Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 46
Ritkynning Chronic Problem Wounds er bók sem var gefin út 1983 hjá Little, Brown and Company, Boston. Útgáfu önnuðust Ross Rudolph M.D. og Joel M. Noe M. D., en fjöldi sérfræðinga lögðu til efnið. Bókin er 250 blaðsíður, vönduð og með fjölda Ijósmynda. Eins og bókarheitið segir til um fjallar hún um all- flestar tegundir sára sem erfitt er að eiga við. Kaflar eru um legusár, fótasár, sykursýkissár, geislasár, lyfjabrunasár (t. d. eftir cytotoxisk lyf) og skurðsár, svo eitthvað sé nefnt. í hverjum kafla er skýrt frá hvernig og hvers vegna sárið myndast og meðferð og meðhöndlun í hverju tilfelli skýrð og rökstudd. Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla m. a. um hvernig sár grær eðlilega, um val og meðferð umbúða og lyfja, hvernig haga skal sáraskiptingum, hvaðan og hvernig helst bakteríur berast í sár og hvernig heildarupp- bygging meðferðar er best. Einfaldar teiknimyndir eru til skýringar textanum. Einnig er ágætur kafli um næringu og gildi hennar hjá þessum sjúklingum, annar um andlega erfiðleika hjá sumum þeirra og síðast stuttur kafli er sýnir fram á þann mikla kostnað sem fylgir þessum kvillum. Bókin er mjög skýr og greinargóð og ég tel eindregið að hún eigi erindi á flestar deildir og hvet hjúkrunar- fræðinga til að kynna sér hana. Sigríður K. Lister hjúkrunarfræðingur Nutrition and Diet Therapy Höfundur: Velma L. Kerschner, R.N., B.S. Gefin út í Bandaríkjunum 1983. Bókin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem skiptist í 12 kafla, fjallar um næringarefnafræði. Þ. e. hún tekur fyrir hlutverk orkuefna og bætiefna í líkaman- um. Einnig er þar fjallað um þörf hinna ýmsu aldurs- hópa á orkuefnum og bætiefnum, og hvernig haga skuli mataræði til þess að fullnægja ráðlagðri dags- þörf fyrir þessi efni. í þessum hluta er rætt um nokkrar algengar matareitranir og aðferðir við geymslu á ýmsum matvælum. í seinni hluta bókarinnar er fjallað um sjúkrafæði. Skýrt er hlutverk fæðunnar sem eins þáttar í meðferð sjúkdóma. Bent er á hvaða fæðutegundir fólk getur valið sér, t. d. í sambandi við lifrarsjúkdóma, hjarta- sjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, taugasjúkdóma, ofnæmissjúkdóma og krabbamein. Einn kaflinn er um samspil lyfjagjafar og næringar. Bent er á hvernig lyf geta haft áhrif á frásog mismunandi næringarefna, sem aftur kallar á aukna þörf fyrir viðkomandi nær- ingarefni. Þannig er mögulegt að draga úr líkum á því, að sjúklingur þjáist af næringarskorti af völdum Iyfja. Fengist er við vandamál þeirra, sem eru of feitir, og einnig þeirra, sem eru of léttir. Rætt er um hugsanlegar orsakir og bent er á mögulegar leiðir til úrbóta. A eftir hverjum kafla eru spurningar, sem lesendum er ætlað að nota til þess að rifja upp efnið. í lok hvors hluta eru krossaspurningar ætlaðar í sama tilgangi. Aftast í bókinni eru skiptilistar fyrir sykursýki, nær- ingarefnatafla, fæðislistar fyrir þá sem þurfa að tak- marka fenylalanin í fæðinu (PKU) og tafla yfir ráð- lagða dagsskammta, t. d. fyrir ungbörn, fullorðna og fyrir konur með börn á brjósti. Gunnar Kristinsson matvælafræðingur 40 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.