Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 70

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 70
F yrrverandi fót- boltakappinn David Beckham fór alla leið í jólagjafa- innkaupunum árið 2005 þegar hann gaf eigin- konu sinni, tísku- hönnuðinum Victoriu Beckham, nokkrar rán- dýrar gjafir sem erfitt er að toppa. Fyrsta gjöfin mun hafa verið Hermes-taska skreytt demöntum sem kostaði sem nemur um 11,4 milljónum króna. Því næst færði hann henni sérútbúinn Rolls Royce- bíl sem metinn er á um 57 milljónir króna. Og að lokum var það Boucheron-hálsmen með demöntum og rúbínum sem mun hafa kostað um 273 milljónir. Algjört lágmark. Klikkaðar jólagjafir Góss upp á hundruð milljóna AFP Beckham- hjónin skortir ekki fé. 70 Jólablað Morgunblaðsins Litla Jólabúðin Laugaveg 8, Rvk. S: 552 2412 Jólin byrja hjá okkur mikið úrval af fallegri gjafavöru Komdu í heimsókn Opið alla daga til jóla E ins og áður sagði kveðst Hilda vera jólabarn. „Já, mér finnst fátt huggu- legra en að njóta að- ventunnar og undir- búa jólin með vinum og fjölskyldu. En ég er kannski minna fókuseruð á aðfangadagskvöldið sjálft eftir því sem ég eldist. Það mikilvægasta finnst mér vera að elda góðan mat og eiga svo ljúfa stund eftir matinn saman, oftast lesum við bækur sem hafa leynst í pökkunum. Þetta eru svo fyrstu jólin mín eftir að ég hætti að borða kjöt svo ég hlakka til að elda eitthvað alveg spes í ár,“ út- skýrir Hilda spurð út í jólahald fjöl- skyldunnar. Kaupir þú þér alltaf nýtt dress fyrir jólin? „Nei ekkert endilega og ég hef ekki enn verið étin af neinum ketti. Ég er t.d. búin að vera í sama kjóln- um á aðfangadagskvöld síðustu tvö jól en það er líka rosalega jólalegur rauður silkiflaueliskjóll sem ég hannaði fyrir Milla Snorrason jólin 2014.“ Eftirminnilegasta jóladressið þitt: „Mamma mín er algjör listakona í sér og hefur saumað marga jólakjól- ana á mig og systur mína. Sá eftir- minnilegasti er sennilega rosalega 80’s-legur kjóll úr kóngabláu tafti sem hún saumaði þegar ég var sjö eða átta ára. Pilsið var svo stíft að það stóð nánast út í loftið og hann var með háum kraga. Svo var ég með hliðartagl og í hvítum blúndu- sokkum. Ég man að mér fannst ég hrikalega mikill töffari.“ Hefur þú staðið að einhverju minnisstæðu tískuslysi á jólunum? „Já, að sjálfsögðu þegar ég horfi til baka en á sínum tíma gekk þetta allt saman upp á fullkominn hátt og það er það sem skiptir máli. Ég vil endilega að lífið sé stútfullt af tísku- slysum, annars er ekkert gaman. Auðvitað má svo líka færa rök fyrir því að tískuslys séu í rauninni ekkert til.“ Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin? „Já, ég ætla að vera í fína bláa silkikjólnum úr nýju línunni minni. Hann lætur mér eiginlega líða svip- að og gamli blái 80’s-kjóllinn gerði á sínum tíma!“ Hvernig er drauma-jólakjóllinn/ dressið? „Blái kjóllinn er draumakjóllinn minn, engin spurning og hann mun fást í Kiosk fyrir jólin.“ Besta tískujólagjöf sem þú hefur fengið: „Það er jafntefli milli LA Gear skópars með neonbleikum reimum og FILA peysu í tíunda bekk.“ Leggur þú einhverja áherslu á förðun yfir jólin? „Nei, ég legg bara eiginlega aldrei neitt sérstaka áherslu á förðun og fíla mjög náttúrulegt lúkk. Ég set í mesta lagi aðeins meiri varalit á mig og finnst ég þá vera voðalega hátíð- leg.“ Klæðist drauma- kjólnum þessi jólin Fatahönnuðurinn Borghildur Gunnarsdóttir, eða Hilda eins og hún er gjarnan kölluð, er jólabarn að eigin sögn. Hún klæddist rauðum silkiflauels- kjól síðustu tvö ár en þetta árið verður hún í bláum kjól sem minnir örlítið á 80’s-kjólinn sem hún klæddist þegar hún var um átta ára gömul. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir Morgunblaðið/Ófeigur Jóladressið „Pilsið var svo stíft að það stóð nánast út í loftið og hann var með háum kraga.“ ❄ Blái silkikjóll- inn sem Hilda mun klæðast um jólin. Borghildur hann- ar undir merkinu Milla Snorrason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.