Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 17
-Hjwkrim Á ZA. öUíhkí Valgerður: Ég býð ykkur hjartanlega velkomnar til þessara hringborðsumræðna. Umræðuefnið er hjúkrun á 21. öldinni, hvernig þið sjáið fyrir ykkur hjúkrun á nýrri öld og hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að bæta heil- brigðiskerfið og bæta heilsu landsmanna. Við getum t.d. byrjað á því að fjalla um þær breytingar sem orðið hafa með stofnun Landspítala-háskólasjúkrahúss, sameiningu sjúkrahúsanna og stofnun hjúkrunarfræðideildar. Hvaða áhrif haldið þið að þessar breytingar hafi á þróun hjúkrunar sem fræðigreinar og hvernig haldið þið að samskipti milli þessara tveggja stofnana verði í framtíðinni? Anna, ef þú myndir fyrst svara þessu og svo Kristín? Anna: Það er stórt spurt. Við höfum verið að endurskil- greina hlutverk sjúkrahússins með tilliti til háskólahlutverks- ins og erum að móta stefnu okkar með háskólanum. Hlut- verk háskólasjúkrahússins er þjónusta við skjólstæðing- ana, kennsla og rannsóknir. Ég tel að hjúkrun sem fræði- grein eigi eftir að eflast talsvert innan sjúkrahússins og rannsóknir í hjúkrun eigi eftir að eflast í samvinnu við hjúkr- unarfræðideildina. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið mjög stórt skref fyrir hjúkrun að hjúkrunarfræðideildin varð til á sama tíma og háskólasjúkrahúsið og það eigi eftir að skila hjúkrun miklu á næstu 10-15 árum. Þá er ég fyrst og fremst að tala um að kennsluþátturinn í hjúkrunarfræðinni eigi eftir að eflast innan sjúkrahússins, meiri áhersla verður lögð á kiínískar rannsóknir, hjúkrun sem hagnýta fræði- grein og vonandi líka sem akademíska fræðigrein. Það hefur fyrst og fremst verið litið á hjúkrun sem hagnýta fræðigrein og við þurfum að vera mjög vakandi um að hún fái líka þá sýn að vera akademísk fræðigrein í kjölfar stofnunar háskólasjúkrahúss og hjúkrunarfræðideildar- innar. Ég sé þegar breytingar við stofnun hjúkrunarfræði- deildar, þeir sem þar starfa eru miklu sýnilegri nú í því sem við erum að gera á sjúkrahúsinu. Forseti hjúkrunarfræði- deildar kemur t.d. að stefnumótun og er samstíga forseta læknadeildar og er það mjög stórt skref að mínu mati. Kristín: Hjúkrunarfræðin, líkt og aðrar greinar sem skilgreina sig sem faggreinar, leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa bakgrunn sinn í háskólaumhverfi. Það voru jú helstu rök greinarinnar fyrir því að flytja menntunina í háskóla á sínum tíma. Því er afar mikilvægt að það séu sterk tengsl milli þeirra sem starfa við greinina alls staðar og þessa háskólaumhverfis sem er vettvangur gagnrýnna umræðna og samstarfs. Mér finnst mjög gaman að sjá að þeir sem starfa við heilbrigðisstofnanir á íslandi hafa séð sér hag í fræðilegri vinnu, s.s. rannsóknum, þannig að núna eru að mínu mati komnir miklir möguleikar fyrir gagnkvæmni í samstarfinu. Við sjáum það m.a. í skilgrein- ingu á háskólasjúkrahúsinu, eins sjáum við það í íslensku heilbrigðisáætluninni þar sem lögð er áhersla á að háskólatengslin verði styrkt innan heilsugæslunnar. Ég sé mjög mikla möguleika í framtíðinni varðandi þessi tengsl sem eru ómetanleg. Við í hjúkrunarfræðideildinni höfum m.a. tengst Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gegnum rann- sóknarstofnunina sem er ört vaxandi samstarf og jafnframt er verið að leita eftir sambærilegu samstarfi við heilsu- gæsluna. Vilborg: Ég sé með samruna þessara tveggja sjúkra- húsa í eitt stórt sjúkrahús og formlegum tengslum við háskóla að búið sé að mynda mjög mikilvæga stofnun sem hlýtur að vera í fararbroddi starfsins um land allt. Ég bind vonir við að Landspítali-háskólasjúkrahús líti á sig þannig að hann gegni leiðtogahlutverki fyrir landið allt og háskólinn bindi ekki samstarf eingöngu við þessa stofnun því aðrar stofnanir verða líka að þróast. Annars verður hjúkrun ekki sterk, hún verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Ný og verðug tækifæri fyrir alla heilsugæslu og sam- félagsþjónustu Sigríður: Þegar miklar breytingar eiga sér stað í heil- brigðissamfélaginu leiða þær oft til annarra breytinga; sem við þurfum líka að vera tilbúin að mæta. Tiltekin þróun mun eiga sér stað og sérhæfing mun væntanlega eflast inni á sjúkrahúsunum en einnig mun tiltekin þjónusta, sem ekki þarfnast mikillar yfirbyggingar, flytjast út af sjúkra- húsunum. Þar munu ný rekstrarform væntanlega þróast. Hins vegar geri ég líka ráð fyrir að ný og verðug tækifæri skapist fyrir alla heilsugæslu og samfélagsþjónustuna og þar þurfa hjúkrunarfræðingar sem og aðrir sérfræðingar innan heilbrigðisstéttanna að vera tilbúnir til að nýta sér þau tækifæri sem skapast. Ég tel að við stofnun svo stórs Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 97

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.