Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 19
hendi á ákveðinni einangrun þegar námsbrautin verður deild í háskólanum, ég tel mikilvægt að við séum vakandi til þess að koma í veg fyrir það. Anna: Ég held að námsbrautin hafi verið einangruð. Og mér finnst næstum því eins og námsbrautin hafi komið út úr skápnum við það að verða deild. Mér finnst mjög áberandi hvað meira er horft til deildarinnar nú en náms- brautarinnar áður. Ég held við eigum að grípa þetta tæki- færi sem við höfum til að styrkja deildina enn betur í því hlutverki sem hún hefur því hún var virkilega, eins og ég skynja síðustu árin, svona að lokast inni í sér innan lækna- deildar. Ég hef ekki áhyggjur af því að háskólasjúkrahúsið reyni að gína yfir öllu. Við höfum frekar á undanförnum árum verið að reyna að losa okkur við þjónustu vegna þess að við höfum reynt að skilgreina bráðasjúkrahúshug- takið, hvaða þjónustu við eigum ekki að veita og hvaða þjónustu við eigum alveg skilyrðislaust að veita. Ég held það sé t.d. ekki síður skylda háskólans og hjúkrunarfræði- deildarinnar í þessu tilviki að semja við aðrar heilbrigðis- stofnanir um menntunarleiðir fyrir hjúkrunarfræðinga. Sigríður: Já, ég er sammála Önnu varðandi þetta. Mér finnst hjúkrunarfræðideildin standa frammi fyrir mjög spennandi tækifærum í dag um að verða sýnilegri og sanna sjálfstæði sitt. Ég tek undir með Ragnheiði að eitt mikilvægasta hlutverk hennar er að búa nemendur undir framtíðina og þar þarf deildin og við sem stétt að vera vakandi. Ég held við séum annars vegar í erfiðu og flóknu samfélagi að marka okkur sem stétt og hjúkrunarfræð- ingar og þá erum við um leið að takast á við alla þá erfið- leika og tækifæri sem konur og hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir. Hins vegar erum við hluti af miklu stærri heild og þurfum að gæta okkur að missa ekki sjálfsmynd okkar. Það hefur mikið verið rætt um að vinnufyrirkomulag innan heilbrigðisþjónustunnar muni að miklu leyti snúast um teymisvinnu og samvinnu og það að deildarmúrar muni falla eða mörk á milli eininga muni hverfa og þarna er mjög mikilvægt fyrir okkur að gæta okkar. Ásta: Það er sérstakt fagnaðarefni að námsbrautin er orðin deild. Það skapar líka ákveðin verðmæt tækifæri að deildin er að byggja upp sína sjálfsmynd á sama tíma og verið er að gera ákveðnar breytingar á stjórnkerfi spítalans. Háskólasjúkrahús eykur tengingu milli deildarinnar og sjúkrahússins og við það gefast mikil tækifæri sem við höfum þegar haft nasasjón af. Það eru t.d. kennarar í hjúkrunarfræðideildinni sem hafa verið með stöðu inni á spítalanum og þeim mun fjölga hér eftir og þannig opna hjúkrunarfræðideildina sem mér hefur einmitt þótt frekar einangruð. Grundvallarviðhorf hjúkrunar Kristín: Mig langar að taka upp það sem Sigríður sagði hér áðan, ég er svo sammála henni um framtíðina varð- andi þetta þverfaglega samstarf. Mér hefur fundist það einstaklega gefandi og gaman að vera hjúkrunarfræðingur í svona samstarfi því maður kemur með sérstök viðhorf. Ég held að í slíku samstarfi skipti mestu máli að maður hafi skýra sýn á framlag hjúkrunar. Sigríður talaði um sjálfs- mynd hjúkrunarfræðinga. í því sambandi tel ég að það sé mjög mikilvægt að við höfum ávallt skýra sýn á framlag Anna: „Ég held við séum að mörgu leyti með gamaldags viðhorf í stéttinni. Og þessi stétt er svo lítið áhættusækin, hún er svo lítið nýjungagjörn að ég held það hái okkur. Það er kannski þess vegna sem við erum ekki komin lengra með samfélagshjúkrunina, við höfum bara ekki þorað að fara með hjúkrun út úr stofnununum. “ hjúkrunar innan heilbrigðiskerfisins. Hjúkrun á rætur í umönnunarstörfum, það er að aðstoða fólk, að hjálpa fólki sem hugsanlega skortir þrek, færni, þekkingu eða jafnvel vilja til að sjá um sig og til að efla eigin vellíðan. Hjúkrunin hefur líka leitast við á síðustu áratugum og öldinni allri að aðstoða fólk við að lifa merkingarbæru lífi og nýta þá möguleika sem hver og einn býr yfir. Þetta, það er að sjá einstaklinginn í aðstæðum sínum, það er það sem hjúkr- unin kemur með inn í þverfaglegt samstarf. Ragnheiður: Ég ætla aðeins að ræða hér um grund- vallarviðhorf hjúkrunar sem Kristín hefur gert svo vel. Ég tel að í framtíðinni sé mjög mikilvægt að grundvallarviðhorf hjúkrunar heyrist mjög skýrt í samfélaginu. Það er mjög margt varðandi teymisvinnuna sem gerir það að verkum að þessi rödd heyrist skýrar og sterkar. En það eru líka ákveðnar breytingar á starfssviði annarra heilbrigðisstétta, það er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum og það er fyrirsjáanlegt að hann verður meiri og meiri. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna: Hvað getum við gert til þess að tryggja að þessi grundvallarviðhorf, sem eru okkur öllum svo mikilvæg, fái notið sín? Ég er alls ekki að tala um stéttarfélagslega hagsmuni, ég er að tala um þessa sýn á umönnun og á manninn sem er kjarninn í hjúkrun og hefur verið frá upphafi. Þessi viðhorf eiga ekki mjög 99 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.