Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 106

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 106
106 Jólablað Morgunblaðsins É g er algjör jólaálfur og byrja að undirbúa jólin snemma í sept- ember. Um mánaða- mótin september/ október er ég svo yfirleitt búin að kaupa allar jólagjafir, pappír, borða og búin að gera jóla- kortin,“ segir Þórunn. Hún segist nú samt reyna að halda í sér og bíða með skreytingarnar þar til október renn- ur upp. Gjafainnkaup og innpökkun klárar Þórunn svo yfirleitt tveimur vikum fyrir jól. „Ég bara elska þenn- an árstíma og nýt alls í kringum hann.“ Spurð um hefðir og venjur þegar kemur að kransagerð segist Þórunn alltaf fara sínar eigin leiðir frá ári til árs. „Ég hef alltaf gert minn eigin krans og er aldrei með sama útlit á kransinum fyrir utan eitt sem er al- veg heilagt og það eru kertin. Þau eru alltaf hvít.“ Þórunn segir jólatísk- una einstaklega fallega í ár. „Mér finnst ég sjá mikið af jólaskreyting- um með hvítum kertum, könglum, greni og margir setja tölustafi á kert- in. En svo er þetta auðvitað allt smekksatriði og það er margt mjög fallegt í boði. Þemað hjá mér í ár er hvítt, svart, lifandi greni og kopar- borðar með smá glimmeri. Einfalt og fallegt.“ Þórunn segist skoða Pinter- est mikið til að fá sínar hugmyndir en vinkonur hennar í versluninni Magn- oliu veiti henni einnig mikinn inn- blástur. Þórunn segist ekki eiga sér neitt sérstakt uppáhaldsjólaskraut en stjörnur af öllum stærðum og gerð- um séu í miklu dálæti hjá sér. „Svo er ég ilmkertasjúk og á alltaf til greni- ilminn frá Bath and body works, og jólasápurnar frá Williams-Sonoma.“ Þar sem Þórunn er dugleg að skipta út jólaskrauti leikur mér for- vitni á að vita hvað verður um jóla- skrautið sem hefur skilað sínu hlut- verki. „Ég hef vanið mig á að gefa það, ég fór til dæmis með mikið magn í Rauða krossinn í fyrra.“ Ein hefð er þó stór hluti af undir- búningi jólanna á heimili Þórunnar og fjölskyldu en það er að fara saman í Haukadalsskóg og fella þar drauma- tréð. „Við veljum annað hvort stafa- furu eða blágreni og erum yfirleitt búin að koma því skreyttu upp tveim- ur vikum fyrir jól.“ Þórunn blandar saman bæði nýju og gömlu skrauti á tréð, aðallega í silfri, hvítu og gráu. „Ég hef safnað mér ýmsu á tréð á ferðalögum erlendis, því til viðbótar finnst mér einstaklega fallegt að vera með mikið magn af seríum. Síðustu jól var tréð skreytt þrjú hundruð perum.“ En hvað setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að jólahaldinu hjá Þórunni? „Allt, en toppurinn er án efa þegar ég heyri kirkjuklukkurnar í Bústaðakirkju hringja inn jólin; fæ gæsahúð. Og svo auðvitað dásamlegi jólamaturinn hennar mömmu.“ Toppurinn að heyra í kirkju- klukkunum Þórunn Högnadóttir, ritstjóri tímaritsins Home Magazine og einn fremsti fagurkeri landsins, veigrar sér ekki við að viðurkenna aðdáun sína á jólunum og metnað sinn í jólahaldi heimilisins. Kolbrún Pálína Helgadóttir | kolbrun@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Mæðgurnar þær Þórunn og Leah Mist eru svo sannarlega tilbúnar að taka á móti jólunum. Þemað í kransa- gerðinni var einfalt hjá Þórunni í ár en útkoman er ein- staklega falleg. „Ég hef alltaf gert minn eigin krans og er aldrei með sama útlit á kransinum fyrir utan eitt sem er alveg heil- agt og það eru kertin. Þau eru alltaf hvít.“ ❄
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.