Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 38
 Á döfinni 'BreýtiitA á félagsgjöldum Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 15. og 16. maí 1997 var samþykkt að hreyta félags- gjöldum úr 1,55% af dagvinnulaunum í 1,1% af heildarlaunum frá og með 1. janúar 1998. Einnig var samþykkt að greiða 0,3% af heildarlaunum í Vinnu- deilusjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá og með I. janúar 1998 (sjá umfjöllun á hls. 286). Áætlað er að félagsgjald, sein nemur 1,1% af heildarlaunum, gefi félaginu söniu heildartekjur og félagsgjald sem nemur 1,55% af dagvinnulaunum. I greinargerð stjórnar félagsins var m.a. bent á eftirfarandi kosti við að greiða félagsgjald af heildar- launum: * Mikil óvissa er um launaþróun lil framtíðar og hvers konar launakerfi hjúkrunarfræðingar munu húa við í framtíðinni. Með því að félagsgjald sé greitt af öllum launum eru félaginu tryggðar stöðugar tekjur sem eru ekki háðar því hvernig launaþættir eru skilgreindir á hverjum tíma og hver samsetning launa verður í framtíðinni hjá hjúkrunarfræðingum. * Eitt af markmiðum með hinu nýja launakerfi er að hækka hlut dagvinnulauna. Ef það markmið næst Jiá'lækka greiðslur hjúkrunarfræðinga til félagsins við Jiað að miða félagsgjaldið við heildarlaun en ekki dagvinnulaun. * Það getur verið erfitt að skilgreina hvað eru föst laun Jiar sem föst laun geta t.d. samanstaðið af taxta- launum og ákveðinni yfirborgun. * Greidd er lægri % af öllum launum en ef félags- gjaldið er miðað við föst laun. Með Jjessari hreytingu gætu félagsgjöld liækkað hjá Jjeim hjúkrunarfræðing- um sem fá verulegan hluta af sínum heildarlaunum með yfirhorgunum, yfirvinnu og álagi. Á móti lækka félagsgjöld í Jieim tilfellum þar sem taxtalaun eru stærsti hluti heildarlauna. * A undanförnum árum hafa yfirborganir orðið sífellt stærri hluti fastra launa, sérstaklega hjá þeim starfsstéttum Jiar sem karlmenn eru í meirihluta starfsmanna. Ovissa er um Jiessa þróun til framtíðar lijá hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga Alþjóðleg ráðstefna Heilsa kvenna: Viirna, krabbamein og bameignir Aljijóðleg ráðstefna undir heitinu Heilsa kvenna: Vinna, krabbamein og barneignir (Women’s Health: Occupation, Cancer & Reproduction) verður haldin í Reykjavík dag- ana 14.-16. maí, 1998. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Vinnueftirlits ríkisins á Islandi, en margar stofnanir innanlands og utan munu styrkja verkefnið á ýmsan hátt. A ráðstefnu um heilsu kvenna: Vinnu og krabbamein, sem haldin var í Baltimore í Bandaríkjunum í nóvember 1993, kom skýrt fram, að rannsóltnir á tengslum atvinnu og heilsufars kvenna hafa verið fáar, en um langa hríð hafa áhrif vinnunnar á heilsufar karla verið til athugunar. Á síðari árum hefur mikill áhugi verið að vakua á Jjví að rannsaka einnig áhrif atvinnu á heilsu kvenna. Vegna þess að fáar rannsóknir af Jjessu tagi eru til hefur verið lögð sérstök áhersla á Jjað hjá Baudarísku heil- brigðisstofnununum (National Institutes of Ilealth) að efla sérstaklega rannsóknir á heilsu- fari kvenna. Víðar hefur verið lögð svipuð áhersla. Ymiss konar aðferðafræðileg vandamál er við að glíma í Jiessu efni, Jjar eð fyrirmyndir eru fáar. Því ber nauðsyn til að kalla sarnan fræðimenn á Jjessu sviði til að fá fram Jjá Jjekkingu sem Jjegar hefur verið aílað og leggja línurnar fyrir rannsóknir framtíðarinnar. Nýlega hefur koinið lit auglýsingabæklingur fyrir ráðstefnuna, en lokafrestur til að skila inn útdráttum fyrir fyrirlestra rann út 30. nóvember, 1997. Það er von okkar, sem að ráðstefnunni stöndum, að sem flestir komi til ráðstefnunn- ar,- bæði til að hlusta og láta í sér heyra. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkrunar- frœðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins 286 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.