Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 105

Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 105
Jólablað Morgunblaðsins 105 Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Falleg jólatré Fáðu þér sígræna gæðajólatréð - sem endist ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 www.gervijolatre.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 að stinga í samband en ég hef enn ekki rekist á þess konar tré sem bilar ekki eftir eitt skipti.“ Aðspurð um jólabaksturinn þá segist hún taka vænar tarnir í eld- húsinu og bakar hún þá helst alla- vega fimm sortir í einu. „Svo þegar búið er að ganga ágætlega á þær birgðir þá baka ég annað holl, en ég tek nú yfirleitt ekki meira en tvær tarnir í aðventunni. Stundum baka ég líka sörur því til viðbótar með góðum vinkonum ef ég er í stuði og hef tíma.“ Súkkulaðibita- kökur, engiferkökur, kornfleks- kökur og haframjölskökur eru þær kökur sem bakað er hvað mest af á heimilinu að sögn Þórdísar en svo eru alltaf prófaðar einhverjar nýjar sortir. „Ég er að vísu með ákveðna nostalgíu fyrir hálfmánunum sem hún Ingibjörg, mamma Ásdísar æskuvinkonu minnar, bakaði þegar við vorum litlar, en ég hef ekki ennþá lagt almennilega í þá.“ Danskar matarvenjur Rólegt er yfir heimili Þórdísar á aðfangadag fyrir utan almennt mat- arstúss sem dagurinn fer að mestu í. „Við erum nokkurnveginn búin að vera með sama matseðilinn alla tíð. Amma mín var dönsk og ólst ég því upp við hægeldaða önd, heimalagað rauðkál og risalamande í eftirrétt. Sem betur fer hefur manninum mínum hugnast þessi matur þó svo að hann hafi ekki verið par hrifinn af grjónagrautnum eins og hann kallaði hann fyrst. En núna leggj- um við mikla alúð í grautinn og er hann eldaður eftir kúnstarinnar reglum.“ Í seinni tíð hafa foreldrar Þórdís- ar borðað hjá þeim á aðfangadags- kvöld og segir hún því lítið annað hægt en að bjóða ættarlauknum upp á risalamande upp á tíu. Þórdís ber þó fleiri kræsingar á borð en hún gerir jólaísinn frá grunni. „Ég geri gamaldags rjómaís með góðu vanillubragði fyrir jólin, kaupi meira að segja vanillupaste erlendis til að ná fram þessu ekta vanillu- bragði af ísnum. Ég leik mér líka aðeins með ísgerðina og geri nokkr- ar tegundir, bæti til dæmis Toble- rone-súkkulaði, rommkúlum eða heimalagaðri karamellusósu út í, sem mér finnst agalega gott.“ Jól í útlöndum Þórdís hefur nokkrum sinnum eytt jólunum á erlendri grundu og fannst það dásamlegt. „Í fyrsta skiptið sem ég hélt jólin erlendis var ég tvítug au pair-stúlka í New Haven í Bandaríkjunum, þar héld- um við þrjár vinkonur saman jólin fjarri nánustu ættingjum og áttum yndislegan tíma saman sem mun aldrei gleymast. Mér þykir alveg einstaklega vænt um minningarnar sem sköpuðust þau jólin. Vinnu minnar vegna hef ég svo þurft að eyða jólum og áramótum erlendis sem var alveg yndislegt enda gam- an að gera eitthvað öðruvísi með góðum vinnufélögum. Það skapast einstaklega góður andi í þessum litla hópi sem áhöfnin er og oftar en ekki fá makar og börn að fljóta með, það er ævintýri sem gaman hefur verið að upplifa.“ Einnig hefur fjölskylda Þórdísar kosið að eyða jólum í fríi á Flórída og því auðheyrt að fjölskyldan er ekki föst í heilögum hefðum. „Fyrstu jólin okkar úti fylltum við töskurnar af Nóa konfekti, malti og appelsíni, laufabrauði og fleiri kræsingum að heiman og vorum því með sama matseðilinn og heima og stóðum sveitt yfir pottunum allan aðfangadag. „Þórdís segir það ekki alveg hafa verið málið og því hafi verið gripið til þess ráðs ári síðar að panta kalkún með öllu tilheyr- andi út úr búð þar sem hún hafi kosið að standa ekki í heilan dag í eldhúsinu í góða veðrinu í Flórída. „Það er hinsvegar skemmst frá því að segja að næst verður farinn millivegurinn,“segir þessi mikla jólakona að lokum. Morgunblaðið/Ófeigur „Ég gerðist alveg sek um að gera klassískan hringlaga krans með greni, gervisveppum og plastberjum í nokkur ár en núna er ég meira fyrir skemmtilega uppröðun á bakka með mismunandi áherslum og er jafnvel með tvo ólíka bakka á heimilinu.“ ❄ Falleg uppröðun á bakka myndar krans- inn hjá Þórdísi að þessu sinni. Jólaísinn Baileys- og Toblerone-ís 6 eggjarauður ½ bolli púðursykur ½ lítri þeyttur rjómi 1 dl Baileys örlítið af vanillumauki (Nielsen-Massey, vanilla bean paste) sem ég kaupi í Williams Sonoma í Bandaríkjunum. 100 g saxað Toblerone Þeytið eggjarauður og púðursykur vel saman þar til sykurinn finnst ekki lengur í blöndunni. Þeytið rjómann og setjið Baileys og smá vanillumauk út í. Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann og bætið saxaða súkkulaðinu saman við. Setjið í álform og frystið. Dulce de leche-jólaísinn hennar mömmu 3 eggjarauður og 1 egg ½ lítri rjómi 2 msk. sykur vanillumauk Karamella 1 bolli sykur 1 bolli vatn örlítið gróft salt Þeytið egg og sykur vel saman þangað til sykurinn finnst ekki lengur í blöndunni. Þeytið því næst rjómann og vanillumaukið saman. Bræðið 1 bolla af sykri á pönnu þar til hann er orðinn bráðinn og gullinbrúnn, hell- ið 1 bolla af vatni út í og smá salti. Sjóðið blönduna á vægum hita þar til að sósan er tilbúin. Kælið hana vel og hellið henni svo varlega út í rjómablönduna. Blandið að lokum eggjablöndunni varlega saman við rjómann. Frystið og njótið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.