Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 120

Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 120
J ólin eru án efa minn uppáhaldstími, þá sérstaklega þegar snjórinn byrjar að falla og fjölskyldan verður nánari. Að vera í jólafríi og njóta tímans með fjölskyldunni er uppáhalds,“ segir Sólrún sem mun fara yfir jólaþrifin með fylgjendum sínum á Snapchat. „Ég elska að hafa hreint í kringum mig og sömuleiðis elska ég að miðla reynslu minni til annarra, það geri ég daglega í gegnum Snapchat. Þar kemur þrifáráttan sterk inn.“ Eins og áður sagði er Sólrún mikið jólabarn og hún þarf hálfpartinn að halda aftur af sér þegar kemur að jólaundirbúningnum. „Ég reyni að halda aftur af mér með skreytingarnar,“ segir hún og hlær. „Ég reyni að halda í hefðirnar sem mamma hefur verið með síðan ég var barn en ein er að skreyta fyrir fyrsta í aðventu. Sama með baksturinn, ég elska að baka og geri mikið af því fyrir jólin. En ég byrja ekki fyrr en heimilið er orðið full- skreytt.“ Sólrún byrjar svo tiltölulega snemma að kaupa jólagjafir og und- irbúa innkaupin. „Ég byrja í september eða október að skrifa niður lista yfir þá sem fá gjafir og kort frá okkur. Mér finnst gott að byrja snemma - bæði peninga- og tímalega séð. Ég vil alls ekki vera í stressi rétt fyrir jól að kaupa gjafir, þess vegna byrja ég að kaupa eina og eina í byrjun októ- ber. Það er líka sniðugt að dreifa kostnaðnum yfir október, nóvember og desember svo mað- ur fái ekki einn stóran reikning í hausinn í desem- ber.“ Spurð út í jólahefðir segir Sólrún að hún og unnusti hennar, Frans, séu farin að skapa sér sínar eigin jóla- hefðir saman. „Já, við höfum verið að bæta einni og einni hefð við hver jól enda elska ég skemmtilegar jólahefðir. Við til dæmis kaupum okkur eitt fallegt jólaskraut í byrjun desember. Svo fáum við fjölskyld- una í mat og spilum saman á aðventunni, skreytum piparkökuhús, sendum jólakort og fullt fleira skemmtilegt. Ég get heldur ekki beðið eftir að skapa skemmtilegar hefðir með Maísól, stelpunni okkar, mér finnst skipta öllu máli að leyfa börnunum að taka þátt í svona hefðum.“ Jólatónlistin er ómissandi í þrifunum Þegar kemur að jólaþrifunum byrjar Sólrún á eld- húsinu, það tekur hún sérstaklega vel í gegn fyrir há- tíðirnar. „Ég byrja alltaf á eldhúsinu þegar ég þríf, sama hvort það eru vikuþrifin eða jólaþrifin. Mér finnst það bara langbest. Það sem ég tek í nefið fyrir jólin í eldhúsinu er bakaraofninn, örbylgjuofninn, helluborðið, ruslaskápurinn, uppþvotta- vélin, viftan og ísskápurinn.“ Því næst tekur Sólrún baðherbergið í gegn. „Ég er síðan með þvottahús sem ég vil alltaf hafa tipp topp og sömuleiðis þvottavélina og þurrkarann. En allt þetta sem ég hef talið upp fer ég reglu- lega yfir á Snapchat. Fólki finnst gott að láta „minna“ sig á svona hluti svo áhugasamir geta fylgst með þar.“ Í jólaþrifunum þykir Sólrúnu gott að hækka vel í tónlistinni. „Mér finnst svo jólalegt að setja jólalögin í botn og þrífa sófann og gólfmottuna,“ segir hún og hlær. „Já, alveg klárlega,“ segir Sólrún spurð hvort hún lumi á einhverju skotheldu ráði til að kalla fram ferska lykt á heimilinu. „Gamalt og gott er að sjóða borðedik í potti. Fólk hefur gert þetta í hundrað ár og þetta er til dæmis algjör snilld fyrir þá sem vilja losna við skötulyktina í ár,“ segir Sólrún sem mælir svo með að sjóða kanil eða negul með edikinu í desember og kalla þannig fram sannkallaðan jólailm. Áhugasamir geta svo fylgst með henni á Snapchat, undir notendanafn- inu solrundiego, en þar mun hún deila með áhorf- endum sínum hvernig hún framkvæmir jólaþrifin heima hjá sér. Svo mun hún einnig deila öllu saman með lesendum sínum á Mamie.is. Jólaundirbúningur Mun fara yfir jóla- þrifin á Snapchat Sólrún segir sniðugt að sjóða kanil eða negul í borðediki, þannig kemur jólalykt í hús. Bloggarinn og Snapchat-arinn Sólrún Lilja Diego er mikið jólabarn og elskar allt sem tengist jólatímanum. Sólrún, sem er þekkt fyrir að deila góðum ráðum sem tengjast heimilishaldi og þrifum á blogginu sínu og á Snapchat, mun á næstunni fara yfir jólaundirbúninginn með áhugasömum á þeim miðlum. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Sólrún er virk á Snap- chat ásamt því að blogga reglulega á Mamie, en hún og vin- konur hennar halda þeirri síðu úti. Samhliða því stundar hún nám við Háskólann í Reykjavík. Sólrún og Frans eru með þá hefð að kaupa sér eitt nýtt jólaskraut í desember. „Ég get heldur ekki beðið eftir að skapa skemmtilegar hefðir með Maísól, stelpunni okkar.“ ❄ 120 Jólablað Morgunblaðsins fæst í Spilavinum Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - www.spilavinir.is Jólagjöfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.