Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 52
Herdís Jóna Guðný Anna Katrín Ingibjörg '~(j Úk.Y'UHAYYÁð Sjúkrahúss Reykjavíkur Hjúkrunarráð Sjúkrahúss Reykjavíkur var stofnað með viðhöfn 22. janúar sl. að viðstöddum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, og Ragnheiði Ilar- aldsdóttur, staðgengli heilbrigðisráðherra. Þar með var hrint íframkvœmd margra ára gamalli hugmynd um að stofna ráð sérfróðra hjúkrunarfrœðinga sem gœti leitt til bœttrar þjónustu við sjúklinga, en um leið verið vettvangur fyrir hjúkrunarfrœðinga spítal- ans til að rœða frœðileg málefni frá ýmsum hliðum. Af því tilefni sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, m.a.: „Þegar ég tók við starfi hjúkr- unarforstjóra sumarið 1988 fór ég að sjálfsögðu yfir þau gögn sem forveri minn í starfi, Sigurlín M. Gunn- arsdsóttir, hafði skilið eftir. Margt fann ég skráð sem vakti áhuga minn og sem lýsti afar vel hversu fram- sýn Sigurlín var í starfi sínu sem hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans. Mátti sjá að þar fór kona langt á undan sinni samtíð. I nefndum gögnum l’ann ég m.a. paþpíra þar sem Sigurlín velti fyrir sér ýmsum hhðum á því að hafa starfandi hjúkrunarráð við spít- alann. Með því að lesa þessi gögn var fyrstu hug- myndum um hjúkrunarráð á spítalanum sáð í huga minn. Fyrir það vil ég þakka.“ Ennfremur sagði Sig- ríður: „Stofnun hjúkrunarráðs Sjúkrahúss Reykja- víkur er liður í því að ella og styrkja hjúkrun innan og utan spítalans. Með því að auðvelda hjúkrunar- fræðingum að veita hetri hjúkrun, munu sjúklingar spítalans njóta góðs af, en betri þjónusta við sjúkl- inga hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem hér vinnum.“ Veg og vanda af að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd hafði vinnuhópur um stofnun hjúkrunarráðs sem hefur starfað frá í febrúar 1996. Hópinn skipuðu Fjóla Tómasdóttir, fyrrverandi deildarstjóri á A-7, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, slysadeild, Jóna Guð- mundsdóttir, 3-B, Jónína Oskarsdóttir, A-6 og Guðný Anna Arnþórsdóttir, sem jafnframt var formaður. I hópnum störfuðu því saman ungir og óreyndir hjúkr- unarfræðingar og eldri og reyndari. Þar voru fulltrú- ar af ýmsum sviðum spítalans, bæði bráðaþjónustu og langleguþjónustu, fulltrúar sjúkhnga með hkam- lega sjúkdóma og þeirra sem áttu við andleg veikindi að stríða. Vinnuhópurinn annaðist reglugerð fyrir hjúkrunarráð og skipaði í kjörnefnd sem sá um kosn- ingu fyrstu stjórnar hjúkrunarráðs. I kjörnefndinni sátu Fjóla Tómasdóttir, Herdís Herbertsdóttir, B-6, og Sigríður Sigurðardóttir, A-6. Guðný Anna Arnþórsdóttir, formaður vinnuhóps- ins, sem lýsti yfir stofnun hjúkrunarráðs, sagði í ávarpi sínu að tilgangur með stofnun hjúkrunarráðs SHR væri einkum þríþættur: • Að efla hjúkrun á stofnuninni, faglega og stjórn- unarlega. • Að vera vettvangur fyrir alhhða umræðu í hjúkrun. • Að vera ráðgefandi aðili, innan stofnunar og utan. Hún bætti við að ineð stofnun hjúkrunarráðs væri j eitt skref stigið í átt frá miðstýringu að dreifistýringu, )»ar sem um er að ræða almenna hreyfingu hjúkrun- arfræðinga á spítalanum, sem kjósa sér sjálfir stjórn og nefndir. Þá skapaðist vettvangur fyrir umræðu í hjúkrun á spítalanum, ekki með stjórnunarlegum formerkjum, og loks væri þetta skref í áttina að auk- inni samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga en reglur Sœunn með fundarhtimarinn. 300 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.