Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 37
A döfinni Bráðahjúkrunarfræðingar Stofnfundur fagdeiidar bráðahjúkrunarfræðinga verður haldinn fimintudaginn 15. janúar 1998 kl. 20.00 í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, Suðurlandsbraut 22, 3. hæð. Hjúkrunar- fræðingar sem vinna á bráðamóttöku eða hafa áhuga á bráðahjúkrun eru hvattir til að mæta. U ndirbúningsnefnd Greiðslur í Vinnudeilusjóð Greiðslur hefjast í Vinnudeilusjóð Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga frú og með 1. janúar 1998 Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 15. og 16. maí 1997 var samþykkt tillaga frá full- trúum í kjaranefnd félagsins þess eðhs að hjúkrunar- fræðingar myndu greiða 0,3% af heildarlaunum sínum í Vinnudeilusjóð Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga frá og með 1. janúar 1998. Samkvæmt reglugerð um Vinnudeilusjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er tilgangur sjóðsins að greiða kostnað við vinnudeilur félagsmanna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á nú um 18 milljónir króna í vinnudeilusjóði og Ijóst er að þessi fjárhæð dugar skammt ef til vinnudeilna kemur hjá hjúkrunarfræðingum. Þessi fjárhæð myndi t.d. ein- ungis duga til að greiða hverjum hjúkrunarfræðingi sem nú er í starfi einu sinni 8.500 kr. Það er hins vegar mikill stuðningur bæði fyrir samninganefnd félagsins á hverjum tíma og hjúkrunarfræðinga að geta vísað til þess að félagið eigi öílugan verkfallssjóð ef til vinnudeilna kemur. Hildur Einarsdóttir Rannsókna- og visindasjóður hj ukrunarfræ ðinga Úthlutun styrkja Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga var stofnaður 1987 af Maríu Finnsdóttur, þáverandi fræðslustjóra lljúkrunarfélags Islands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræð- inga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræð- um hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsóknarvinnu. Ekki er veitt úr sjóðnum í tengslum við nám. I stjórn sjóðsins, sem skipuð er af stjórn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, á sæti María Finnsdótt- ir, formaður, ásamt Onnu Birnu Jensdóttur og Stef- aníu Sigurjónsdóttur, meðstjórnendum. Stjórn sjóðs- ins hefur á hendi alla framkvæmd styrkveitinga og reikningshald sjóðsins. Stofnfé sjóðsins var 100 þús. kr. og tekjur hans áætluð frjáls framlög. Stjórn sjóðsins lét útbúa lykla- kippur með merki Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og rennur ágóði af sölu þeirra til sjóðsins. Næst verður veitt úr sjóðnum í árslok 1997. Umsóknarfrestur til að sækja um styrk úr sjóðnum er til 15. desember 1997 og fást umsóknareyðu- blöð á skrifstofu Félags íslenskra hjúki'unarfræðmga. Þjóðráð safnar auglýsingum Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gert samning við nýjan aðila um að safna auglýsingum fyrir tímaritið. Hænir sf. útgáfuþjónusta. sem hefur safnað auglýsingum fyrir tímaritið, handbókina og l’l. á vegum félagsins undanfarin 2 ár, hættir störfum fyrir blaðið Irá og með áramótum nk. Félagið hefur í staðinn gert samning við Þjóð- ráð ehf. markaðsþjónustu um að safna auglýsing- um fyrir tímaritið og etv. önnur verkefni. Þjóðráð liefur störf fyrir félagið um áramótin og sér því um að alla auglýsinga í fyrsta tölublað tímaritsins á næsta ári sem áætlað er að komi út í byrjun febrúar. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.