Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 61
Bækur og bæklingar J\§í‘t, íslwiskt, KoWrjÚ^t, $pfcKKAK^Í Helstu þættir í starfi hjúkrunarfrædinga Samantekt byggð á starfslýsingum hjúkrunarfræðinga á heilbrigðis- stofnunum. Höfundur: Ásta Möller, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Utgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1997 Samantektin er gerð fyrir fulltrúa hjúkrunarfræðinga í aðlögunar- nefndum á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í tengslum við nýtt launakerfi sem tekur gildi 1. febrúar 1998. Markmið með útgáfu hennar er að gera hjúkrunarfræðingum sem starfa í nefndunum kleift að ganga að lýsingum á ýmsum þátt- um í helstu starfsheitum innan hjúkrunar á einum stað og þann- ig aðstoða þá við gerð röðunar- kerfis innan nýs launakerfis á viðkomandi stofnun. Samantektin er hins vegar ekki endanleg lýsing á störfum hjúkrunarfræðinga. Skráning lijúkrunar Iiandbók, önnur útgáfa Ritstjórar: Ásta Thoroddsen og Anna Björg Aradóttir Utgefandi: Landlæknisendjættið 1997 Hér er um að ræða endurbætta útgáfu á Ilandbók uin skráningu hjúkrunar, sem Landlæknisem- bættið gaf út árið 1991, í hand- hægu vasabókarbroti (mál: 10 xl4,5 x 1,4 cm). Útgáfan frá 1991 hefur nú verið endurskoðuð frá grunni og töluverðu bætt við. Eins og í fyrri útgáfu er stuðst við skilgreiningu Gordon á lykilþátt- um heilbrigðis fyrir upplýsinga- söfnun og NANDA hjúkrunar- greiningarnar. Bætt hefur verið við nýjum kafla um hjúkrunar- meðferð (NIC—Nursing Intervention Classification). Sölustaðir: Landlæknisembættið, Bóksala stúdenta og Bókval á Akureyri Verð: 2900 kr. Hægt er að panta bókina í póst- gíró. Starfsmat og frammistöðumat í nýju lauuakerfi Skýrsla til miðstjórnar Bandalags háskólamanna Höfundar: Birgir Björn Sigurðsson og Vigdís Jónsdóttir hagfræðingar Útgefandi: BHM 1997 I skýrslunni eru settar fram hugmyndir um hvernig hagnýta má starfsmat og frammistöðumat við launaákvarðanir í nýju launa- kerfi háskólamanna. Hugmyndir þessar eru birtar á ábyrgð höf- unda og endurspegla ekki endi- lega stefnu aðildaríélaga Bandalags háskólamanna. Leiðiu til betri heilsu Samantekt: Sjöfn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur Útgefandi: GKS 1997 Fyrirtækið GKS í Kópavogi hefur sett sér það ineginmarkmið að stuðla að bættri líðan skrifstofu- fólks með því að skapa því kjöraðstæður við vinnu ásamt því að vinna að forvörnum og veita faglega heilsuráðgjöf. I því skyni hefur fyrirtækið gefið út vandað upplýsingarit um forvarnir og heilsuvernd á vinnustöðum og býður auk þess fyrirtækjum að senda fagfólk til að gera úttekt á skrifstofuumhverfi og koma með tillögur til úrbóta. Við bætum um betur! Það fara vel saman góðar síðbuxur og góðar nærbuxur. \Jajolet Seljum Vajolet ítalskan unditýatnað með alþjóða gæðastimpli EIÐISTORGI 13, 2 HÆÐ Á TORGINU. SÍMI 552 3970. SELTJARNARNESI OPIÐ 12 18:30 • LAUG. 10 16:00 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 309

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.