Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 29
brigðisþjónustan aðallega rekin á kostnað sam- félagsins. Aðrar þjóðir aðhyllast frekar að hlut- ur „samfélagsins“ vegi þyngst í forgangsröð- uninni og geti haft forgang fram yfir læknis- fræðilegar þarfir veikburða einstaklinga. Ef slíkt viðhorf réði er hætt við því að heilbrigðis- starfsfólk hér á landi kæmist í siðferðilegan vanda. Til dæmis yrði læknaeiðurinn rofinn að verulegu leyti og ennfremur núgildandi lög, nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, um jafnt aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustunni. I lögum um réttindi sjúklinga, er samþykkt voru á Alþingi 1997, stendur skýrt í gr. 11: Ef nauðsynlegt reynist að forgangsraða sjúklingum vegna meðferðar skal fyrst og fremst byggt á læknisfræðilegum sjónarmiðum. Ef breyta á fyrirkomulaginu verður að breyta lögum. Osveigjanlegar reglur um forgangsröðun eru ekki raunhæf lausn því að læknisfræðin er í stöðugri framför. Erfitt er því að setja ósveigjanlegar reglur um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni og seint verða menn sammála um alþjóðlegar reglur í því efni. Að baki þeirrar óeiningar liggja ólíkir menningarstraumar og siðferðileg viðhorf. A Vesturlöndum virðist jafnvel ríkja nokkur tvöfeldni í þessu efni ef litið er til ákalls margra stjórnenda og stjórnmálamanna um markaðslausnir á vanda heilbrigðisþjónust- unnar. Harður markaðsrekstur getur aldrei samrýmst samfélagslegum viðhorfum um jafnt aðgengi einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og verulegur hluti fólks hefur ekki efni á að sækja einkarekna þjónustu. Eg felst á norræn viðhorf í þessu máli, sem að nokkru leyti eru studd skoðun Hollendinga. Megininntak forgangsröðunar verður því að forgangsraða eftir læknisfræðilegum sjón- armiðum en þar eru eftirfarandi sjónarmið í forsæti: - þörf einstaklingsins fyrir meðferð - virðing fyrir manngildi - samábyrgð. Það álit ýmsra að kostnaður vegna heil- brigðisþjónustu muni aukast á næstu árum virðist ekki á rökum reist. Að áliti Ileimsheils- unnar (WHO), bandarískra og enskra heil- brigðisyfirvalda, er allt útlit fyrir að svo muni ekki verða og jafnvel muni kostnaður lækka vegna m.a. lækkandi legukostnaðar, þó að kostnaður við sumar hátækniaðgerðir muni aukast. Svo virðist sem þessi þróun sé hafin á Islandi ef miðað er við kostnaðartölur síðustu ára. Megininntak forgangsröðunar í framtíðinni verður því óbreytt að mestu en þó með nokkrum áherslubreytingum. Viðhalda skal: - jöfnu aðgengi allra til heilbrigðisþjónustu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. - þeirri venju að læknisfræðileg sjónarmið ráði mestu um meðferð sjúklinga og að alvarleiki sjúkdóms ráði þar rnestu, sbr. lög um réttindi sjúklinga 1997. - samábyrgð með þeim sem veikastir eru. áherslu á heilsuvernd, sérstaklega tóbaksvarnir. áherslu á heilsugæslu. - uppbyggingu dagdeilda og utanspítala- þjónustu þar sem t.d. flestar skurðaðgerðir verða „dagsverk“. Draga skal úr byggingu legudeilda. Áhersla skal lögð á að: - ná samkomulagi um áhrifamestu og jafn- framt hagsýnustu meðferðina hverju sinni. Skarpari skil milli meðferðarleiða og skipu- lags. Dýrar og árangurslitlar aðferðir verði ekki greiddar af almannafé. Arangur meðferðar metinn með tilliti til „skyn- samlegs“ kostnaðar. - efla göngu- og dagdeildir sem mest og draga úr legudeildabyggingum. - byggja sjúkrahótel og sjúkramótel. - efla fjarlækningar og nútímaleg tölvu- og sjónvarpssamskipti við minni sjúkrahús á landsbyggðinni svo að unnt sé að sinna gæðarannsóknum og minni háttar aðgerðum þar. - bæta hagkvæmni í lyfjagjöfum. Seint verður við því brugðist ef svo heldur sem horfir, að lyfjafyrirtæki eru aðal miðlarar til lækna um ágæti lyfja! - efla forvarnir. - bæta aðgengi sjúklinga með hjarta-, æða-, liða- og þvagfærasjúkdóma. - hefja rekstur geðsjúkraheimila í formi sam- býla í þéttbýli til þess að sinna fólki með langvinna geðsjúkdóma sem annars er endurinnlagt í fjölmörg skipti á dýr bráðageðsjúkrahús vegna lélegs aðbúnaðar og eftirlits eftir útskrift. - setja skal reglur um 3-6 inánaða biðthna og bókanir eftir aðgerðum. Nefnd ráðherra mun ljúka starfi á næsta hausti. Skýrt skal tekið fram að hér eru birtar skoðanir höfundar. Tl'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.