Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 11
Ramritu og Croft (1999). 27 mæður og 7 feður 28 barna sem höfðu legið á barnadeild í Ástralíu vegna heilaskaða í kjölfar áverka. Hálfstöðluð viðtöl þar sem foreldrar voru beðnir að lýsa reynslu sinni og þörfum fyrstu dagana eftir slysið, á endurhæfingartímanum og eftir að ástand barns var orðið stöðugt og undirbúningur að heimferð hafinn eða barnið flutt á hjúkrunardeild fyrir heilasköðuð börn. Þrjú þemu eða stig voru greind um hvers konar þjónustu af hálfu heilbrigðisfagfólks foreldrarnir töldu sig hafa þörf fyrir: Að geta treyst að þjónusta sé fyrir hendi sem flýtir fyrir bata barnsins, að fá stuðning við að aðlagast veikindum barnsins og aðstoð við fjölskylduna til að ná jafnvægi.
Terry (1987). 16 mæður og 6 feður 3 til 10 ára barna sem höfðu dvalið að minnsta kosti 2 vikur á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Likert-spurningalisti með 44 fullyrðingum um þarfir auk opinna spurninga þar sem foreldrar voru spurðir um mikilvægi þarfa sinna og hverja þeir töldu líklegasta til að sinna þörfunum. Flestar þarfirnar, sem spurt var um, reyndust að einhverju leyti mikilvægar foreldrum. Mikilvægustu þarfirnar voru að fá upplýs- ingar og að finna að foreldrið gegndi mikilvægu hlutverki fyrir barnið. Hjúkrunar- fræðingar og læknar voru oftast taldir líklegastir til að sinna þörfum foreldranna.
Weichler (1990). 8 mæður 5 til 16 ára barna sem gengist höfðu undir líffæraígræðslu. Viðtöl með 13 opnum spurningum sem byggðust á klínískri reynslu rannsakanda, heimildum og ráðgjöf frá sérfræðingum á sviðinu. Mæðurnar sögðust þurfa upplýsingar um sjálfa ígræðsluna. Þessar þarfir breyttust fram að útskrift þannig að þær endur- spegluðu í auknum mæli ábyrgð þeirra í lyfjagjöfinni og á daglegu lífi og velferð barnsins. Mæðurnar sögðust einnig þurfa fræðslu við að aðstoða börnin tilfinningalega í kjölfar ígræðslunnar.
stöður rannsókna þar sem viðfangsefnið var beinlínis þarfir
foreldra barna á sjúkrahúsum. Leit takmarkaðist við
íslenska og enska tungu og norðurlandamálin dönsku,
sænsku og norsku. Ekki fundust nýrri heimildir um rann-
sóknir á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum en frá 1999.
NIÐURSTÖÐUR
Heimildir, sem fundust, voru allar á ensku. Þrjár rann-
sóknanna voru íslenskar og höfðu farið fram á árunum
1984-1986 og 1997. Erlendu rannsóknirnar voru flestar
frá Bandaríkjunum og Kanada auk einnar frá Ástralíu.
Ellefu heimildir fundust þar sem markmið rannsóknanna
var að lýsa, skilgreina, bera kennsl á eða koma til móts við
þarfir foreldra. Samantekt þessi byggist á þessum ellefu
rannsóknum.
Fjórar rannsóknanna fóru fram á barnagjörgæslu-
deildum í Bandaríkjunum. Úrtaksstærðir spönnuðu 8-41
þátttakanda, að meðaltali 24 foreldra nýbura til 17 ára
gamalla barna (mæður eingöngu eða feður og mæður).
Langflestir þátttakendur voru mæður og í tveimur rann-
sóknanna voru engir feður. í töflu 1 er gerð grein fyrir
aðferðafræði og helstu niðurstöðum rannsókna á þörfum
foreldra barna á sjúkrahúsum.
íslenskar rannsóknir
Þrjár íslenskar rannsóknir á þörfum foreldra barna á
sjúkrahúsum hafa verið birtar á alþjóðavettvangi. Árin
1984-1986 var gerð efnisleg úttekt á rannsóknum og
umræðu um almennar þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum
(Kristjánsdóttir, 1991). Niðurstöður þeirrar rannsóknar,
sem fólst í heimildaskoðun og innihaldsgreiningu viðtala
við foreldra barna á sjúkrahúsum og heilbrigðisstarfsfólk,
gaf vísbendingar um meginþarfir foreldra sem eiga barn á
sjúkrahúsi. Niðurstöður þessara rannsókna bentu til eftir-
farandi grunnþarfa foreldra: 1) Að geta treyst hjúkrunar-
fræðingum og læknum, 2) þörf fyrir upplýsingar og
þekkingu, 3) þörf fyrir að geta sinnt fjölskyldumeðlimurm,
einkum veika barninu, 4) að finna að þeim sé treyst til að
annast barn sitt, 5) að hafa aðstöðu til að sinna líkam-
legum og andlegum grunnþörfum sínum og 6) að hafa
aðgang að félagslegum stuðningi og leiðsögn.
Niðurstöður tveggja rannsókna á barnadeildum á íslandi
(Bragadóttir, 1997, 1999; Kristjánsdóttir, 1986, 1995) bentu
til þess að fullyrðingar um áðurnefndar grunnþarfir foreldra
barna á sjúkrahúsi væru álitnar mikilvægar eða mjög
mikilvægar almennar grunnþarfir foreldra barna á sjúkra-
húsum. Mest vægi fengu þarfir foreldra fyrir að geta treyst
heilbrigðisstarfsfólki, þarfir fyrir þekkingu og upplýsingar, og
þarfir sem tengjast öðrum fjölskyldumeðlimum.
í rannsókn Helgu Bragadóttur (1997) á þörfum foreldra
barna á barnadeildum á íslandi komu fram nokkrar
viðbótarþarfir við þær sem áður höfðu verið greindar
(Kristjánsdóttir, 1991, 1995). Þessar viðbótarþarfir lúta að:
1) Því að geta snætt með barninu á deildinni, 2)
snyrtiaðstöðu fyrir foreldra á deildinni, 3) vita að barnið fái
afþreyingar- og námsverkefni sem hæfa aldri þess og
þroska, 4) samfellu í hjúkrun barns og 5) samhæfingu
þjónustunnar og upplýsinganna sem fjölskyldan fær.
Þegar niðurstöður ofangreindra rannsókna á þörfum
íslenskra foreldra eru bornar saman kemur í Ijós að
forgangsröðun og mikilvægi þarfanna eru mjög stöðug og
sambærileg milli rannsóknanna frá 1986 og 1997 (Braga-
dóttir, 1997, 1999; Kristjánsdóttir, 1986, 1995). Mikilvægi
þarfa foreldra barna á barnadeildum á íslandi er stöðugt
91
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001