Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 23
 Eftirréttur Pekanhnetukarfa með ferskum ávöxtum og bragðbœttu rjómakremi Karfan: 1 bolli pekanhnetur 1/2 bolli (120 gr) afhýddar möndlur 1/2 bolli smjör (rúmlega 100 g) 1/2 bolli sykur 1 msk síróp 2 msk mjólk 3 msk hveiti Pekanhneturnar og möndlurnar settar í matvinnslu- vél |)ar til á stærð við steina úr vínberjum. Smjör, sykur og síróp þeytt saman. Hnetum og mjólk bætt út í og hveitinu blandað varlega saman við í restina með skeið eða spaða. Deigið kælt í nokkrar klst (4). Ofninn bitaður í 175° C. Feiti sett á bökunar- pappír. Tvær kúluís-skeiðar settar á feitan pappír- inn. Flatt btillega út með því að þrýsta með vax- eða bökunarpappír ofan á kúlurnar eða þar til hring er náð. Pappírinn tekinn af. Bakað þar til karamellulit er náð u.þ.b 10-12 mín. Skorið er upp í kökurnar inn að miðju. Ein kaka í einu er tekin af plötunni með þunnum spaða og þrýst afar varlega ofan í víðan bolla t.d. tebolla. Látið kólna. Avextir: Ferskir ávextir (t.d. melóna, kiwi, jarðaber, vínber, papaya, mango, appelsína, epb) skornir í btla bita. Hver karfa fyllt ávöxtum. Rjómakrem sett yfir ávextina og/eða borið fram með. Rjómakrem: 50-75 g makkarónukökur, muldar smátt Sherry, líkjör eða ávaxtasafi 2 eggjarauður 1 peli rjómi Makkarónukökurnar muldar smátt. Bleytt í þeim þær. Rjóminn þeyttur og honum síðan blandað vel með áfenginu eða ávaxtasafa. Eggjarauðurnar þeytt- saman við eggjahræruna. Látið kólna vel. ar þar til vel ljósar. Makkarónumassinn J)eyttur út í Árangur Þegar allir saumaklúbbsfélagar voru mættir og búnir að fá fordrykk, kveikti Asta á kertum í borðstofunni og bað gestina um að gjöra svo vel. Ekki leið á löngu uns J)ær mösuðu saman })annig að í stofunni var þægilegur kliður. Maturinn var fallega fram borinn og smakkaðist vel. Pönnukökukörfurnar með forrétt- inum vöktu athygli og Asta þurfti að lýsa nákvæmlega hvernig hún bæri sig að við gerð þeirra. New York vínið seytlaði auðvehllega niður um kverkar og J)ótti einstaklega gott. Fyrir aðalréttinn fékk Ásta eink- unnina 11 af 10 mögulegum. Með honum voru frönsk baguette-hrauð horin fram í körfu. „Finnið þið mikið hvítlauksbragð?“ spurði gestgjafinn en gestirnir fundu ekki mikið af J)ví. „Það eru nefnilega 40 hvít- lauksrif í réttinum,“ tilkynnti matreiðslumeistarinn J)á. Þar með var tabð leitt að hvítlauk og lækningar- mætti lians. Þar næst var rætt um trönuberjasaft sem Jiær stiillur sögðu að væri einstakt meðal til að fyrir- byggja blöðrubólgu. „Þetta stendur í öllum amerísk- um hjúkrunarhandbókum,“ upplýsti Ásta. Blönduð með giui verður trönuberjasaft hins vegar að höfug- um drykk sem nefnist Sea breeze'\ Galbnn er að trönuberjasaft fæst ekki í helstu stórmörkuðum í Reykjavík. Flugfreyjan í hópnum kaupir J)ví gjarnan birgðir af henni á ferðum sínum í útlöndum og út- deilir meðal vina. Loks var komið að eftirréttinum. „Þetta er mjög Astulegur réttur,“ sögðu vinkonurnar um hann. Hann reyndist vera frískur og léttur og körfurnar úr pekanhnetunum voru hreinasta sælgæti. Þessu notalega kvöldi hjá saumaklúbbnum henn- ar Ástu Thor lauk með kaffi í stofunni. Uti fyrir var stjörnubjört haustnóttin ung... Þ.R. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 7B.ÁRG. 1997 271

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.