Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 35
Fréttir Háskólans á Akureyri 10 ára Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri (H.A.) héll upp á 10 ára afmæli sitt 27. september sl. Fjöldi góðra gesta ávarpaði samkomuna og slegið var á létta strengi í tali og tónum. Heilbrigðisdeild bárust fjöldi gjafa og beillaóska frá velunnurum og samstarfs- stofnunum fyrr og nú. Heilbrigðisdeild var önnur tveggja deilda sem H.A. hóf starfsemi sína með í september 1987. A af- mælishátíðinni rifjaði Margrét Tómasdóttir, fyrsti forstöðumaður heilbrigðisdeildar, upp fyrstu skrefin í starfi deildarinnar. Hún lýsti því m.a. að forstöðu- maður, kennarar og nemendur hefðu oft og tíðum þurft að grípa í fleira en bækurnar fyrstu árin t.d. að bera stóla- og borð og setja saman tæki. Þá var kennslutími nemenda oft miðaður við vinnutíma að- komukennara og því jafnvel kennt um helgar og nemendur kallaðir úr páskafríi til að hlýða á fróð- leikskorn meistaranna. Eins og vænta mátti af braut- ryðjendum stóðust nemendur heilbrigðisdeildar þess- ar áskoranir með ágætum. Guðrún Una Jónsdóttir, úr hópi fyrstu braut- skráðu hjúkrunarfræðinganna frá heilbrigðisdeild H.A., lýsti gleði og raunum fyrstu nemendahópanna. Hún nefndi einnig starfsvettvang hvers og eins þess- ara fyrstu brautskráðu kandídata. Meðal annars kom fram að tveir þeirra 11 hjúkrunarfræðinga er brautskráðust úr fyrsta hópnum 1991, hafa þegar lokið meistaranámi í hjúkrun. Annar þeirra, Helga Lára Ilelgadóttir, hefur nú skilað sér „heim“ þ.e. hafið störf sem lektor við heilbrigðisdeild H.A. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á 3. ári, sýndi afmælisgestum dagbók hjúkrunarfræðinemans í örhtlum spéspegli. I ávarpi sínu rakti dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor H.A., uppbyggingu skólans frá stofnun 1987. Dr. Sigríður llalldórsdóttir, forstöðumaður heil- brigðisdeildar, sagði að varla hefði verið hægt að halda betur upp á 10 ára afmælið en með með stofn- un námsljrautar í iðjuþjálfun við deildina á árinu, jafnframt því að efna til náms til meistaragráðu í hjúkrunarfræði í samvinnu við Manchesterháskóla. 1 ávarpi sínu vakti hún athygli á hve hjúkrunarfræði- kennurum með meistaragráðu eða meira hefði fjölg- að við deildina, en sjálf var hún eini hjúkrunarfræð- ingurinn með ineistaragráðu fram til 1995. Nú hefur Sigríður lokið doktorsprófi og finmi hjúkrunarfræð- ingar við deildina hafa meistaragráðu, þær Arún K. Sigurðardóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ilelga Lára Helgadóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir og Sía Jóns- dóttir. Auk þess eru fjórir lektorar deildarinnar í fjarnámi til meistaragráðu við Manchesterháskóla i Bretlandi, þau Hafdís Skúladóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Magnús Olafsson og Sigfríður Inga Karlsdóttir. Þetta þýðir að innan árs verða væntan- lega 10 kennarar við deildina með meistaragráðu eða meira í hjúkrunarfræði. Það var merkur áfangi sem náðist í haust er hafið var nám í iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild H.A. Er Jiað í fyrsta skipti sem hægt er að stunda náin í iðjuþjálfun á Islandi. Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfar og lektorar, gerðu stuttlega grein fyrir hugmyndafræði iðjuþjálf- unar og markmiðum með stofnun iðjuþjálfunar- brautar við skólann. Þá gerðu Jiær grein fyrir upp- byggingu námsins og belstu áherslum. Þar er gengið út frá |iví að fólk sé í eðli sínu virkt og haldið at- hafnaþörf. Þessari þörf fái það fullnægt með margs konar iðju sem veitir tilgang, ýtir undir alhliða Jjroska og eykur færni en að iðjuleysi geti verið skað- legt heilsu og dregið úr Jjroskamöguleikum. Iðjujvjálf- ar leitast við að nálgast mannlega erfiðleika á heild- rænan hátt og beita til Jiess íhlutun sem felur í sér [ijálfun, fræðslu og ráðgjöf. Mikill áhugi er fyrir námi í iðjuþjálfun og hófu 40 nemendur nám í haust. Vegna takmarkaðra námsplássa í verklegu náini munu einungis 15 þeirra fá að hefja nám á vormisseri 1. árs. Á afmælishátíðinni voru einnig kynnt þrjú loka- verkefni til B.Sc.-prófs í hjúkrunarfræði, sem unnin voru vorið 1997. Það voru verkefnin: • Starfssvið hjúkrunarfræðinga: Ilin ósýnilega stétt • Lífið snýst um neytandann: Upplifun mæðra af því að eiga ungling í vímuefnavanda • Stoð í erfiðri stöðu: Reynsla foreldra barna með fötlun af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Að kvöldi afmælisdagsins var efnt til hátíðar- kvöldverðar á Fiðlaranum og var kvöldstundin vel heppnuð og gleði ríkti þar sem annars staðar Jiennan ágæta dag. Elsa B. Friðfinnsdóttir TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.