Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 15
anna og tæki ekki nægilegt tillit til þess sem foreldrarnir segðu. Töldu foreldrarnir heilbrigðisstarfsfólkið átta sig illa á að það væru foreldrarnir sem þekktu barnið best og fyndu helst ef eitthvað væri að hjá barninu. Af lýsingum foreldranna á reynslu sinni taldi Sloper þá hafa ákveðnar þarfir fyrir þjónustu sem tengdust veikindum barnsins. Þjónustuþarfirnar tengdust: 1) Upplýsingum, 2) að vera gefin von, 3) tilfinningalegum stuðningi, 4) fjárhagsaðstoð, 5) eftirliti eftir að heim var komið, 6) öðrum börnum í fjölskyldunni, 7) aðstöðu foreldranna á sjúkrahúsinu og 8) beinni aðstoð heima við. Niðurstöðum þessum svipar mjög til þess sem hefur komið fram í framangreindum rannsóknum á þörfum foreldra. Almennar þarfir foreldra virðast vera algild mannvistar- leg fyrirbæri, þ.e. þær virðast ekki breytilegar eftir svæðum eða heimshlutum. Það hversu sambærilegar niðurstöður rannsóknanna eru þrátt fyrir ólíka aðferðafræði og ólíka sjúkdóma hjá börnunum, bendir til þess að hægt sé að setja fram alþjóðlegar viðmiðanir um hvernig fullnægja megi þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum. Höfundar greina grunnþarfir, sem sýndar eru í töflu 2, og benda á að taka þurfi tillit til þeirra þegar meta á þarfir foreldra. Frekari rannsókna er þörf á eðli þessara þarfa til þess að hægt sé að leggja klínískt mat á einstaklingsmun milli foreldra og hvernig best sé að sinna þörfum einstakra foreldra eða foreldrahópa. Niðurstöður rannsókna benda til þess að taka þurfi tillit til ákveðinna bakgrunnsbreyta við mat á einstökum þörfum foreldra barna á sjúkrahúsi. Huga þarf að bak- grunnsbreytum, svo sem aldri, kyni og menntun foreldr- anna, hvernig innlögn barns bar að, lengd legu, búsetu og alvarleika veikinda barns. ÁLYKTANIR OG HEILRÆÐI Nýr barnaspftali er í byggingu og því nýir tímar fram undan í heilbrigðisþjónustu við börn og fjölskyldur á íslandi. Hús- byggingar einar treysta þó ekki grundvöll hjúkrunar né gera hana árangursríka. Rannsóknir eru vaxtarbroddur hjúkrunar á hverjum tíma og eldskírn þeirra aðferða sem beitt er. Því er mikilvægt að inn í nýtt hús - barnaspítala - flytji aukin og bætt hjúkrunarþekking með vel menntuðum hjúkrunarfræðingum. Rannsóknir á því hvernig þörfum foreldra er sinnt og þar með ánægju foreldra með þjónustu barnadeilda eru nauðsynlegar til að þróa megi þjónustuna í átt til meiri gæðaþjónustu og hagkvæmni. Skynjun foreldra er í mörgum tilvikum ólík skynjun heil- brigðisstarfsfólks á hinum fjölmörgu þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar (Bradford, 1991; Bournaki, 1987; Darbyshire, 1994a; Graves og Ware, 1990; Horner, Rawlins og Giles, 1987; Tughan, 1992). Rannsóknarniðurstöður benda til þess að heilbrigðisstarfsmenn ýmist of- eða vanmeti þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum og ánægju foreldra með þjónustuna, en það er talið geta hamlað framförum í gæðum þjónustunnar (Bournaki, 1987; Bradford, 1991; Darbyshire, 1994b; Thornton, 1996). Vísbendingar um þarfir foreldra og það hvernig þeim er sinnt gefa ekki einungis mynd af þörfum foreldra og ánægju foreldranna með þjónustuna heldur geta leiðbeint stjórnendum og umönnunaraðilum í heilbrigðiskerfinu um það hvernig taka megi mið af foreldrum, gera þá ánægðari með þjónustuna og stuðla að aukinni vellíðan Ijölskyldunnar. Heilbrigðisstarfsfólki er í mun að veita sem besta þjónustu, ekki síst heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir börnum og fjölskyldum. Forsendur þess að slíkt sé mögulegt er að ástandið sé þekkt svo bregðast megi við á réttan hátt. Rannsóknir eru lykill að því að greina árangursríka hjúkrun, þar með talið árangursríka þjónustuþætti við foreldra barna á sjúkrahúsum. Mikilvægi slíkrar vitneskju grund- vallast á lögbundinni skyldu íslenska heilbrigðiskerfisins til að veita sem besta þjónustu. Niðurstöðum rannsókna í barnahjúkrun er ekki eingöngu ætlað að auka við þann þekkingargrunn sem fræðigreinin byggist á heldur einnig að vera leiðarljós í stefnumótun og uppbyggingu klínískrar þjónustu á barnadeildum. Þær grunnþarfir, sem greindar eru með samantekt þessari, geta verið undirstaða við að greina hvaða hjúkrun foreldrar þurfa á barnadeildum og hvern árangur sú hjúkrun ber. Ef vel er að þjónustunni staðið eflir hún traust foreldra til starfsfólks, styrkir foreldra í hlutverki sínu og stuðlar að heilbrigði og vellíðan foreldra og barna. Heimildir Bournaki, M.C. (1987). Accuracy of nurses’ assessment of maternal needs during childhood hospitalization. Óbirt lokarannsókn til meistaraprófs. Boston University School of Nursing, Boston, Massachusetts. Bradford, R. (1991). Staff accuracy in predicting the concerns of parents of chronically ill children. Child: Care, Health & Development 77 (1), 39- 47. Bragadóttir, H. (1997). Self perceived needs of parents whose children are hospitalized. Óbirt lokarannsókn til meistaraprófs. lowa City, Bandaríkjunum: University of lowa College of Nursing. Bragadóttir, H. (1999). A descriptive study of the extent to which self perceived needs of parents are met in pediatric units in lceland. Scandinavian Journal ofCaríng Sciences 13 (3), 201-207. Brown, J., og Ritchie, J. (1990). Nurses’ perceptions of parent and nurses' roles in caring for hospitalized children. Children's Health Care, 79(1), 28-36. Craft, M. J., Wyatt, N., og Sandell, B. (1985). Behavior and feeiing changes in siblings of hospitaiized children. Clinical Pediatrics, 24 (7), 374-378. Darbyshire, P. (1994a). Parenting in pubiic. Parental participation and involvement in the care of their hospitalized child. í P. Benner (ritstj.), Interpretive phenomenology. Embodiment, caring and ethics in health and illness (bls.185-210). London: Sage. Darbyshire, P. (1994b). Living with a sick child in hospitai. The experíences ofparents and nurses. London: Sage. Evans, M., og Kristensson Hallström, I. (1994). An investigation into the feasibility of parental participation in nursing care of children. Journal of Advanced Nursing, 20(3), 477-482. Farrell, M. F., og Frost, C. (1992). The most important needs of parents of critically ill children: Parents' perception. Intensive and Crítical Care Nursing, 8 (3), 130-139. Fisher, D. M. (1994). Identified needs of parents in a pediatric intensive care unit. Critical Care Nurse, 14 (3), 82-90. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.