Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 7
BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Ritstjóraspjall Umhyggjusamir karlar Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsu varðandi jafnréttismál að undanförnu. Ef til vill áttu þær hugleiðingar upptök sín í hringborðsumræðum sem birtast í þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga, þar sem umræðan beindist m.a. að því hvers vegna svo fáir karlmenn væru hjúkrunar- fræðingar hér á landi. Þeir virðast hlut- fallslega færri hér en í mörgum nágrannalöndum. Þegar ég fór að grennslast nánar fyrir um þetta virðist lítið gert til að hvetja karla til náms og starfa við hjúkrun, þar sem starfsvettvangurinn er frá upphafi mótaður af konum. Ég heyrði jafnvel dæmi um að beðið hefði verið um styrk fyrir mjög efnilegan karl- kynsnemanda úr jafnréttissjóði náms- manna en þeirri beiðni hefði verið hafnað á þeirri forsendu að jafnréttisstyrkir væru eingöngu veittir konum sem stunduðu nám. Það virðist vera mun erfiðara fyrir karla að brjótast inn á hin hefðbundnu kvennasvið en konur að láta til sín taka í hefðbundnum karlagreinum. Konur hafa sótt fram á flestum sviðum atvinnulífsins og efast enginn lengur um rétt þeirra til þess. En einhverjir fordómar virðast enn ríkjandi varðandi karla sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig og sinna hjúkrunar- störfum. Christopher Johns, sem viðtal er við í þessu tölublaði, var spurður hvers vegna hann hefði lagt fyrir sig hjúkrun og hvernig það væri að vera karlmaður í stéttinni. Hann segist hafa orðið veikur og fengið áhuga á starfinu í framhaldi af þeim veikindum. En til að karlmenn nái árangri við hjúkrunarstörf þurfi þeir að gefa kveneðli sínu lausan tauminn, þeim þætti sem oft er hafnað eða bældur niður. En er hægt að kyngera umhyggju fyrir öðrum? Hafa ekki bæði kyn þá eiginleika að bera umhyggju fyrir öðrum? Ef til vili hefur þetta ekkert með starfið sjálft að gera heldur eingöngu þá staðreynd að konur hafa mótað það og kvennamenningin er því ríkjandi. Það getur verið erfitt að stíga á milli menningarheimanna, ég man eftir skólabróður í barnaskóla sem þurfti að standast heilmiklar árásir vegna þess að hann hafði áhuga á að læra að prjóna og sauma löngu áður en það var viðurkennt að strákar gætu haft áhuga á slíku. Og kollegi minn sagði mér skemmtilega sögu um lítinn frænda sinn, fjögurra ára gamlan, sem var að skoða naglalakk hennar í öllum regnbogans litum ásamt systur sinni sem var í óða önn að lakka á sér neglurnar. Hún sagðist ekki gleyma sorginni í augum hans þegar hann, fjögurra ára gamall, áttaði sig á að þarna var svið sem hann vildi taka þátt í en átti ekki að fá, og spurði hvort þetta væri bara fyrir stelpur? Hún sagði að ákveðnir litir væru fyrir stráka líka og með það lakkaði hann neglurnar og fór sigri hrósandi að sýna þær fullorðnum. En þeir voru ekki hrifnir og sögðu að þetta væri bara fyrir stelpur. „Nei,” sagði sá stutti, og sagði frænku sína, sem vissulega tilheyrði heimi hinna fullorðnu, hafa sagt að ákveðnir litir væru líka fyrir stráka. Hann var sigri hrósandi og hafði unnið þessa orrustu. Hann hafði barist fyrir sjálfum sér, að vísu með aðstoð frænkunnar. Hið sama verða karlar að gera ef þeir eru ekki ánægðir með stöðu mála. Jafnréttisbaráttan á að vera báðum kynjum til góðs og auka valmöguleika allra eftir áhugasviði en ekki kynferði. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 87

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.