Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 107
Jólablað Morgunblaðsins 107
fallegar og vandaðar jólagjafir fyrir börnin
Skólavörðustíg 5 • 101 Reykjavík • www.litiliupphafi.is
DJECO
eldhús
21.900 KR.
DONE BY DEER
kubbar
6.400 KR.
SEBRA
dúkkuvagn
22.900 KR.
Getty Images/iStockphoto
6 eggjarauður
1 bolli púðursykur
1 tsk. vanilludropar
½ l rjómi
2 matskeiðar Dracula
Pulver-lakkrísduft.
Eggjarauðurnar, púðursykurinn
og vanilludroparnir eru þeytt vel
saman. Þá er rjóminn þeyttur í ann-
arri skál, þó ekki stífþeyttur. Eftir
það er öllu blandað saman ásamt
piparduftinu með sleif. Athugið að
gott er að bæta duftinu smátt og
smátt út í ísblönduna og smakka ísinn til
og bæta við dufti eftir smekk. Að lokum er ísinn
settur í form og inn í frysti.
Ís með lakkrísbragði
sem slær í gegn
Sælgæti og ís með pipardufti hefur tröllriðið öllu að
undanförnu og er þá ekki tilvalið að setja slíkt duft út í jóla-
ísinn? Þetta svokallaða piparduft gefur ísnum skemmti-
legt lakkrísbragð. Piparísinn er síðan hægt að bragðbæta
með súkkulaðispænum eða ferskum berjum svo dæmi
séu tekin. Þennan ís er lítið mál að útbúa og hann ætti að
slá í gegn hjá öllum, sérstaklega ungu kynslóðinni.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Piparduftið
svokallaða
frá Dracula
gefur ísnum
lakkrísbragð.
Gómsætt
Þ
ar sem ég er mikil plöntukona ákvað ég að
skreyta stjakann með litlum þykkblöðungum
sem ég raðaði á til að byrja með. Síðan fyllti ég
upp í stjakann með hreindýramosa og skreytti
að lokum með nokkrum könglum. Gráu kertin
finnst mér svo passa vel við náttúrulega þemað
í kransinum,“ útskýrir Hafdís sem hefur notað aðventustjakann
frá Kähler síðustu fern jól en hún hefur alltaf skreytt hann á
ólíkan hátt fyrir hver jól. „Hráefnið sem ég notaði er auðveld-
lega hægt að fá úr náttúrunni, fyrir utan þykk-
blöðungana sem fást í blómabúðum. En þar
sem að ég var svolítið á síðustu stundu að útbúa
kransinn þá keypti ég allt hráefnið í næstu mat-
vörubúð hér í Danmörku.“
Heldur öllu skrauti í lágmarki
Hafdís segir stíl sinn vera mínimalískan og
einkennast af skandinavískum straumum „Ég
held litum í lágmarki og er mikið fyrir plöntur
og hluti sem minna á náttúruna. Þannig að
kransinn í ár er alveg í takt við minn stíl. Ég
hef aldrei verið mikið jólabarn þó að mér finn-
ist auðvitað gaman á jólunum með fjölskyld-
unni. Ég held t.d. jólaskrauti í lágmarki og kaupi
mér bara tilbúnar smákökur ef mig langar í þær,“
segir hún að lokum.
Aðventukransinn
Aðventustjakinn frá
Kähler klikkar ekki
Hafdís Hilmarsdóttir notaðist við Illumina-stjakann frá Kähler
þegar hún setti saman aðventukransinn sinn. „Hann er auð-
velt að skreyta eftir eigin höfði,“ segir Hafdís, sem skreytti
kransinn meðal annars með þykkblöðungum og könglum.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Hafdís Hilmars-
dóttir er búsett í
Horsens í
Danmörku.
Svona lítur aðventustjakinn frá
Kähler út áður en hann er skreyttur.
„Hráefnið
sem ég not-
aði er auð-
veldlega hægt að fá
úr náttúrunni.“
❄
❄