Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 26
mati, að aðlaga töluvert að aðstæðum á hennar deild. „Það er galli að hjartasjúklingarnir leggjast inn á lyflækningadeild, eru svo færðir yfir á skurðdeild á meðan unnið er að aðgerðinni en síðan eru þeir flutt- ir aftur yfir á lyflækningadeildina til eftirmeðferðar. Sama skráningaraðferðin á ekki við á báðum stöðum og þessi flutningur fram og til baka ruglar ferlið,“ segir hún. Hún segir að í Noregi sé auðvelt fyrir hjúkrunar- fræðinga að fá vinnu og að íslenskir hjúkrunar- fræðingar njóti virðingar í Noregi. „Mér fannst vera farið að hlusta á mig eftir '/2 ár. Eg á gott samstarf við lækna en frá hjúkrunarfræðingum hef ég stund- um mætt svona hálfgerðri þreytu með orðunum: Hvað ertu að ströggla? “ Henni finnst lítill faglegur metnaður ríkja meðal norsku stallsystranna. „Iljúkrunarfræðingar fara t.d. mjög sjaldan á ráðstefnur. Starfsfólkinu býðst að heimsækja stað í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum en það eru aðal- lega læknar sem fara |iangað. Ég sótti, ásamt annarri sem hafði áhuga á fjöláverkum, um að fara til Balti- more í námsferð. Við fengum með herkjum að fara. Við vorum í '/2 mánuð og komum heim uppfullar af hugmyndum. Eftir á vorum við beðnar um að halda fyrirlestur fyrir læknana en mættnm mótbyr hjá hjúkrunarfræðingunum,“ segir hún og heldur áfram: „Eg var allt í einu orðin ein með strákunum. Hér liefur viðmiðunin verið sú að hjúkrunarfræðingur er góður ef tæknileg færni er í lagi. Þannig var matið og þá skipti umhyggjan eða tannhirða sjúklinga og atriði eins og að snúa fólki í rúminu engu máli.“ Asdís segist hafa unnið mjög mikið fyrstu árin og eiginlega unnið yfir sig. „A gjörgæslunni fékk ég ladn- unar einkenni og varð að hætta. Eg var í brjálaðri vinnu, rak í raun deildina á kvöldin og nóttinni. Eg vann oft um 40 yfirvinnustundir á mánuði og stund- um meira. Núna vinn ég bara virka daga og vinnu- tíminn er 35 V2 ldst. á viku og engin yfirvinna en svolítið breytilegar vaktir,“ segir hún. Ásdís ferðast um á hjóli og býr ein í 45 fm íbúð á vegum sjúkrahússins. Mánaðarleigan er 2400 nkr. (24 þús.ískr.) á mánuði fyrir utan rafmagn og hita. „Ibúðin var í lélegu ástandi þegar ég tók við henni. Ég setti fram kröfur um endurbætur og fékk hana lagaða. Það var ekki liægt að bjóða mér hærri laun OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNAR TIL KL. 21.00 HRINGBRAUT 119 - VIÐ JL HÚSIÐ en hins vegar var hægt að veita mér hlunnindi á þennan hátt,“ segir hún. „Mánaðarlaunin mín eru um 19,500 nkr. á mán- uði (180 þús ískr.) og 37% fara í skatta. Eyrsta xk árið sem ég var hérna fannst mér ég hafa góð laun en sú tilfinning var fljót að hverfa. Osló er víst með dýr- ustu borgum í lieinii og húsnæði hér er t.d. dýrara en heima. Samt næ ég þó að leggja til hliðar í hverjum mánuði hérna. Það gat ég ekki heima,“ segir Ásdís. Hún vill lítið segja um heimþrá og heimferð. I bili er hún sátt við að vera þar sem hún er. Það er hins vegar aldrei að vita livað framtíðin ber í skauti sér. Þ.R. Iðunnar Apótek Domus Medica Egilsgata 3 • 101 Reykjavík Alm. sími 563 1020. Læknasími 563 1021 Fax 552 8518 Opið: Mánud. - Föstud. 9:00-19:00 — BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 Mjodd, 109 Reykjavík Alm. sími 557 3733, 557 3390 Læknasími 557 3450 Fax 557 3332 Opið: Mánud. - Föstud. 9-19 Laugard. 10-14 274 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.