Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 9
Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, M.Sc., dr.PH, dósent, hjúkrunarfræðideild, Háskóla íslands, og Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur, M.S.N., PhDc, sviðsstjóri barnasviðs, Landspítala-háskólasjúkrahúsi Þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum ÚTDRÁTTUR Tilgangur þessarar greinar er að draga saman niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið hériendis og erlendis á árunum 1986-1999 á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum. Samantektin byggist á ellefu rannsóknum á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum sem fundust við skipulagða leit í rafrænum gagnagrunnum, heimildaskrám tímaritsgreina og bókaköflum. Þrjár rannsóknanna voru íslenskar en flestar voru frá Norður-Ameríku. Niðurstöður samantektarinnar voru að foreldrar barna á sjúkrahúsum hafa ákveðnar grunnþarfir sem ekki virðast bundnar aldri barns eða menningu. Hins vegar benda niðurstöður rannsókna til þess að ákveðnar þarfir séu tengdar ákveðnum bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og menntun foreldra, búsetu, innlögn barns og alvarleika veikinda. Grunnþarfir foreldra lúta að upplýsingum, trúnaði, veika barninu, stuðningi, sjúkrahúsumhverfinu, fjárhag, öðrum fjölskyldumeðlimum, voninni og samhæfingu þjónustunnar. Bent er á mikilvægi þess að taka tillít til þarfa foreldra á sjúkrahúsum til þess að veita gæðaþjónustu. Nú til dags eru foreldrar veikra barna skjólstæðingar hjúkrunarfræðinga ekki síður en börnin. Foreldrarnir þurfa því hjúkrun sem einstaklingar og foreldrar þegar þeir eiga barn sem liggur inni á sjúkrahúsi (Craft, Wyatt og Sandell, 1985; Miles, Carter, Riddle, Hennessey og Eberly, 1989). Rannsóknir innan barnahjúkrunar benda ótvírætt til þess að taka þurfi sérstakt tillit til foreldranna og gefa þörfum þeirra gaum. í rannsókn Price (1993) á því hvað foreldrum fannst vera gæðahjúkrun á barnadeildum, töldu þeir gæðahjúkrun felast í því að hjúkrunarfræðingurinn einbeitti sér að því að uppfylla þarfir foreldra og barna. Hjúkrunar- fræðingar á barnadeildum þurfa því að þekkja þarfir foreldranna engu síður en þarfir barnanna. Breytt hlutverk foreldranna, truflun á daglegu lífi fjölskyldunnar, sjúkdómsmeðferð og batahorfur valda foreldrum kvíða (Brown og Ritchie, 1990; LaMontaigne og Pawlak, 1990; Darbyshire, 1994a; Evans og Kristensson Hallström, 1994; Turner, Tomlinson og Harbaugh, 1990). Með því að sinna þörfum foreldra má draga úr neikvæðum áhrifum sjúkrahúsvistar barnsins og auka vellíðan og aðlögun fjölskyldunnar allrar meðan á sjúkrahúsvistinni stendur og eftir útskrift (Sloper, 1996; Melnyk, 1994; Melnyk, Alpert-Gillis, Hensel, Cable-Beiling, og Ruben- stein, 1997). Tilgangur þessarar greinar er að draga saman niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið hérlendis og erlendis á árunum 1986-1999 á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum. Gerðar eru tillögur um nýtingu þeirrar þekk- ingar sem fengist hefur og frekari rannsóknir á viðfangs- efninu. AÐFERÐ OG GOGN Skipuleg heimildaleit í gagnagrunnum MEDLINE, CARL og CINAHL og heimildaskrám tímaritsgreina og bókakafla um skyld efni fór fram við gagnaöflun í þessari úttekt auk persónulegra samskipta við rannsakendur á sviðinu. Leitað var heimilda þar til mettun var náð og ekki fundust fleiri heimildir sem tengdust þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum frá 1985 til 2001. Heimildir um þarfir foreldra barna á öllum aldri á sjúkrahúsum voru nýttar við gagna- öflun en í samantektinni voru eingöngu notaðar niður- Dr. Guðrún Kristjánsdóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla (slands. Hún lauk meistaraprófi sem klínískur sérfræðingur í barna- og fjölskylduhjúkrun frá Boston University 1986 og doktorsprófi í lýðheilsufræðum og hjúkrun frá Norræna lýðheilsuháskólanum í Gautaborg 1996. Helga Bragadóttir starfar sem sviðsstjóri barnasviðs Landspítala- háskólasjúkrahúss. Hún lauk B.Sc. prófi frá HÍ1986, MSN prófi í barnahjúkrun og stjórnun frá The University of lowa College of Nursing í Bandaríkjunum 1997 þar sem hún stundar nú doktorsnám í stjórnun í hjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.