Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 103
Skref 3
Stingið kúlum hér og hvar
og festið með rómanálum.
Ef nota skal seríu er hún
fest á þessu stigi og gott
að stjaka hana af með
rómanálum.
Þessi krans er mjög fal-
legur bæði til að setja á
bakka með kertum og
hafa inni í stofu, eða til að
hengja á hurð. Ef það á að
nota hann sem hurðar-
krans er sniðugt að festa
batterísboxið aftan á með
rómanál og jafnvel setja
strigabúnt eða slaufu eft-
ir smekk.
Jólablað Morgunblaðsins 103
UPPLIFUN, INNBLÁSTUR OG
NÝJA ÞEKKINGU
Í JÓLAGJÖF
Gefðu
Borgarsö
gusafn R
eykjavíku
r
Listasaf
n Reykjav
íkurBorgarb
ókasafn
Reykjavík
ur
facebook.
com/men
ningarkor
t
#menning
arkort
@mennin
garkort
• Safn- og sýningartengdar vörur
• Íslensk hönnun og handverk
• Erlend gjafavara
• Bækur, kort og veggspjöld
Listasafn Reykjavíkur • Borgarsögusafn Reykjavíkur • Borgarbókasafn Reykjavíkur
Sjá sölustaði á safnbud.is
Fallegar gjafavörur
fyrir allskyns tilefni
Þetta þarftu í
kransinn
basthringur 30 cm
kransaplast, 1 rúlla
vírrúlla
flatmosi 1 poki
blandað greni, 2-3
búnt t.d. buxus, thuja
nopsis og Norð-
mannsþinur.
eucalyptus, 2 greinar
birkigreinar, 2 stk.
4 búnt af jólakúlum
rómanálar, 1 poki
vírklippur og greina-
klippur
seríur eða kerti eftir
óskum.
Skref 1
Byrjið á að festa endann á plastinu við
basthringinn með rómanál og vefjið
þar til kransinn er allur hulinn plasti.
Festið lausa endann með annarri
rómanál.
Leggið flatmosa ofan á hringinn og
vefjið hann fastan með vírnum.
Skref 2
Klippið greinar niður í 10-15 cm búta.
Búið til búnt með um það bil einni
grein af hverri tegund og leggið fal-
lega á kransinn. Vefjið fast með
vírnum.
Endurtakið þangað til búið er að
þekja allan hringinn. Passið að næsta
búnt af greinum feli allan vír.
Eva Sólveig
hnýtir af list.
Þegar búið er
að vefja hring-
inn með plasti
er hægt að
byrja að festa
greinarnar á.
Blandað greni,
flatmosi og fleira gott.