Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 5
Formannspistill
„Auðs afla iðnar hendur"
Herdís Sveinsdóttir
Málsháttinn í titli þessa pistils var að finna í
litlu páskaeggi sem ég fékk nokkru áður
en páskahátíðin gekk í garð. Ég hef tals-
vert hugsað um hann og um aðra svipaða
eins og „vinnan göfgar manninn”. Ástæða
þess að mér er tíðhugsað um þessa
málshætti er vitaskuld yfirstandandi samn-
ingaviðræður við samninganefnd ríkisins
og pælingar um hvað hjúkrunarfræðingar
bera úr býtum. í undirbúningsvinnu samn-
inganefndar Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og við samningaborðið eiga sér
stað umræður sem taka á grundvallar-
atriðum, eins og hvort iðnar hendur
hjúkrunarfræðinga afli þeim auðs og hvort
hjúkrunarstarfið göfgi þann er það vinnur.
Líkt og allir vita þá felast störf hjúkr-
unarfræðinga í því að vinna með fólki, ann-
ast fólk, styðja við fólk. í starfi sínu kynnast
hjúkrunarfræðingar öllu litrófi tilfinninga og
nándar. Þeir eru iðulega til staðar á
gleðiríkustu og erfiðustu stundum fólks.
Skjólstæðingar hjúkrunarfræðinga umbuna
þeim líka ríkulega og þakkarorð ánægðs
sjúklings eru vissulega auðgandi. Að fara
heim af vaktinni vitandi það að starf þitt
með einni manneskju, einni fjölskyldu,
skipti sköpum í velferð viðkomandí, er
gefandi og jafnframt göfgandi. Gömul gildi
sem fela í sér að hjúkrunarfræðingar beri
ávallt hag annarra fyrir brjósti eru
jafnmikilvæg í dag og þau hafa ávallt verið.
Það vita líka allir að fórnfýsi og óeigin-
girni er ekki umbunað á þann máta sem
samfélag 21. aldar umbunar þ.e. að fólk
geti lifað sómasamlegu lífi af afrakstri
launavinnu sinnar. Rúmlega fjórðungur
hjúkrunarfræðinga (27%) fær í dagvinnu-
laun 155 þúsund eða minna og tæplega
fjórðungur (23%) fær meira en 175
þúsund í dagvinnulaun. Þessar tölur ná til
allra hjúkrunarfræðinga, frá nýgræðingum
og upp í æðstu stjórnendur. Fljúkrunar-
fræðingar telja þetta bera vott um að
iðnar hendur þeirra afli ekki auðs í formi
fjár. En eru íslenskir hjúkrunarfræðingar
hreinlega nógu iðnir? Könnunin á vinnu-
álagi hjúkrunarfræðinga sem kynnt hefur
verið í síðustu tveimur tölublöðum tíma-
ritsins sýnir að þeir upplifa mikið álag í
vinnu. Þeir vinna líka mikið. Hjúkrunar-
fræðingur sem ræður sig í 100% starf
vinnur að meðaltali 7,5 yfirvinnustundir á
viku. Vinnuhlutfallið ers.s. 120%. Meðal-
starfshlutfall hjúkrunarfræðinga er tæplega
80% eða 32 stundir á viku. Meðalvinnu-
vika hjúkrunarfræðings í könnuninni var
hins vegar að meðtalinni yfirvinnu 38,5
stundir eða sem samsvarar 96,25%
vinnuhlutfalli. Hjúkrunarfræðingar, sem ég
hef rætt við, telja vinnu sem þeir eru
neyddir til að vinna ekki göfgandi. íslenskir
hjúkrunarfræðingar vinna langan vinnudag
og þeir afkasta miklu. Samanburður við
hjúkrunarfræðinga á Norðulöndum sýnir
að fjöldi hjúkrunarfræðinga fyrir hverja 100
þúsund íbúa í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi
og Danmörku er 959 á meðan að á
íslandi eru 637 hjúkrunarfræðingr á hverja
100 þúsund íbúa. Það eru því þriðjungi
færri hjúkrunarfræðingar sem hjúkra sama
hópi hér á landi miðað við hin löndin. Ekki
standa þeir sig þó ver eins og ánægjuleg
frétt um páskahelgina bar vott um, en
greint var frá því að árangur hjartaaðgerða
á íslandi væri 50% betri hér en í Evrópu
og tíðni sýkinga lægri. Gæðakannanir þar
sem ánægja skjólstæðinga með hjúkrun
hefur verið könnuð sýna jafnframt mikla
ánægju þeirra með hjúkrunina.
Af hverju afla iðnar hendur vel mennt-
aðra íslenskra hjúkrunarfræðinga þeim
ekki góðra launa? Vigdís Jónsdóttir, hag-
fræðingur, rakti í grein í aprílhefti Tímarits
hjúkrunarfræðinga 1999 að lögmálið um
framboð og eftirspurn virtist ekki eiga við
um okkur. Taldi hún ástæðurnar vera
fákeppni, þ.e. svo til eingöngu einn vinnu-
veitandi ásamt þeirri hefð að greiða ekki
eða illa fyrir kvennastörf. Benti hún jafn-
framt á að það væri ábyrgðarhluti hjá
stjórnvöldum að nýta sér aðstæður
ófullkominnar samkeppni til að þrýsta
niður launum hjá stórum hópi kvenna í
opinberri þjónustu. Tölur úrfélagaskrá
okkar sýna að hjúkrunarfræðingar sætta
sig illa við slíkt. Á tveimur árum, frá því í
mars 1999 þar til í mars 2001, hefur hjúkr-
unarfræðingum sem eru „ekki starfandi við
hjúkrun" fjölgað úr 308 í 377 eða um 22%.
Á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum
alls fjölgað um 167 eða um 10,5%. Þetta
er vísbending um að hjúkrunarfræðingar
eru farnir að sækja á önnur mið en þau
hefðbundnu. Þeir, sem teljast ekki starf-
andi við hjúkrun, eru jafnt þeir sem starfa
við kennslu, við önnur störf eða eru
heimavinnandi. Þeir eiga það þó sam-
merkt að halda fagleg tengsi við sitt félag
með því að greiða lágmarksfélagsgjald.
Hjúkrunarfræðingum sem hafa hreinlega
sagt sig úr félaginu eða hirða ekki um að
greiða félagsgjöld hefur hins vegar fjölgað
úr 129 í 231 eða um 79% á þessum
sama tíma. Það eru alvarlegar tölur, því
þessi hópur hefur að eínhverju marki sagt
skilið víð hjúkrunarstarfið. Álykta má að
ástæður séu léleg umbun fyrir mikla vinnu.
Ég man ekki eftir að hafa hitt hjúkrunar-
fræðing sem segist ekki starfa við hjúkrun
vegna starfsins sjálfs. Þvert á móti eru
kjörin alltaf tiltekin en áréttað að starfið sé
skemmtilegt.
Nú eru tæpir sex mánuðir liðnir frá því
kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga við fjármálaráðherra var laus
og lítið hefur áunnist í samningaviðræð-
um. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
skorar á fjármálaráðherra að misnota ekki
aðstöðu sína sem meginvinnuveitandi
þessa stóra hóps og ganga hratt og af
sanngirni til samninga.
Gerber
Því lengi býr að fyrstu gerð
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
85