milli mín og þessarar vinkonu eru mér dýr- mæt. Við getum talað saman og eiginlega stundum eins og á öðru tungumáli. Þeir sem hafa upplifað makamissi skilja hver annan og þess vegna finnst mér þessi samtök dásamleg hug- mynd og dýrmæt.“ Bara klukkutími í einu Hvað gerir þú til að sigla í gegnum sorgina sem fylgir því að missa hinn helminginn af sér? „Ég reyni að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. Fyrst byrjaði ég hérna heima við, málaði allt, losaði mig við allskonar dót, reif niður vegg, breytti öllu og bætti. Þetta gerði ég allt ein og var stolt af mér og þetta efldi mig í þeirri vissu að ég gæti ýmislegt ein. Seinna fór ég að færa mig út og fór að stunda fjallgöngur, skokka, hjóla, fara í ræktina, hitta vini og eiga góðar stundir. Útivera, helst uppi á fjöllum gefur mér and- legan styrk og gríðarlega mikla gleði. Ég segi oft að hjartað mitt stækki eftir hverja göngu,“ segir hún. Þess á milli nýtur hún þess að vera með börnunum sínum og þreytist ekki á því að knúsa þau og gleðja. Hún er líka þakklát fyrir vinnuna sína hjá Íslandshóteli og hefur lagt mikla áherslu á að ferðast. „Ég hef ferðast mikið eftir að maðurinn minn kvaddi, keyrt út um allt, farið út um allt því ferðalög gefa mér mikið. Þetta er mín leið til að komast burt frá öllu, borða súkkulaði og bara anda.“ Þegar Sara Lind er spurð að því hvað hún geti ráðlagt öðr- um í sömu stöðu segir hún að það hafi reynst henni best að taka bara einn dag í einu. „Fólki er bara ýtt um borð í þennan agalega rússíbana, án þess að vera spurt og ferlið hefst. Ég gerði fullt af mistökum en ég er bara svo langt frá því að vera fullkomin. Maður er undir gríðarlegu álagi og vanlíðanin er mikil. En við höldum áfram og gerum þá bara betur næst, eða þarnæst,“ segir hún og bætir við: „Ég tek einn dag í einu. Fyrst tók ég bara einn klukkutíma í einu eða bara tíu mínútur. Ég leyfði mér að gráta, öskra, draga sængina yfir haus, vera leið, vera reið, vera glöð og döpur. Smám saman grét ég minna og lá minna í rúminu. Þetta tekur bara tíma. Manni má líða alls konar. Hvað sem aðrir segja og hvað sem öðrum finnst, annað fólk er bara ekki í þínum spor- um, þetta er þín sorg og þín spor. Mér finnst rosalega mikilvægt að fólk fái svigrúm til að syrgja á sinn hátt og að fólk sé meðvitað um að þetta tekur tíma. Mér persónulega finnst rangt að tala um að vera fastur í sorginni, þú ert með þessa sorg í hjartanu. En þú verður að halda áfram. Bara eitt skref í einu. Það er engin leiðarvísir sem fylgir um hvernig þetta ferli á að vera. Þetta er bara ógeðslega erfitt. Ein kona sagði við mig rétt eftir andlát mannsins míns að líðan mín ætti eftir að verða betri, þetta yrði ekki alltaf svona sárt. Ég hugsaði bara góða besta þegiðu – þú lýgur! Núna eru þrjú ár liðin síðan maðurinn minn kvaddi þennan heim. Mér líður betur. Þessi kona hafði þá rétt fyrir sér.“ Sara Lind segir að það skipti mestu máli að fólk geri það sem hentar því sjálfu best, ekki gera hlutina á annarra manna forsendum. „Ef fólk er í vafa með jólahald eftir makamissi þá ráðlegg ég fólki að hlusta á hvað hjartað segir. Ef löngun er til að halda jól, þá gera það. Ef löngun er ekki til staðar þá bara skoða aðra möguleika. Fara til dæmis til útlanda. Fara og vera hjá fjöl- skyldu og láta aðra halda jólin fyrir þig. Tala við börnin sín, leyfa þeim að taka þátt í ákvörðun hvað gera skal þessi jól. Margir halda í einhverjar gamlar hefðir og blanda þeim síðan saman með einhverjum nýjum hefðum – mér finnst það snið- ugt. Ég ætla að halda jólin í ár með gleði í hjarta og þökk fyrir allt það góða í lífi mínu. Ástin mín verður með mér í hjartanu.“ Morgunblaðið/Eggert Þórunn Helga Mogensen með afrakstur perlugerðar- innar. Sara Lind og Þórunn Helga bjuggu til jólatré úr öllu perlinu. Sara Lind Þórðar- dóttir og dóttir hennar Þórunn Helga Mogensen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.