Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 43
Rétt til aðildar að Félagi íslenskra hjúkrunarfrœðinga eiga þeir sem samkvæmt íslenskum lögum hafa leyfi til að kalla sig hjúkrunarfrœðinga. Það lœtur nœrri að allir íslenskir hjúkrunarfrœðingar nýti sér Jjennan rétt Jjví að 98% Jjeirra eru skráðir félagar eða 2779. Af Jjeim starfa 2075 við hjúkrun. Félagsstarf hjúkrunarfrœðinga er fjölbreytt og áhugasamir eiga ýmsa kosti á að láta að sér kveða innan vébanda Jjess. I stjórn og nefndum félagsins starfa nœrri 60 hjúkrunarfrœðingar. Þá eru svœðisdeildirnar 9 og 16 fagdeildir hver með sína stjórn. Aðal- og varatrúnaðarmenn félagsins eru um 160 og margir Jjeirra eiga einnig sœti í aðlögunarnefndum að nýju launakerfi en í þeini starfa 105 hjúkrunarfrœðingar. Stundum vakna spurningar um hver ávinningur hjákrunarfrœðinga sé af félagsaðild ífag- og stéttarfélagi sínu. Hér verður reynt að gera nokkra greinfyrir því. Réttindi og skyldur félagsmanna Samkvæmt lögum félagsins hafa félagsmenn málfrelsi, tillögurétt og rétt til að greiða atkvæði á fundum í félaginu og í allsherjaratkvæðagreiðsl- um. Félagsmenn hafa einnig rétt til setu á fundum og ráðstefnum sem félagið stendur fyrir. Allir félagsmenn eru kjörgengir í stjórnir og nefndir félagsins, hafa rétt til að sækja um styrki úr sjóðum þess og rétt til að hagnýta sér orlofsaðstöðu á vegum jtess. Félagsmenn eiga jiar að auki rétt á stuðningi og ráðgjöf um málefni hjúkrunar og önnur fagleg málefni sein félagið vinnur að og að félagið gæti hagsmuna þeirra gagn- vart vinnuveitanda og yfirvöldum. Loks eiga félagsmenn rétt á frétta- og fagtímariti sem félagið gefur út. Ollum félagsmönnum her að virða lög félagsins, fundarsköp, fundar- samþykktir og ákvarðanir stjórnar svo fremi sem samþykktirnar eða ákvarðanirnar brjóti ekki í hága við lög félagsins eða landslög. Pá er félagsmönnum skylt að greiða |tað félagsgjald sem ákveðið er samkvæmt lögum félagsins. Almenn þjonusta Starfsfólk félagsins leggur metnað sinn í að hjúkrunarfræðingum líði vel í húsnæði félagsins og að vel sé tekið á móti Jieim jiegar Jieir eiga erindi þangað. Hjúkrunarfræðingar geta leitað aðstoðar á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 22 á afgreiðslutíma frá kl. 9 til 17 virka daga. Hægt er að fá upplýsingar í síma eða með Jiví að konia á staðinn. Veitt er að- stoð við umsóknir í sjóði, bókanir á húsnæði íélagsins, útleigu orlofs- íhúða og sumarhúsa utan orlofstíma og samskipti við fagdeildir. Þá er veitt Jijónusta vegna minningarsjóða og félagaskrár og milliganga við pöntun á félagsnælum. Til félagsins berast mörg tímarit frá félögum hjúkrunarfræðinga erlendis og þar er vísir að hókasafni. Starfsmenntunarsjóður: Hægt er að sækja um starfsmenntunarsjóð 4 sinnurn á ári, J».e. fyrir 1. janúar, 1. apríl, 1. júní og 1. október. Hjúkr- unarfræðingar eiga rétt á að fá 18000 kr. úr sjóðnum annað hvert ár. % \A^\ bm # °nar^ Nefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: • Fræðslu- ug menntamálanefnd • Kjaranefnd • Kjörnefnd • Orlofsnefnd • Rlfnefnd • Siðanefnd • Ifinnuuerndarnefnd • íðorðanefnd • Gæðastjúrnunarnefnd o.fl. Starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunar- frœðinga. Efri röð frá vinstri: Sofjia, Þorgerður, Anna, Vigdís, Aslaug. Sitjandi frá vinstri: Aðalhjörg og Asta. Hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga eru huern dag afgreidd um 120 símtöl. Það jafngildir Duí að huer félagsmaður hringi a.m.k. eínu sinni í mánuði til félagsins. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 291

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.